Fréttablaðið - 15.05.2006, Side 2
2 15. maí 2006 MÁNUDAGUR
HNÍFSSTUNGA Í HAFNARFIRÐI Íbúar Hafn-
arfjarðar eru slegnir yfir árásinni en mörg
hafnfirsk ungmenni urðu vitni að því þegar
pilturinn var stunginn í bakið í fyrrinótt.
Félagi piltsins sem var stunginn var ekinn
niður af árásarmönnunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KOSNINGAR Samkvæmt skoðana-
könnun Gallup styrkist meirihluti
Samfylkingarinnar í bæjarstjórn í
Hafnarfirði. Samfylkingin fengi
54,6 prósent atkvæða en fékk 50,2
prósent atkvæða í kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn mældist
með 35 prósent atkvæða í könnun-
inni en hann hlaut 40,6 prósent í
síðustu kosningum.
Vinstri hreyfingin - grænt fram-
boð mældist með 6,4 prósent í könn-
uninni en í kosningunum árið 2002
fékk hún tvöfalt minna fylgi.
Framsóknarflokkurinn mældist
með 3,9 prósent en í kosningunum
fyrir fjórum árum fékk hann 6,3
prósent. - mh
Könnun í Hafnarfirði:
Samfylkingin
eykur sinn hlut
Kveikti í brettum Ölvaður karlmaður
kveikti í vörubrettum um hálfþrjú leytið
í fyrrinótt í Grafarholti. Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins var kallað til eftir að
tilkynnt hafði verið um brunann og gekk
slökkvistarf greiðlega.
LÖGREGLUFRÉTT
Með hass í bílnum Þrír piltar á
unglingsaldri voru teknir með hass í
bíl sínum skammt frá barnaleikvelli
við Suðurlandsbraut um ellefu leytið í
fyrrakvöld. Í bílnum fundust einnig tól til
neyslu. Piltarnir voru færðir á lögreglu-
stöð til skýrslutöku.
LÖGREGLUFRÉTTIR
VERÐLAUN Þjóðminjasafn Íslands
er eitt þriggja safna sem hlaut
sérstaka viðurkenningu fyrir
framúrskarandi árangur í sam-
keppni Evrópuráðs safna um safn
Evrópu árið 2006. Alls voru 60
söfn úr Evrópu tilnefnd og hlaut
Cosmo Caixa, vísindasafn í
Barcelona aðalverðlaunin.
„Þetta hefur mikla þýðingu
fyrir Þjóðminjasafnið og það er
mikill heiður að það sé nú komið í
hóp bestu safna í Evrópu,“ segir
Margrét Hallgrímsdóttir þjóð-
minjavörður.
Þjóðminjasafnið var opnað á ný
eftir breytingar árið 2004. „Þetta
er viðurkenning á því mikla upp-
byggingarstarfi sem hefur staðið
yfir,“ sagði Margrét. -bog
Þjóðminjasafn Íslands:
Eitt besta
safn í Evrópu
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Hlaut viður-
kenningu fyrir framúrskarandi árangur
í samkeppni Evrópuráðs safna um safn
Evrópu árið 2006.
BANDARÍKIN, AP Eftir að nýlega kom
í ljós að Þjóðaröryggisráð Banda-
ríkjanna, NSA, hefur haldið leyni-
legar skrár yfir innanlandssímtöl
landsmanna eftir árásirnar 11. sept-
ember 2001, hefur George W. Bush
verið gagnrýndur fyrir að hafa veitt
heimild fyrir þeim. Umræðan setur
einnig ráðningu herforingjans
Michaels Hayden í stöðu yfirmanns
CIA í voða, þar sem hann var áður
yfirmaður NSA og hafði yfirumsjón
með hlerunum.
Margir telja frama Haydens
hanga á bláþræði þar sem yfir-
heyrslur vegna málsins hefjast yfir
honum næsta fimmtudag. Þar mun
Hayden þurfa að útskýra fyrir ráði
á vegum leyniþjónustunnar af
hverju ráðist var í framkvæmd
áætlunarinnar án sérstaks dómsúr-
skurðar.
Bæði demókratar og repúblik-
anar hafa gagnrýnt eftirlitsáætlun-
ina. Rebúblikaninn Arlen Specter,
sem fer fyrir öldungadeildarnefnd
dómsmála, telur Hayden verða að
veita betri innsýn í verkefnið sem
hann hafði umsjón með.
Repúblikaninn Chuck Hagel
hefur trú á getu Haydens til að gefa
ráðinu greinargóða mynd af eftir-
litsáætluninni. Í nýlegu viðtali á
sjónvarpsstöðinni ABC segir Hagel
að einungis þurfi að sannfæra
bandarísku þjóðina um að verndun
á einkalífi þegnanna sé jafn mikil-
væg og varnir gegn hryðjuverkum.
Efast Hagel ekki um að það takist.
- re
Óljóst hvort Michael Hayden taki við stöðu yfirmanns leyniþjónustunnar:
Framinn hangir á bláþræði
Michael Hayden, til vinstri, og þingmaðurinn Ron Wyden á blaðamannafundi í Capitol Hill
síðastliðinn föstudag.
