Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 12
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������� ������������������� �������������������������������������������������������������������������������������� ���� �������������������������������������������������������� ��������������������� � ����������������� ��������� ��������� ������������������������������������� ����������������������������������������������������������������� ������������ ����������������������� Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Frábært verð og ríkulegur staðalbúnaður! Rafstýrð leðursæti, 17" álfelgur, 4x4, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. E N N E M M / S ÍA / N M 2 16 5 7 Nissan X-Trail Elegance 3.490.000 kr. NISSAN X-TRAIL BORGAÐU MINNA FYRIR MEIRI LÚXUS! Öllum Nissan X-Trail sem keyptir eru fylgir auka dekkjaumgangur, dráttarbeisli og bensínkort frá EGO með 50.000 kr. inneign! HAFNARAÐSTAÐA Aðstöðuleysi hrjá- ir siglingaklúbba á höfuðborgar- svæðinu og er ekki fyrirsjáanlegt að úr rætist á næstu árum þar sem stöðugt þrengir að siglingamönnum vegna byggingaframkvæmda. Þrátt fyrir þetta fækkar atvinnuskipum og skemmtibátum fjölgar hlutfalls- lega að sama skapi. „Skipulagsmálin eru alls staðar í upplausn og framtíðarsýnin hjá bæjarfélögunum ekki skýr,“ segir Hjörtur Grétarsson, formaður Kjöl- bátasambands Íslands. „Það selst mikið af skemmtibátum í öllum stærðarflokkum en eftirspurninni eftir bryggjuplássi og félagsað- stöðu er ekki svarað.“ Siglingamenn ræddu aðstöðuleysið á fundi með stjórnmálamönnum nýlega. Þar komu fram gríðarlegar áhyggjur af því að bygging Ráðstefnu- og tón- listarhússins við Reykjavíkurhöfn muni þrengja verulega að siglinga- mönnum en félagsaðstaða Brokeyj- ar verður rifin á næstunni. „Í Reykjavíkurhöfn verður erf- itt að vera næstu þrjú árin. Fram- kvæmdir verða miklar með tilheyr- andi skít og drullu og erfitt að komast að bryggjunum. Menn eru mjög uggandi um sína aðstöðu þar. Ef annars staðar væri laust bryggju- pláss þá myndu margir hugsa sér til hreyfings,“ segir Hjörtur. „Svo er Snarfarasvæðið í Elliðavogi í upp- námi út af Sundabraut og við vitum ekki hvernig það endar.“ Bryggjuhverfin hafa ekki virkað sem skyldi því oftast hefur gleymst að hafa samráð við félag sem gæti sinnt starfseminni. Grunnt er við Bryggjuhverfið í Reykjavík og vandamál fyrir skútur að komast að. Í Hafnarfirði er skipulagsferli í gangi sem þrengir hugsanlega að siglingamönnum. Í Garðabæ er nýtt bryggjuhverfi að rísa og bundnar vonir við að það dafni ef siglinga- klúbburinn í bænum verður endur- reistur. Aðstaða fyrir unglinga- starfsemi í Nauthólsvík er í uppnámi út af ylströndinni. Þar hafa fram- kvæmdir ekki átt sér stað. Mestar vonir eru í dag bundnar við þróunina í Kópavogi en þar hefur bærinn gert samkomulag við siglingafélagið Ými um starf- semi í bryggjuhverfinu. Á Sel- tjarnarnesi verður hönnunarsam- keppni um þróun á hafnarsvæðinu í haust og á Álftanesi gætu verið ákjósanlegir möguleikar fyrir kjölbáta en ekkert fyrirhugað enn sem komið er. ghs@frettabladid.is Flytja vegna tónlistarhúss Aðstöðuleysi hrjáir siglingaklúbba á höfuðborgar- svæðinu. Stöðugt þrengir að siglingamönnum en bryggjuhverfin hafa ekki virkað sem skyldi. ÞRENGT AÐ SIGLINGAMÖNNUM Hjörtur Grétarsson, formaður Kjölbátasambands Íslands, segir að framkvæmdir þrengi að siglingamönnum á mestöllu höfuðborgar- svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA BANDARÍKIN, AP Steve Vaught, fer- tugur Bandaríkjamaður, lauk á þriðjudag 4.800 kílómetra göngu þvert yfir Bandaríkin, frá San Diego á Kyrrahafsströnd Kali- forníu til New York. Gönguna hóf hann 10. apríl í fyrra og sagði Vaught ástæðuna fyrir þessum óvenju langa göngutúr vera óánægju með eigin líkama og líðan en hann hafði lengi verið þunglyndur, eða allt frá því hann lenti í því að aka yfir tvær manneskjur fyrir 15 árum. Vaught var 186 kíló í byrjun ferðarinnar - og varð því þekktur í fjölmiðlum vestra sem „Fat man walking“ - en léttist um ein 45 kíló á leiðinni og hefur aldrei liðið betur að eigin sögn. - aa Frá Kaliforníu til New York: 4800 km heilsu- bótarganga TAKMARKINU NÁÐ Steve Vaught á loka- áfanga göngu sinnar á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bryggjuhverfið í Reykjavík Of grunnt fyrir skútur. Snarfarasvæðið í Elliðavogi Í uppnámi vegna fyrirhugaðrar lagningar Sundabrautar. Hafnarfjörður Hugsanlega í uppnámi. Bryggjuhverfið í Garðabæ Ekki vitað hvernig fer. Bryggjuhverfið í Kópavogi Samkomulag við Ými um starfsemi. Nauthólsvík Í uppnámi út af ylströndinni. Álftanes Miklir möguleikar en ekkert fyrirhugað. Seltjarnarnes Hönnunarsam- keppni í bígerð. Brokey í Reykjavíkurhöfn Félagsaðstaða rifin – siglingamenn uggandi vegna framkvæmdanna. Núverandi og möguleg aðstaða fyrir kjölbáta á höfuðborgarsvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.