Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 24
12. maí 2006 FÖSTUDAGUR24
fréttir og fróðleikur
Háskólarektor kynnti
stefnu skólans í gær en
eftir henni hefur verið
kallað síðan rektor viðr-
aði fyrst hugmyndir sínar
að gera HÍ samkeppnis-
hæfari á alþjóðagrund-
velli og skyldi stefna í
hóp hundrað bestu
háskóla heims á næstu
árum. Tvennt hefur þótt
standa slíkum ráðagerð-
um fyrir þrifum; fjár-
skortur og stefnuleysi en
nú liggur stefnan skýr
fyrir og boltinn því hjá
ríkinu hvað viðbótarfjár-
magn varðar til að draum-
ur stjórnenda skólans verði að
veruleika.
Sjá má á meðfylgjandi lista
grófar útlistanir á þeim takmörk-
um sem skólayfirvöld hyggjast ná
fram til árins 2011 og eru fyrsti
áfangi á langri leið í hóp
bestu háskóla heims.
Stefnan var einróma sam-
þykkt bæði á háskólafundi
og í háskólaráði og ríkir
samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins afar mikil
almenn ánægja með til-
lögur þær er fram hafa
komið. Til að þær nái fram
að ganga þurfa tekjur
skólans að aukast um 4,9
milljarða króna á næstu
fimm árum. Er ætlunin að
auka sértekjur hans um
1,5 milljarð króna á tíma-
bilinu og þá þarf framlag
ríkisins að aukast um 3,4
milljarða á sama tíma. Það sam-
svarar 10 prósent meðaltalsraun-
hækkun á ári hverju.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor,
segir stefnumörkunina standa og
falla með ákvörðun stjórnvalda.
Án þeirra framlags muni skólinn
standa í stað og þar með dragast
afturúr þar sem mikil framþróun
eigi sér stað í háskólum heimsins
og ekki minnst meðal þeirra bestu
sem HÍ vill bera sig saman við. „Í
ljósi þess að samkeppni í þekking-
arsköpun og vísindum hvers konar
er að aukast jafnt og þétt í heimin-
um þá er ljóst að við hér á landi
verðum að svara kalli tímans og
gera átak hjá okkur. Það er brýn
nauðsyn til en vissulega er frekari
fjárstuðningur forsenda þess að
við getum hrint markmiðum okkar
í framkvæmd.“
Meðal þess sem HÍ mun gera,
gangi allt eftir, er að bera sig
nákvæmlega saman við nokkra
útvalda háskóla erlendis en nokkr-
ir þeirra eru þegar á hinum eftir-
sótta lista yfir bestu háskóla heims.
Þannig geti starfsfólks skólans
verið meðvitað um hvernig gangi
að hrinda stefnunni í framkvæmd
en slíkt segir Kristín ekki hafa
verið gert með skipulögðum hætti
áður. „Bæði fylgjumst við með
afköstum þessara skóla sem eru
flestir af svipaðri stærð og Háskóli
Íslands og eins öllum nýjungum í
kennslu eða rannsóknum. Þannig
getum við á öllum tímum borið
okkur saman og séð hvar við stönd-
um og hvaða árangur hefur náðst.“
Sigurður Örn Hilmarsson, for-
maður Stúdentaráðs, lýsti sig afar
ánægðan með metnaðarfulla stefnu
rektors og sagði nemendur skólans
finna vel fyrir þeim aukna krafti
sem færst hefði í starf skólans.
„Segja má að það sé hægt að finna
fyrir miklu meira lífi í skólanum
vegna þessara hugmynda og engum
dylst að kennarar og aðrir starfs-
menn eru afar sáttir og viljugir að
ganga þennan veg með rektor.
Betri skóli kemur öllum vel.“
Vitað er að menntamálaráð-
herra, Þorgerði Katrínu Gunnars-
dóttur, hugnast markmið og stefna
Háskólans vel en ekki náðist í hana
í gær til að fá svör við því hvort
ríkið sé tilbúið að koma til móts við
skólann til að hægt verði að hrinda
stefnu rektors í framkvæmd. Taki
ríkið vel í að veita auknu fé til skól-
ans mega Íslendingar eiga von á að
eiga háskóla í fremstu röð í heim-
inum á næstu tíu til fimmtán
árum.
FRÉTTASKÝRING
ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON
albert@frettabladid.is
> Fjöldi grunnskólastjóra eftir kyni
Heimild: Hagstofa Íslands
Svona erum við
Konur Karlar
86
14
29
71
44
56
Konur Karlar Konur Karlar
1985 1995 2005
Sími: 50 50 600 • www.hertz.is
www.hertz.is
Bókaðu
bílinn heima
- og fáðu 500
Vildarpunkta
Vika í
USA
21.200*
San Fransisco
kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó,
þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur
af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar.
