Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 64
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR32 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Heimsvæðingin leiðir til þess að vörur eru framleiddar þar sem það er hagkvæmast. Við getum ekki keppt við verkafólk í Asíu í launum og þess vegna er sam- keppnisstaða Íslands í grunnfram- leiðslu ekki góð. Þeirri þróun verð- ur ekki snúið við. Það felast hins vegar líka tækifæri í þessari breyttu heimsmynd og þau eigum við og verðum að nýta. Það sem framleitt er í heiminum er í vax- andi mæli afsprengi sköpunariðn- aðar. Tækifærin í sköpunariðnaði Sköpunariðnaðurinn er ört vax- andi iðnaður og á því sviði eigum við Íslendingar mikla möguleika ef rétt er á spilum haldið. Tæki- færi okkar felast í góðri almennri menntun, skapandi hugsun, víð- tækri starfsreynslu og góðu almennu velferðarkerfi. Þetta eru góð skilyrði fyrir sókndjarfa frumkvöðla að skapa ný fyrirtæki og finna upp í dag það sem talið verður sjálfsagt og nauðsynlegt á morgun. Vel heppnuð íslensk dæmi um slíkt eru bylting Össur- ar í stoðtækjaframleiðslu, tækni- framfarir Marels í matvælaiðnaði og tölvuleikjaframleiðandann CCP sem framleiðir afþreyingu fyrir á annað hundrað þúsund manns um allan heim. En við getum og verð- um að gera betur. Sprotar og skjól Áður fyrr heyrðust oft þær raddir að vonlaust væri að rækta tré á Íslandi og að þau fáu tré sem upp hefðu vaxið hefðu gert það fyrir einhverja hundaheppni. Stundum heyrir maður sömu raddir þegar kemur að nýsköpun í atvinnulíf- inu. Rétt eins og sannast hefur í trjárækt eru fyrirtækin sem nefnd voru hér að ofan engin hunda- heppni heldur hlaut óhjákvæmi- lega að koma að því að hæft, kapp- samt og framsýnt fólk hrinti hugmyndum sínum í framkvæmd. Rétt eins og í trjáræktinni þurfum við núna einungis að bæta aðstæð- ur sprotafyrirtækja og frum- kvöðla til að eignast þéttan skóg nýrra og skapandi fyrirtækja á öllum hugsanlegum sviðum. Kröftugt og skapandi atvinnu- líf er forsenda þess að við getum haldið áfram að byggja hér upp gott samfélag. Þess vegna verðum við að skapa frumkvöðlum og nýsköpun betri skilyrði til þróun- ar og vaxtar. Það er vel hægt, það gera flestar nágrannaþjóðirnar og okkur er í lófa lagið að leita í þær smiðjur erlendis þar sem best hefur tekist til. Góðar hugmyndir og frumkvæði Góðar hugmyndir fæðast oft þar sem þeirra er þörf. Kannski ein- mitt þess vegna er ein fremsta nýsköpunarsmiðja heims ekki í New York eða London heldur í Herning, litlum háskólabæ á Jót- landi. Þar hafa einkaaðilar, í sam- vinnu við háskóla, bæjarstjórn og atvinnulíf, byggt upp eina árang- ursríkustu nýsköpunarsmiðju heims. Árangurinn byggir á góðri leiðsögn, umhverfi þar sem háskólanemendur geta þróað hug- myndir sínar í náinni samvinnu við atvinnulíf og fjárfesta og síð- ast en ekki síst á góðu tengslaneti. Stjórnandi nýsköpunarsmiðjunn- ar í Herning leggur ríka áherslu á að smiðjan sé drifin áfram af eigin frumkvæði stjórnenda. Smiðjan má ekki verða stofnun með emb- ættismenn sem stjórnendur held- ur verða stjórnendur að sjá sér persónulega hag í árangri hennar. Best er að hún sé rekin sem einka- fyrirtæki stutt af sveitarfélagi og einkaaðilum sem sjá sér hag af nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi orð stjórnandans þurfa reyndar ekki að koma neinum á óvart sem t.d. hefur orðið vitni að hraðri og kröftugri uppbyggingu einka- reknu háskólanna. Árangur þeirra styður þessa skoðun og einkarekin nýsköpunarsmiðja með þátttöku háskóla og atvinnulífs verður þörf nýjung og lyftistöng fyrir nýsköp- un í reykvísku atvinnulífi. Nýsköpunarhöfuðborg Reykjavík á fyrst og fremst í sam- keppni við borgir í nágrannalönd- um okkar, ekki við nágrannasveit- arfélög eða landsbyggðina. Okkar öflugasta fólk sækir þangað sem tækifærin eru best og við viljum að sá staður sé hér. Samkeppnin um fólk virkar í báðar áttir og dæmin sanna að í borgum heims- ins býr einnig fólk sem vill flytja hingað með hugmyndir sínar ef góð skilyrði eru í boði. Við í Samfylkingunni fögnum nýjum hugmyndum og fólki sem getur gert samfélag okkar betra og viðskiptalíf okkar sterkara. Þess