Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 12. maí 2006 13 Nú getur þú fengið ATLAS kreditkort hjá öllum bönkum Á atlaskort.is Skráðu þig í ATLAS hópinn á atlaskort.is. ATLAS korthafar fá bíómiða í Smárabíó, Regnbogann, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri á aðeins 600 kr. Tilboðið gildir út maí. Nánari upplýsingar á atlaskort.is og í síma 550 1500. LÖGREGLUMÁL Fjöldi nýnema sem hefja nám við Lögregluskólann á næsta skólaári í janúar er sá sami og verið hefur undanfarin ár sam- kvæmt ákvörðun ríkislögreglu- stjóra eða um 36 talsins. Engin aukning verður því á nemendum milli ára en illa hefur gengið að manna stöður hjá lög- regluembættum og er enn víða ráðið ófaglært fólk með litla eða enga reynslu af löggæslustörfum til starfa hjá embættum landsins. - aöe NEMAR Á ÆFINGU Þrátt fyrir skort á lærð- um lögreglumönnum hefur nemum ekki fjölgað í Lögregluskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lögregluskólinn: Sami fjöldi nema næsta ár DANMÖRK, AP Margrét Þórhildur Danadrottning mun fara á fund Benedikts XVI páfa í Páfagarði í Róm í næstu viku, að því er segir í tilkynningu frá hirðinni í Kaup- mannahöfn. Páfi mun veita drottningu einkaáheyrn í lok opinberrar heimsóknar hennar til Ítalíu, en tilefni hennar er annars fimmtíu ára afmæli dönsku menningar- stofnunarinnar í Rómaborg. - aa Danadrottning til Ítalíu: Fer á fund páfa FINNLAND Eineltismál hefur komið upp hjá Amnesty International í Helsinki en kona hefur kvartað undan því að vera lögð í einelti af sínum nánasta yfirmanni, að sögn finnska dagblaðsins Hufvudstads- bladet. Af þrettán starfsmönnum hafa fimm hætt störfum, þar af trúnaðarmaður starfsmanna. Rannsókn Vinnueftirlitsins í Helsinki hefur leitt í ljós að í stað þess að taka á eineltinu hafi því verið haldið áfram. Konan var flutt til í starfi og sú ástæða gefin að hún ætti að hætta að trufla sam- starfsmenn sína. Stjórnandinn ver sig með því að stjórn Amnesty hafi viljað harðari stjórnun innan samtakanna.- ghs Amnesty í Finnlandi: Ekki tekið á eineltismáli Fáir hlustuðu á Clinton Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti erindi í 2.000 manna sal í borginni Tampere í Finnlandi í vikunni, að sögn Helsingin Sanomat. Miði á erindið kost- aði 790 evrur, eða um 71 þúsund krón- ur, en fjölmargir boðsmiðar voru sendir út. Aðsókn var þó afar léleg, aðeins 700 manns mættu á erindið. FINNLAND SKIPULAG Sex af ellefu fjárfestum og verktökum sem sóttu um að koma að uppbyggingu miðbæjar- ins á Akureyri vildu byggja á sama skipulagsreit sunnan fyrir- hugaðs sjávarsíkis, Glerárgötu- reit syðri. Þrír aðilar sendu inn umsókn um fleiri en einn skipu- lagsreit en enginn sóttist eftir einum fimm reita sem í boði voru, Torfunefsreit syðri. Valnefnd á vegum Akureyrar- bæjar hefur lagt til að Eykt, Smáragarði og Þyrpingu verði gefinn kostur á að skila inn nán- ari útfærslu á hugmyndum sínum um uppbyggingu á Glerárgötu- reit syðri. Fasteignafélagið Hlíð, P.A. byggingaverktaki og Eykt fá að skila inn hugmyndum um Drottningarbrautarreit og Nýsir og Gránufélagið í sameiningu, Njarðarnes og Þ.G. verktakar varðandi Glerárgötureit nyrðri. SS Byggi er gefinn kostur á að skila inn hugmyndum um upp- byggingu á Sjallareit en aðrir sóttust ekki eftir því að byggja á þeim reit. Tillögum ber að skila eigi síðar en 20. júní næstkomandi og val- nefndin mun tilkynna hverjir verða valdir til að koma að upp- byggingu á tilteknum reitum fyrir 1. júlí. - kk Umsóknir um uppbyggingu miðbæjar Akureyrar streyma inn: Fjárfestar heillast mest af sjávarsíki BYGGINGARREITIR Í MIÐBÆNUM Sex fjárfestar og verktakar sóttust eftir að byggja á Glerár- götureit syðri (2), fjórir á Drottningarbrautarreit (1), fjórir á Glerárgötureit nyrðri (4), einn á Sjallareit (5) en enginn á Torfunefsreit syðri (3). DÓMSMÁL Unglingspiltur sem neit- aði að snúa til baka til föður síns í Svíþjóð eftir heimsókn til móður sinnar hér á landi má vera hér áfram og þarf ekki að snúa aftur eins og fyrri dómur Héraðsdóms Reykjaness kvað á um. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands sem sneri við fyrri dómi þar sem enginn vafi væri á að dag- leg líðan piltsins miðað við frásagn- ir hans væri betri hjá móður hans en föður úti í Svíþjóð. Hafði héraðs- dómur mælt svo um að föðurnum væri heimilt að fá piltinn tekinn úr umráðum móður sinnar enda ætti hann óskoraðan rétt á því en því var Hæstiréttur ekki sammála.- aöe Önnur afstaða Hæstaréttar: Forsjárdómi snúið við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.