Verð miðað við gengi 1. maí 2006.*
17.800*
Florida
kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó,
þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur
af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar.
*
23.300*
Boston
kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó,
þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur
af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar.
Verð miðað við gengi 1. maí 2006.*
Verð miðað við gengi 1. maí 2006.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
25
46
05
/2
00
6
Aðalfundur
MS-félags Íslands 2006
verður haldinn laugardaginn 13. maí
kl. 1400 stundvíslega á Hótel Sögu, Súlnasal.
Farið er að lyftum austan megin frá. Húsið verður opnað klukkan 13.00.
Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
A.t.h. einungis skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Stjórn MS-félags Íslands
Vart líður sá dagur að ekki falli dómur fyrir
héraðsdómstólum eða Hæstarétti þar sem
misyndismenn sem margir hverjir hafa ítrekað
komist í kast við lögin hljóta svokallaða skil-
orðsbundna dóma vegna brota sinna. Ástæð-
urnar eru almenningi oftast skiljanlegar þegar
um væg brot eða fyrsta brot viðkomandi er
að ræða en ástæður þess að einstaklingar
sem hafa oftar en einu sinni komið fyrir dóm
vegna brota og hljóta skilorðsbundna dóma
eru mörgum erfiðari að skilja.
Stutt er síðan maður hlaut tveggja mánaða
skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á lög-
reglumann sem sinnti skyldustörfum sínum í
Reykjavík. Slasaðist lögreglumaðurinn ekki en
var marinn og skrámaður eftir átökin. Annar
árásarmaður á Akureyri hlaut sama dóm fyrir
að skalla annan og nefbrjóta illa eftir dans-
leik. Fyrri maðurinn hafði aldrei áður verið
dæmdur en árásaraðilinn á Akureyri hafði sex
árum fyrr fengið hliðstæðan tveggja mánaða
skilorðsbundinn dóm vegna alvarlegs brots.
Samkvæmt almennum hegningarlögum er
dómurum heimilt að fresta fullnustu fangels-
isdóms þó skilorð sé rofið á reynslutíman-
um, eftir atvikum með breyttum skilyrðum.
Skilorðstími má ekki vera skemmri en eitt ár
og aldrei lengri en fimm ár. Segir þar einnig
að dómurum sé heimilt að nýta skilorðs-
réttinn þegar aðstæður eru metnar svo að
önnur úrræði en fangelsisdómur séu vænlegri
til árangurs enda sé broti ekki svo varið að
almannahagsmunir krefjist saksóknar.
FBL GREINING: SKILORÐSBINDING DÓMA
Heppilegra úrræði en fangelsi
HÁSKÓLAREKTOR
Kristín Ingólfsdóttir
hefur nú sett fram
metnaðrfulla stefnu
um framtíð Háskóla
Íslands.
Háskólinn er reiðubúinn
MIKIL SAMSTAÐA Deildarforsetar innan Háskóla Íslands fylgdust með þegar rektor kynnti stefnu Háskólans og gerðu góðan róm að. Stefnumörkunin var unnin í samvinnu við þá, nem-
endur og aðra starfsmenn skólans.
HÁSKÓLI ÍSLANDS Í HÓP ÞEIRRA
BESTU:
STEFNAN TIL 2011
■ Fimmfalda fjölda brautskráðra doktora
■ Auka rannsóknarvirkni og gæði rannsókna
■ Fjölga birtingum í virtum alþjóðlegum
tímaritum
■ Auka samstarf við erlenda háskóla
■ Auka sókn í samkeppnisjóði rannsókna
■ Stórefla aðstöðu til rannsókna og kennslu
■ Auka þverfræðilegar rannsóknir
■ Efla nýsköpun og tengsl við
byggðarannsóknir
■ Laða að hæfustu nemendurna
■ Ráða hæfustu kennarana
■ Efla stuðning- og gæðakerfi kennslu
■ Endurmeta og þróa námsframboð
■ Efla upplýsingatækni
■ Auka ábyrgð nemenda
■ Efla endurmenntun
■ HÍ verði skipt í nokkra skóla
■ Stjórnkerfi skólans styrkt
■ Gæðakerfi skólans efld
■ Styrkja tengsl við atvinnulíf
■ Fjarhagur endurspegli hlutverk og árangur
Rektor Háskóla íslands, Kristín Ingólfsdóttir, hefur sett
fram skýra stefnumótun til næstu ára hvernig skóla-
yfirvöld ætla sér að ná því háleita markmiði að komast í
hóp eitt hundrað bestu háskóla heims. Er stefnan unnin í
samvinnu við nær alla starfsmenn skólans auk samráðs
við fulltrúa nemenda og allnokkra aðila úr atvinnulífinu.
Fjárframlög ríkisins þurfa að aukast til muna en skólinn
mun einnig reyna að stórauka sértekjur sínar á um-
ræddu tímabili án þess að tekin verði upp skólagjöld.