Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 48
■■■■ { heilsa og útivist } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12
Rannveig Oddsdóttir byrjaði að
hlaupa reglulega vorið 1998. Síðan
þá hefur hún náð góðum árangri,
hlaupið nokkur maraþon og nælt í
ýmsa titla. Hún er formaður lang-
hlauparadeildar Ungmennafélags
Akureyrar og var til í að gefa nokk-
ur góð ráð til þeirra sem langar að
byrja að hlaupa.
„Það sem mestu skiptir fyrir þá
sem eru að byrja er að fara ekki of
geyst af stað. Það er betra að byrja
á því að hlaupa stuttar vegalengd-
ir, setja sér raunhæf markmið og
lengja síðan leiðina eftir því sem
maður finnur að þolið eykst,“ segir
Rannveig. „Í rauninni er ekki hægt
að nefna neina sérstaka kílómetra-
tölu en ef þú ert algjör byrjandi
er nóg að fara svona þrjá til fjóra
kílómetra. Ef maður nær ekki að
skokka þá er líka gott að hlaupa
og labba til skipis og reyna síðan
að skokka alltaf meira og labba
minna.“
Rannveig segir að það taki ekki
langan tíma að koma sér í ágæt-
is hlaupaform. „Ef fólk hleypur
svona þrisvar í viku og fer hæfi-
lega langt í senn ætti þolið að hafa
aukist til muna eftir einn til tvo
mánuði. Aðalmálið er að koma sér
vel af stað og halda sig við efnið.
Þegar maður er að byrja að byggja
upp þolið er það fljótt að fara og
ef þú sleppir því að hlaupa í eina
eða tvær vikur ertu kominn aftur
á byrjunarreit. Flestir gefast upp
á fyrstu vikunum en ef þú heldur
það út að hlaupa reglulega í svona
tvo mánuði ættir þú að vera kom-
inn upp á lagið,“ segir Rannveig og
bendir á að það reynist mörgum vel
að æfa með hóp. „Hópurinn veitir
visst aðhald og það getur líka verið
góður félagsskapur. Þegar fólk
hleypur eitt hættir því frekar til að
fresta hlaupunum og þá er auðvelt
að gefast upp. Það er mikilvægt að
ælta sér ákveðinn tíma í hlaupin og
setja þau inn í stundaskrána.“
Það að fara út að hlaupa er lík-
lega ein einfaldasta íþrótt sem hægt
er að stunda og Rannveig segir að
það sé einmitt það sem geri hlaup-
in svo þægilegt. „Þú þarft ekki að
læra einhver flókin spor og þú ert
ekki bundinn stað og tíma. Þú getur
tekið sportið með þér hvert sem þú
ferð og það eina sem þú þarft er
vilji og góðir skór. Fyrir þá sem eru
að byrja er algjör óþarfi að kaupa
sér heilt hlaupadress, mestu skiptir
að vera á góðum skóm og það er
ágætt að hafa í huga að hlaupa-
skór eru líka góðir gönguskór svo
fjárhagslegt tap er ekki mikið þótt
maður gefist upp á hlaupunum,“
segir Rannveig og hlær.
Rannveig viðurkennir að hlaup-
in verði að hálfgerðri bakteríu með
tímanum „Ég er oft spurð að því
hvernig ég nenni að hlaupa svona
mikið. Þetta snýst ekkert um að
nenna, ég bara verð að fara og mér
líður illa ef ég sleppi því. Fyrir þá
sem hlaupa mikið skiptir útiveran
líka miklu máli og ég tími alls ekki
að sleppa henni,“ segir Rannveig.
Ekki fara of hratt af stað
Með vilja og seiglu á ekki að vera flókið að koma sér í ágætis hlaupaform. Hlaup er góð íþrótt sem hægt er að
stunda hvar og hvenær sem er.
Rannveig á hlaupastígnum ásamt dóttur sinni, Kolbrá, sem fær stundum að fara út að
hlaupa með mömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN
Nokkur góð ráð
frá Rannveigu
■ Farðu að lágmarki tvisvar í viku
út að hlaupa og ekki oftar en
þrisvar sinnum fystu vikurnar.
■ Ekki fara of geyst af stað. Fyrstu
vikurnar skaltu hlaupa rólega og
það er allt í lagi að labba inni á
milli.
■ Ætlaðu þér ákveðinn tíma í
hlaupin og stattu við þá áætlun.
Ekki sleppa hlaupunum þótt veðr-
ið sé vont eða tíminn lítill.
■ Veldu tíma sem þér hentar. Ef
þú ert þung/ur í gang á morgn-
ana skaltu ekki láta þér detta í
hug að ætla að fara á fætur eld-
snemma og hlaupa áður en þú
mætir í vinnuna. Sumum hentar
morgunninn, öðrum hádegið,
seinni parturinn eða kvöldið.
■ Ekki gefast upp þótt þú sért
þreyttur og/eða stirður eftir fyrstu
æfingarnar og þér finnist þú
heldur fara aftur en fram. Þreytan
er merki þess að þú hafir tekið
vel á og skilar sér með tímanum
í bættu þoli. Taktu rólega æfingu
þegar þú ert þreyttur og gerðu
svo betur næst.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sunddeild Breiðabliks og Þríþrauta-
félag Reykjavíkur, ÞRÍR, standa
fyrir þríþraut næstkomandi sunnu-
dag við gömlu laugina í Kópavogi.
Keppnin hefst á 400 metra sundi,
þá eru hjólaðir tíu kílómetrar og að
lokum hlaupa þátttakendur 2,5 kíló-
metra. Keppnin hefst klukkan 9.30
og hægt er að skrá sig til þátttöku á
heimasíðunni www.triceland.net.
Hjólað, synt
og hlaupið
C M Y CM MY CY CMY K
Húlahopp er ekki bara fyrir börnin,
því það er frábær líkamsrækt fólg-
in í því að húla. Það er gott fyrir
mjaðmirnar, neðra bak og maga-
vöðvana auk þess sem það reynir á
þolið að húla í góða stund. Húla-
hopp hringir eru ódýrir og tilvalið
að eiga einn hring í garðinum sem
hægt er að grípa í.
Húlahopp