vegna ætlum við að skapa í Vatnsmýrinni öflugt starfsum- hverfi þar sem háskólar, atvinnu- líf og rannsóknarstofnanir geta starfað saman. Þess vegna leitum við í smiðju þeirra sem bestum árangri hafa náð á sviði nýsköpun- ar atvinnulífs. Þess vegna ætlum við að skapa í Reykjavík þau skil- yrði sem þarf til að fólk geti notað þekkingu sína, hugvit og frum- kvöðlakraft til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Þannig eflum við skapandi atvinnugrein- ar. Höfundur er í 7. sæti Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Eflum skapandi atvinnugreinar UMRÆÐAN NÝSKÖPUN DOFRI HERMANNSSON FRAMBJÓÐANDI Einu sinni var úlfur í friðsælli sveit sem át allt sem að kjafti kom, sérstaklega var hann sólginn í lömb bændanna í sveitinni. Að lokum var bændum nóg boðið og tóku höndum saman og handsöm- uðu úlfinn. Úlfurinn baðst vægðar og sór og sárt við lagði að ef bænd- ur slepptu honum þá myndi hann aldrei framar éta neitt annað en fisk. Það varð úr að bændur sáu aumur á úlfinum og slepptu honum gegn þessu loforði. Fáeinum dögum síðar var úlfurinn svangur á ráfi um sveitirnar þegar hann kom auga á feitt og fallegt lamb. Nokkra stund horfði úlfurinn gráðugur á lambið og sagði svo við sjálfan sig. Þetta er sjálfsagt fisk- ur og því skyldi ég ekki éta hann? Því dettur mér þessi gamla dæmisaga í hug að nú geysast flestir stjórnmálaflokkar fram með hátíðleg loforð og svardaga eins og venjulega fyrir kosningar. Sjálfstæðismenn líta nú sem snöggvast upp frá því að mylja undir milljónamæringana og ætla nú, allramildilegast, að huga að málefnum aldraða. Framsóknarmenn í sínu vana- lega lýðskrumi velja tvö þrjú mál sem hægt er að flassa upp á öllum heilsíðuauglýsingunum, eitthvað sem er nógu einfalt og laust við hugmyndafræðilegan bakgrunn - nú er eitt af stóru málunum að fjölga vatnsrennibrautum í Reykjavík. Hugmyndina hafa þeir sjálfsagt fengið útfrá gömlu kosningaloforði öfgasinnaðra jafnaðarmanna sem höfðu það sem forgangsmál að byggja vatns- rennibraut yfir Faxaflóa. Samfylkingarfólk hallar sér þangað sem brauðið er smurt hverju sinni og fylgir boði For- mannsins um að „Samfylkingin eigi að standa vörð um miðjuna“. Eitt af forgangsverkefnum þeirra í borginni á að vera að stofna félag sem á að kanna hvaða kostir eru í boði varðandi flugvöllinn í Vatns- mýrinni - tæpum 10 árum eftir að Formaður þeirra og þáverandi borgarstjóri stóð fyrir kosningu um málið. Heyr örlygi, heyr mál mikit. Vinstri græn er eini flokkurinn sem býður hreinar línur; Gegn stóriðju, gegn brauðmolasiðfræði, gegn alræði markaðshyggjunnar, gegn hernaðarbandalögum. Með aðgengi allra að samfélag- inu, með gjaldfrjálsum skólum og heilbrigðiskerfi, með atvinnuupp- byggingu og nýsköpun þar sem áherslan er á lítil og meðalstór fyrirtæki, með öflugum almenn- ingssamgöngum, með jafnrétti og félagslegu réttlæti. Með öðrum orðum. Með fólki. Höfundur skipar 10. sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík. Hreinar línur UMRÆÐAN BORGARSTJÓRNAR- KOSNINGAR HRAFNKELL TUMI KOLBEINSSON FRAMBJÓÐANDI Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar eru samhentur hópur hæfra einstaklinga sem láta verkin tala. Á stefnuskrá okkar er fjárstyrkur til allra barna á grunn- skólaaldri til íþrótta og tómstunda því við vitum hvað slíkt hefur mikið forvarnargildi. Við viljum þannig jafna tækifæri allra til að leggja stund á íþróttir og tóm- stundir og leggja heimilum lið vegna kostnaðar. Um leið drögum við úr brottfalli barna úr íþróttum og tómstundum. Við ætlum að auka sjálfstæði grunn- og leikskóla og veita for- eldrum val en við viljum að fjár- magn verði látið fylgja nemanda óháð því hvar hann sækir skóla. Við munum tryggja samfellt skóla- og tónmenntastarf með sérstökum tónmenntastofum við alla grunn- skóla Kópavogs. Við ætlum að koma upp fjölskyldugarði í Foss- vogsdal þar sem fjölskyldan getur notið samverustunda í notalegu umhverfi. Nú þegar hafa leikskólagjöld í Kópvogi verið lækkuð um 30%. Við munum jafnframt beita okkur fyrir því að fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri greiði aðeins gæslu fyrir eitt barn í einu. Við viljum tryggja stöðugt