Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 8
8 15. maí 2006 MÁNUDAGUR RÍKISÚTVARPIÐ Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segist hafa vitað af þeirri skoðun Halldórs Ásgríms- sonar að honum þætti Ríkis- útvarpið fjalla með einhliða hætti um virkjanamál á Austurlandi, en í viðtali við Frétta- blaðið sagði Hall- dór Ríkisútvarpið vera í ákveðinni krossferð gegn virkjanafram- kvæmdunum á Austurlandi. „Mér var kunnugt um skoð- un Halldórs á þessu máli. Ef ég skil málið rétt þá er hann að ræða um umfjöllun í einum tilteknum þætti í hljóðvarp- inu, en ekki í Ríkisútvarpinu í heild sinni,“ segir Páll. Páll telur Ríkisútvarpið geta bætt umfjöllun sína á öllum svið- um, líkt og aðrir fjölmiðlar. „Ég tel RÚV geta staðið sig betur en það gerir og það er okkar stefna að reyna eftir fremsta megni að bæta þjá þjónustu sem við erum að bjóða upp á í almannaþágu. Það á við um alla held ég, það geta allir gert betur en þeir eru að gera í dag, jafnvel forsætisráðherra sjálfur.“ Halldór Ásgrímsson sagði í við- tali við Fréttablaðið í gær að hann hafi ekki alltaf verið ánægður með Ríkisútvarpið, þar sem það væri miðill sem almenningur ætti að geta gert ríkari kröfur til. -mh Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 2 15 6 0 Nissan NOTE hefur alla kosti fjölskyldubíls og meira til: Öryggi, lipurð, kraft og þægindi. Það sem gerir NOTE að nýrri tegund fjölskyldubíls er sérhannað rými fyrir börnin, öðruvísi útlit og mikill persónuleiki. NOTE er bíll fyrir alla fjölskylduna, líka krakka með karakter! Geymsluhólf - kælir fyrir drykki - öryggispúðar - dótahólf - borð - rúmgott farangursrými Vél. Hö. Gírskipting Verð NOTE Visia 1,4 88 Beinskiptur 1.740.000 kr. NOTE Visia 1,6 110 Sjálfskiptur 1.950.000 kr. NOTE Tekna 1,6 110 Sjálfskiptur 2.090.000 kr. NISSAN NOTE NÝR FJÖLSKYLDUBÍLL FRÁ NISSAN Krakkabíll með karakter! Prófaðu Note og fáðu miða í bíó! Allir sem koma og reynsluaka nýjum NOTE fá miða á IceAge eða Hoodwinked meðan birgðir endast! 50.000 kr. kaupauki! 50.000 kr. bensínkort frá fylgir öllum nýjum Nissan bílum! LÍBÍA, AP Líbískir dómstólar hafa neitað að sleppa lausum gegn tryggingu fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og einum palest- ínskum lækni, sem eru sökuð um að hafa viljandi sýkt 426 líbísk börn af HIV-veirunni á líbísku sjúkrahúsi í misheppnaðri tilraun til að finna lækningu við eyðni. Talsmenn heimalanda fólksins segja fólkið saklaust og blóra- böggla, raunveruleg orsök þess að börnin smituðust mætti rekja til ónógs hreinlætis á sjúkrahúsinu. Fólkið var handtekið í febrúar 1999 og dæmt til dauða árið 2004, en Hæstiréttur Líbíu ákvað að taka yrði málið upp á ný. Hófust réttarhöldin á fimmtudag. Grunur leikur á að fólkið hafi verið pyntað í fangelsi og að kon- unum, sem eru nunnur, hafi verið nauðgað. - smk Nunnur fyrir rétti í Líbíu: Fá ekki lausn gegn tryggingu AP, MINNEAPOLIS Síamstvíburarnir Abbigail og Isabella Carlsen voru aðskildar með skurðaðgerð fyrir helgi. Systurnar voru í aðgerð í hartnær sjö klukkustundir. Þegar systurnar fæddust fyrir fimm mánuðum voru þær sam- vaxnar á þind, brisi og lifur ásamt því að deila gallvegi og hluta af þörmunum. Auk þess lá hluti af hjarta Isabellu í líkama systur hennar og því þurfti að færa það til. Um þrjátíu manns tóku þátt í aðgerðinni. Henni var lýst af læknum sem hverri stóraðgerð- inni á fætur annarri. Systurnar eru nú að jafna sig eftir aðgerðina í sitthvoru rúminu og eru lífslíkur þeirra taldar góðar. - jóa Fimm mánaða síamstvíburasystur í Bandaríkjunum: Voru aðskildar í sjö klukkutíma aðgerð FRÁ AÐGERÐINNI Þrjátíu læknar og hjúkr- unarfræðingar tóku þátt í aðgerðinni þar sem Abbigail og Isabella voru aðskildar. DÓMSMÁL Kristján Markús Sívars- son hefur verið dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur til eins árs fangelsisvistar vegna brots á fíkni- efnalögum. Honum var gert að greiða málsvarnarlaun. Það var í nóvember 2005 að lög- reglumenn fóru á heimili Kristjáns Markúsar til að leita föður hans. Fundu þeir hass á stofuborði í íbúð Kristjáns Markúsar, sex kannabis- búta í buxnavasa hans og í stofu- skáp, samtals rúmlega sjötíu grömm. Hann kvað vin sinn, sem hann tilgreindi, eiga efnin. Vinur- inn viðurkenndi í yfirheyrslu hjá lögreglu að eiga þau. Kristján Markús neitaði hins vegar sök. Hassið sem fannst í vasa hans útskýrði hann þannig að vinurinn hefði komið í heimsókn með hassið og þeir hefðu haft buxnaskipti. Dómurinn taldi að framburður mannanna hefði verið ruglingslegur og ótrúverður og „saga þeirra um buxnaskiptin kostuleg.