Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 70
FÖSTUDAGUR 12. maí 2006 3870 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is ! Nordisk Film- & Tv Fond har sitt huvudkontor i Oslo och finansieras genom ett avtal mellan Nordiska Ministerrådet, 9 nordiska TV-kanaler och 5 nordiska filminstitut. Fondens syfte är att främja produktion och distribution av audiovisuella verk i Norden genom deltagande i finansiering av produktioner av spelfilmer, TV-serier, kortfilm och kreativ dokumentärfilm av hög kvalitet. Vidare förvaltar Fonden anslag från Nordiska Ministerrådet för distribution och filmkulturella åtgärder. www.nftf.net DIREKTÖR sökes till Fondens kontor i Oslo för ny 4-årsperiod f om 1 november 2006 med möjlighet till förlängning i ytterligare 4 år. Film- och TV-branschen befinner sig i en dynamisk utvecklingsfas med nya och större aktörer både inom produk- tion, försäljning och distribution. Detta kräver en direktör med förmåga till visionärt nytänkande som kan for- mulera en framtidsinriktad strategi för att vidareutveckla Norden som en konstnärlig och kulturell marknad. Sökande måste kunna dokumentera bred erfarenhet inom projektutveckling, produktion och marknadsföring/distribution av film och TV. Det är vidare en förutsättning att sökande har insikt och kunskap om den nordiska audiovisuella mediabilden och har ett brett nordiskt kontaktnät. Sökande måste behärska muntlig och skriftlig kommunikation på antingen norska, svenska eller danska samt ha goda kunskaper i engelska. Närmare upplysningar om tjänsten lämnas av Fondens nationella styrelseledamöter: Danmark: Ulla Østbjerg, tel +45 65 91 91 91 - e-mail: uloe@tv2.dk Finland: Erkki Astala, tel +358 9 1480 5392 - e-mail: erkki.astala@yle.fi Island: Laufey Gudjonsdottir, tel +354 562 3580 - e-mail: laufey@icelandicfilmcentre.is Norge: Elin Erichsen, tel +47 2247 8045 - e-mail: elin@filmfondet.no Sverige: Gunnar Carlsson, tel +46 70 26 46 929 - e-mail: gunnar.carlsson@svt.se Lön enligt överenskommelse. Ansökan sändes till Nordisk Film- & TV Fond via e-mail till turil@nftf.net eller med post till Postboks 275, NO-1319 Bekkestua senast 5 juni 2006. ��� ��� ����� ����������� ������������� ������������������������������������������������������� ������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������ ��������� ��������� Orð og tónar eiga stefnu- mót í Galleríi Humri eða frægð í dag en þar opnar sýning sem markar upphaf fjölljóðahátíðarinnar „Orð- ið tónlist“. Dagskrá hátíðarinnar teflir saman ólíkum birtingarmyndum sköpunar í ljóðlist, tónlist og myndlist en á sýningunni í galleríinu verða sýnd hljóðtengd mynd- og bókverk úr ólíkum áttum. Ólafur Engilberts- son, myndlistarmaður og fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir að markmið hennar sé aðallega að auka flæði milli listgreina og lista- manna sem vinna með ólíka miðla. „Verkin á sýningunni vinna með samruna til dæmis orðlistar, tónlist- ar, gjörninga og skjálistar. Við vilj- um sjá hvað sprettur upp úr ólíkum nálgunum þegar listgreinar sam- einast á svona vettvangi,“ segir Ólafur. Meðal þátttakenda í sýningunni eru Finnbogi Pétursson, Haraldur Jónsson og Kristín Björk Kristjáns- dóttir en Ólafur á einnig verk sem og nemendur hans úr Listaháskóla Íslands sem sýna bókverk og sam- eiginlegt verk sem er nokkurs konar upplýsingaaskja eða fylgirit með sýningunni. „Listamennirnir eiga það helst sameiginlegt að vinna með hljóð á einhvern hátt, að hljóðið sé nokkurs konar brú milli orðlistar, tónlistar og myndlistar,“ segir Ólafur en sér- stök áhersla er einnig lögð á mögu- leika mannsraddarinnar til að skapa list sem er á mörkum ljóðlistar og tónlistar. Útgáfufyrirtækið Smekkleysa hélt samnefnda hátíð fyrir sex árum síðan en Ólafur bendir á að nú sé hugmyndafræði hátíðarinnar sett í víðara samhengi. Dagskráin sem stendur yfir út næstu viku er hluti af Listahátíð í Reykjavík en þetta er í fyrsta skipti sem eiginleg „hljóðljóða-“ eða „fjölljóðahátíð“ er haldin hérlendis. Í tilefni þessa koma einnig góðir gestir erlendis frá og verður mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu bæði í kvöld og um næstu helgi þegar þar verða flutt og framin ljóð/hljóð en hátíðinni lýkur síðan með málþingi annan sunnudag. Meðal þeirra sem koma fram þá eru ítalska hljóðljóð- skáldið Enzo Minarelli, Rod Somm- ers og Tom Winter. Í kvöld munu listamennirnir Steindór Andersen, Kolbein Bjarnason og Jóhamar koma fram í fjölnotasal Hafnar- hússins með félögum úr Nýhilhópn- um og Tilraunaeldhúsinu. Sýningin hefst kl. 17 í dag og munu hinir liðtæku tónlistarmenn í Ghostigital koma fram og flytja fjölljóðaverk við opnunina ásamt Braga Ólafssyni og Óskari Árna Óskarssyni sem lesa úr verkum sínum. kristrun@frettabladid.is Fjölþjóðaljóðahljóða hátíð ÓLAFUR ENGILBERTSSON MYNDLISTARMAÐUR Hlustar á listina á fyrstu formlegu fjölljóða- hátíðinni sem haldin er hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kl. 16.00 Kvartett Árna og Jóns Páls leikur á vegum Jazzakakademíunnar í Stúd- entakjallaranum við Hringbraut. Kvartettinn leiða víbrafónleikarinn Árni Scheving og gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason en auk þeirra leika Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Aðgang- ur ókeypis og öllum heimill > Ekki missa af... Opnum degi í söfnum Reykjanes- bæjar á laugardaginn. Ný aðstaða byggðasafns Reykjanesbæjar við Njarðarbraut verður til sýnis, víkingaskipið Íslendingur, færeyskir listmálar sýna í Listasafni og opið verður í Poppminjasafninu. Eitthvað fyrir alla. Danssýningunni We are all Mar- lene Dietrich eftir Ernu Ómars- dóttur og Emil Hrvatin á Listahátíð í Reykjavík. Sýningu alþýðulistamannanna Jóns Ólafssonar, Ketils Larsen og Guðjóns Stefáns Kristinssonar í Gerðubergi. Á sýningunni gefur að líta málverk, skúlptúra og forláta vegghleðslu úr gleri og grjóti. Íslenska vitafélagið stendur fyrir ráðstefnunni „Vitar og strand- menning á Norðurlöndunum 2006“ í Stykkishólmi þann 25-26. maí en Sigurbjörg Árnadóttir, einn af stofnendum félagsins og sérleg áhugakona um strandmenningu segir ráðstefnuna lið í vitunar- vakningu félagsins sem beitt hefur sér fyrir verndun og nýt- ingu vita og strandminja. Strandmenning er víðtækt hug- tak en félagið vill stuðla að betri umgengni og nýtingu íslenskra stranda. „Við erum aðeins að vakna úr dvala hvað strandmenn- inguna varðar en það vantar gjör- samlega upp á að búin sé til mark- viss tíma- og framkvæmdaáætlun um strandmenningu hérlendis,“ segir Sigurbjörg en hún kveðst vilja vernda strandirnar með því að nýta þær. „Ég vil virða og vernda mína eigin sögu, þó hún sé um hokur við strönd og kotungs- búskap þá vil ég að þjóðin virði þessa menningararfleifð og nýti sér þá sögu og fornminjar sem finna má við strendur landsins til dæmis til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar.“ Þátttakendur á ráðstefnunni koma víða að af Norðurlöndunum og munu vinna með menningararf landa sinna en hún er öllum opin og Sigríður vonast til að sem flest- ir sveitarstjórnarmenn sjái sér fært að mæta og kynna sér málið. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra mun setja ráðstefnuna en dagskráin er mjög fjölbreytt, allt frá fræðsluerindum um hvalveið- ar Baska við Íslandsstrendur og sjó- og vatnaskrímsli til heimsókn- ar til Hildibrands í Bjarnarhöfn. Skráningarfresturinn rennur út á hádegi á mánudaginn en eyðu- blöð og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Íslenska vitafé- lagsins, www.vitafelagid.com. -khh SIGURBJÖRG ÁRNADÓTTIR SKIPULEGGUR RÁÐSTEFNU UM VITA OG STRANDMENN- INGU Vill virða og vernda söguna sem finna má við strendur Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Íslensk strandmenning í öndvegi Heimspeki- og menning- arfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir leikritið Fyrir luktum dyrum eftir Jean-Paul Sartre á Litla-Hrauni í dag. Verkið, sem á frummálinu heitir Huis-clos, fjallar um þrjár persónur sem deyja og dæmast til helvítisvist- ar. Þetta er langstærsta verkefni félagsins til þessa en það hefur meðal annars haft milligöngu um fyrir- lestrahald um heimspeki- leg málefni. Verkið er sett upp í samstarfi við Leikklúbbinn Sögu en leikstjóri þess er Skúli Gautason. Aðeins ein sýning verður á Litla-Hrauni en síðan flyst sýningin norður og verður færð upp í Deiglunni á Akureyri og sýnd út næstu viku. Ásgeir Berg Matthías- son, nemandi á fjórða ári í MA, þýðir verkið en margir kannast máski við hann sem fyrirliða Gettu betur liðs skólans. „Þetta verk varð fyrir valinu því við í félaginu erum miklir áhuga- menn um Sarte,“ útskýrir þýðandinn. Verkið gerist á hótelherbergi þar sem persónurnar þrjár sjá um að kvelja hver aðra til eilífðar- nóns en að sögn Ásgeirs er um að ræða hádramatískar aðstæður og tilvistarangist í anda Sarte. -khh Innilokun í anda Sartre JEAN-PAUL SARTRE Fyrir luktum dyrum gerist á hótelherbergi þar sem þrjá persónur kvelja hver aðra. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Óperusöngkonan Sólrún Braga- dóttir og djasspáfinn Sigurður Flosason flytja tónlistardag- skrána „Lögin okkar“ á miðnæt- urtónleikum í Iðnó í kvöld. Sópr- anrödd og saxófónn er óvenjuleg uppstilling en þau Sólrún og Sig- urður munu brúa bil milli klassík- ur og djasstónlistar með flutningi á þekktum íslenskum þjóð- og sönglögum í þrælskemmtilegum útsetningum þar sem saxófónninn bregður sér í óvenjulegt hlutverk píanósins. Búast má við leikrænum til- burðum og líflegri sviðsfram- komu sem ef til vill mun ekki ein- skorðast við sviðið. Dagskráin er liður í Listahátíð í Reykjavík og hefst kl. 20.30. - khh SIGURÐUR FLOSASON SAXÓFÓNLEIKARI Allt getur gerst þegar dívan og djassistinn blanda blóði við tónlist þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Dívan og djassarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.