Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 79
Heljarmikið rokkabillípartí verður haldið á skemmtistaðnum Ellefunni í kvöld. Þetta er þriðja partíið sem listamaðurinn Curver stendur fyrir. Hingað til hefur stemningin verið afar góð þar sem dansað hefur verið á öllum hæðum og færri kom- ist að en vildu. Curver mun spila gamalt rokkabillí og rokk og ról auk þess sem brimbrettatónlistin fær að njóta sín betur en áður, enda sumarið komið með blóm í haga. Hvetur Curver gesti til að mæta í Hawaii-skyrtum og með sumar- stemninguna í farteskinu. Partíið stendur yfir frá miðnætti til hálfsex um morguninn og er frítt inn. Meira rokkabillí CURVER Listamaðurinn Curver stendur fyrir rokkabillípartíi á Ellefunni í kvöld. Hljómsveitin Dr. Spock hefur bæst í hóp þeirra sveita sem munu leika á tónlistarhátíðinni Reykjavík rokkar sem verður haldin í Laugar- dalshöll dagana 29. júlí til 1. júlí. Dr. Spock mun koma fram á sama kvöldi og The Darkness og Trabant, föstudaginn 30. júní. Þær hljómsveitir sem höfðu áður staðfest komu sína eru Motörhead, The Darkness, David Gray, Ham, Mínus, Trabant, Ampop og Hjálmar. Forsala aðgöngumiða á Reykja- vík rokkar hefst fimmtudaginn 18. maí kl. 11.00 í verslunum Skífunn- ar, BT Akureyri og Selfossi og á midi.is. Miðaverð er á bilinu 4.900 til 12.900 krónur. Dr. Spock bætist við DR. SPOCK Hljómsveitin Dr. Spock spilar á tónlistarhátíðinni Reykjavík rokkar föstudaginn 30. júní. Rapparinn Snoop Dogg hefur fengið aðvörun frá lögreglunni í London eftir að hann var handtek- inn á Heathrow-flugvelli í síðasta mánuði. Snoop, sem heitir réttu nafni, Calvin Broadus, mætti á lögreglu- stöð í London til að svara til saka fyrir slagsmál sem brutust út á flugvellinum. Eftir þau var Snoop og fimm félögum hans stungið í steininn þar sem þeir dvöldu yfir nóttina. Þrjátíu menn tóku þátt í ólátun- um og hlutu sjö lögregluþjónar minni háttar meiðsli. Snoop Dogg fær aðvörun SNOOP DOGG Rapparinn heimsþekkti hefur fengið aðvörun frá lögreglunni í London. Sænski eurovisionfarinn, Carola, hefur fundið sér aðferð til að vinna hug og hjörtu evrópskra áhorf- enda. Samkvæmt sænsku press- unni segist hún ætla að daðra við þul hvers lands, gefa sænskar pip- arkökur og gera óvænta hluti á blaðamannfundum. Þetta gerir hún í von um að þeir tali vel um hana og rödd hennar í sjónvarpsútsending- unni og telur hún að það muni hafa áhrif á áhorfendur og kosninguna. Ekki á hún þó eftir að komast nálægt okkar eigin Silvíu sem er drottning óvæntra uppákomna og á eflaust eftir að slá í gegn hjá evr- ópskum blaðamönnun. Daðrar við alla þulina CAROLA Ætlar að beita óhefðbundnum aðferðum við kynningu á laginu sínu. Bresku tónlistarsjónvarpsstöðv- arnar Chart Show, B4 og Flaunt hefja spilun á nýju myndbandi stúlknasveitarinnar Nylon við lagið Loosing a Friend í dag. Smám saman munu útvarps- stöðvar og aðrar sjónvarpsstöðv- ar bætast í hópinn. Smáskífa með laginu er síðan væntanleg í versl- anir í Bretlandi þann 19. júní. Nylon hefur nú verið í fjórar vikur á tónleikaferð með stráka- hljómsveitinni Westlife sem hefur gengið vonum framar. Þann 18. maí munu stelpurnar koma fram ásamt Westlife á Wembley. Björk og hljómsveitin Unun eru einu íslensku listamennirnir sem hafa komið þar fram hingað til. Hefur Icelandair ákveðið að bjóða upp á pakkaferð fyrir alla þá sem vilja fara á tónleikana. Nýtt frá Nylon NYLON Stúlknasveitin Nylon er að gera það gott í Bretlandi um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.