“ Var vinur- inn sýknaður. Kristján Markús á að baki marg- víslegan sakaferil, líkamsárásir, meðal annars hrottalega árás við Skeljagranda, og þjófnað. Árið 2003 var hann dæmdur í fangelsi í þrjú og hálft ár. Hann var á reynslulausn þegar fíkniefnabrotið var framið og var hún dæmd upp og manninum gerð refsing í einu lagi. -jss Dæmdur í árs fangelsi fyrir að vera með fíkniefni: Annar átti buxurnar SLÖKKVISTARF „Það var gríðarlega mikið álag á slökkviliðsmönnum um helgina,“ sagði Jóhann Viggó Jónasson, aðstoðarvarðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en slökkviliðið var margsinnis kallað út vegna bruna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Um sjö leytið í gærmorgun kom upp eldur á Rauðárstíg 40 og varð íbúðin fljótt alelda. „Það var mikill eldur í íbúðinni og mikill hiti sem gerði slökkvistarf erfitt,“ sagði Jóhann. Þrír íbúar í húsinu, sem er fjöl- býlishús, voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Ljóst þykir að upptök eldsins hafi verið í stofu íbúðar á efstu hæð hússins en óljóst er hver eldsupptökin voru. Reykkafarar slökkviliðsins notuðust við hitamyndavélar við störf sín en slökkviliðið er nýbúið að fá þennan búnað. „Myndavél- arnar reyndust afar vel,“ sagði Jóhann en með þeim má greina hita og hvar líkleg eldsupptök eru. Íbúðin er mikið skemmd vegna elds, hita og reyks. Slökkviliðið var kallað að veitingastaðnum Skólabrú seint í fyrrakvöld vegna elds sem kom upp í kjallara veitingahússins, við kælitæki sem þar er. Starfsmenn staðarins voru búnir að rýma staðinn þegar slökkviliðið kom á vettvang en margt fólk var í mat á staðnum þegar eldurinn kom upp. Fjórir starfsmenn Skólabrúar voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en slökkvi- starf gekk vel fyrir sig, þrátt fyrir mikinn reyk og hita. Töluverðar skemmdir urðu á staðnum vegna reyks. Slökkviliðið var á sama tíma kallað að Álftanesskóla vegna elds í klæðningu. Ungmenni köst- uðu heimatilbúinni bensíns- prengju í skólann með þeim afleið- ingum að eldurinn læsti sig í klæðninguna. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en litlu munaði að illa færi. Slökkviliðsmenn voru útkeyrð- ir eftir helgina en slökkviliðið var kallað út 25 sinnum föstudag og laugardag vegna bruna á höfuð- borgarsvæðinu. Auk þess var slökkviliðið kallað út næstum tvö hundruð sinnum vegna sjúkra- flutninga. magnush@frettabladid.is Mikið álag á slökkviliði Sjö voru flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Slökkvilið var kallað út tuttugu og fimm sinnum. AF VETTVANGI Á RAUÐARÁRSTÍG Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast um helgina en mikið var um bruna á föstudag og laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða flokkur hefur auglýst mest í blöðum fyrir komandi sveitastjórnar- kosningar? 2Hvað er elsti íbúi Hafnarfjarðar gamall? 3Hvaða lið sigraði í úrslitaleik enska bikarsins á laugardaginn? SVÖR Á BLS. 38 PÁLL MAGNÚSSON Segir RÚV geta bætt þjónustu sína. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Gagnrýnir Ríkisútvarpið fyrir einhliða umfjöllun um virkjanamál. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Páll Magnússon segir gagnrýni forsætisráðherra ekki beinast gegn RÚV almennt: Beint að þætti í hljóðvarpi BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta, vill setja lög sem tryggja persónuleynd hluthafa í fyrirtækjum sem stunda dýrarann- sóknir. Hluthöfum í bresku lyfjafyr- irtæki hafa borist hótanir þess eðlis að nöfn og heimil- isfang þeirra yrðu sett á Netið, seldu þeir ekki hluta- bréf sín. Hótan- irnar koma frá samtökum dýraverndunarsinna. Blair segist ætla að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að ofsóknir af þessu tagi endurtaki sig. -re Blair til bjargar: Hluthöfum hótað TONY BLAIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.