starfs- mannahald á leikskólum með því að gera aðbúnað starfsfólks sem bestan, bæði hvað varðar endur- menntun og möguleika fyrir ófag- lærða leiðbeinendur til að afla sér menntunar. Leikskólamálin eru einn af mikilvægustu málaflokk- unum í bæjarfélaginu okkar og því leggjum við ofurkapp á að leikskólamálin verði til fyrir- myndar. Í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi í janúar sl. lagði ég mikla áherslu á fjöl- skyldumálin og í stefnuskrá minni segir orðrétt: „Ég vil stuðla að auknu sjálfstæði skóla og leik- skóla hvað varðar námsefni og kennsluaðferðir. Skólastjórnend- ur ættu að fá svigrúm til að þróa sínar aðferðir í kennslu og þar með auka val foreldra um slíkt. Ég vil stuðla að betri nýtingu skóla- húsnæðis með það að markmiði að samræma betur tómstundir og nám. Æskilegt væri að íþróttir og tónlistarnám, sérstaklega yngstu barnanna, gætu að einhverju leyti farið fram innan veggja skólans áður en vinnudegi foreldra lýkur til að börn og foreldrar geti varið meiri tíma saman og dregið úr því álagi sem fylgir sífelldum akstri í lok dags. Huga þarf sérstaklega að tómstundum fyrir eldri börn og unglinga.“ Þessi áhersluatriði er að finna í stefnuskrá flokksins og sýnir það hversu vel sjónarmið allra sjálf- stæðismanna fá að njóta sín og hversu samtaka við sjálfstæðis- menn í Kópavogi erum í vinnu okkar og stefnumótun. Sameigin- lega höfum við sett fram öfluga stefnuskrá sem við treystum okkur fyllilega til að standa við. Við sjálfstæðismenn í Kópavogi höfum lagt metnað okkar í að byggja upp öflugt bæjarfélag og styrkja innviði bæjarins undan- farin kjörtímabil. Við viljum áfram vera í forystu svo tryggja megi hagsæld Kópavogsbúa. Til þess þurfum við þitt atkvæði. Höfundur skipar 7. sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Það besta fyrir fjölskylduna í Kópavogi UMRÆÐAN SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR RAGNHEIÐUR KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI Framsóknarmenn í sínu vanalega lýðskrumi velja tvö þrjú mál sem hægt er að flassa upp á öllum heilsíðuauglýsing- unum, eitthvað sem er nógu einfalt og laust við hugmynda- fræðilegan bakgrunn - nú er eitt af stóru málunum að fjölga vatnsrennibrautum í Reykjavík. ����������������� ��������������������� H ö n n u n , m y n d l i s t , a r k i t e k t ú r ? Fornámsdeild umsóknarfrestur er til 26.mars Myndlistaskólinn í Reykjavík b••ur upp á árs nám skólaári• 2004- 2005 til undirbúnings háskólanámi í sjónmenntum. Námi• er 39 einingar og skipulagt me• hli•sjón af a•alnámsskrá framhaldsskóla. Umsækjendur skulu vera or•nir 18 ára og hafa loki• framhalds- skólanámi e•a 104 einingum í almennum greinum. Inntökupróf fara fram 24. og 25. apríl 2004. Æskilegur undirbúningur: námskei• í myndlistaskóla e•a áfangar úr framhaldsskóla s.s. SJL 103 og SJL 203, módelteikning, hlutateikning e•a lita/formfræ•i. Umsóknarey•ublö• fást á skrifstofu og heimasí•u skólans. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14-18 og fös.kl.14-17. Sí i 551 1990 og 551 1936. Fax 551 1926. Netfang: mynd@myndlistaskolinn.is.Veffang: myndlistaskolinn.is H Ö N N U N , M Y N D LI ST , A R K IT EK T Ú R ? MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ / FORNÁM MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK býður upp á heilsdagsnám í tveim deildum skólaárið 2006 – 2007, til undirbúnings háskólanámi í sjónmenntum. KERAMIKKJÖRSVIÐ 21 einingar, í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík. MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ / FORNÁM 39 einingar, skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla. Inntökupróf fyrir Myndlista- og hönnunarsviðið verður haldið laugardaginn 27. maí. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 17. MAÍ Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði deildanna er að finna á heimasíðu skólans. og KERAMIKKJÖRSVIÐ www.myndlistaskolinn.is • mynd@myndlistaskolinn.is • fornam@myndlistaskolinn.is Allir kennarar skólans eru starfandi mynd- listamenn, hönnuðir eða arkitektar. MÓDEL- TEIKNING 5 daga námskeið, 15. - 19. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.