INDÓNESÍA, AP. Vísindamenn hafa í
rúman mánuð varað við að Mer-
api, eitt skæðasta eldfjall eyjunn-
ar Jövu í Indónesíu, geti gosið á
hverri stundu. Indónesísk stjórn-
völd hafa fyrirskipað íbúum
hættusvæða að flytja sig í öruggt
skjól. Flestir íbúanna hafa hlýtt
fyrirmælum stjórnvalda en aðrir
neita að láta flytja sig í burtu.
Gjósi eldfjallið má búast við
miklu sprengigosi. Líkur eru á að
sjóðandi heit vikuraska, grjót og
gas, muni eyða öllu lífi á nærliggj-
andi svæði. - re
Varað við gosi á Indónesíu:
Eldgosaspár
hunsaðar
REYKJARMÖKK LEGGUR FRÁ MERAPI
Búist er við að sprengigos hefjist í eldfjall-
inu Merapi innan skamms tíma. Enn neita
margir íbúar að yfirgefa svæðið þrátt fyrir
fyrirskipanir stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Loftslagsbreytingar. Milljónir
manna munu líða hörmungar vegna
breytinga á loftslagi. Afleiðingar af
hlýnun jarðar eru flóð, hungursneyð,
sjúkdómar og þurrkar. Kemur þetta verst
niður á fátækari þjóðum heims. Slíkt
ástand gæti leitt til óeirða. Hjálparsam-
tök hvetja iðnaðarríkin til að sporna
gegn hlýnun jarðar.
UMHVERFISMÁL
KJARAMÁL SFR, stéttarfélags í
almannaþjónustu, og forsvars-
menn Svæðiskrifstofu um málefni
fatlaðra, handsöluðu kjarasamn-
inga um átta leytið í gærkvöldi.
Samið var um launahækkanir
fyrir starfsmenn á sambýlum og
öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða.
Hækkunin nemur að meðaltali tólf
til fimmtán prósentum. Friðrik
Atlason, einn af fulltrúum SFR í
samninganefnd segir þá hækkun
standast þau markmið sem lagt var
upp með í viðræðunum. „Þetta eru
sambærileg laun og sveitarfélögin
greiða fyrir þessi störf.“
Samningar verða kynntir fyrir
trúnaðarmönnum í hádeginu í dag
og undirritaðir seinni part dags.
Fyrirhuguð setuverkföll starfs-
manna í vikunni verða rædd með
trúnaðarmönnum í dag. - jóa
Samið við starfsfólk sambýla og starfsstöðva fatlaðra. Setuverkfalli verður aflýst:
Hækka um 12 til 15 prósent
SAMNINGAR HANDSALAÐIR Fulltrúar samninganefndar SFR og Svæðiskrifstofu um málefni
fatlaðra náðu samningum í gærkvöldi. Samningar verða undirritaðir seinni partinn í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÍKAMSÁRÁS Piltur var stunginn í
bakið í Holtunum í suðurbæ Hafn-
arfjarðar um þrjú leytið í fyrri-
nótt. Hann var fluttur á bráðadeild
Landspítalans í Fossvogi. Áverkar
piltsins voru alvarlegir og var
hann fluttur af slysadeild á gjör-
gæsludeild þar sem gert var að
sárum hans.
Pilturinn missti mikið blóð en
undir morgun var hann sagður úr
lífshættu og var hann útskrifaður
af gjörgæsludeild í kjölfarið.
Félagi piltsins var ekinn niður
er árásarmennirnir fóru af vett-
vangi á bifreið sinni. Hann hlaut
ekki alvarlega áverka, en fullvíst
þykir að keyrt hafi verið á hann af
ásettu ráði.
Lögreglan í Hafnarfirði fékk
tilkynningu um árásina um þrjú
leytið og voru sjúkraflutninga-
menn þegar kallaðir til. Fjölmörg
vitni voru að árásinni en flest
þeirra voru ungmenni sem héldu
til á þeim slóðum þar sem piltarn-
ir urðu fyrir árásinni. Yfirheyrsl-
ur yfir þeim klárast á næstu
dögum.
Árásarmennirnir voru farnir af
staðnum þegar lögreglan kom á
vettvang en vitni gátu gefið lög-
reglu greinargóðar upplýsingar
um hverjir hefðu verið að verki.
Nokkru eftir árásina stöðvaði
lögreglan bifreið á Kaldárselsvegi
og handtók þrjá pilta og eru þeir
grunaðir um árásina. Sá yngsti er
sextán ára gamall en elsti nítján
ára.
Piltarnir þrír voru yfirheyrðir
í gær en að sögn Kristjáns Ó.
Guðnasonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns í Hafnarfirði, þykja
málsatvik vera skýr. Rannsókn
málsins heldur áfram í dag. „Það
liggur fyrir játning vegna stung-
unnar. Það hefur ekki enn verið
ákveðið hvort farið verður fram á
gæsluvarðhald yfir öllum mönn-
unum eða einungis þeim sem tal-
inn er eiga mesta hlutdeild að
málinu.“
magnush@frettabladid.is
Unglingur stunginn
og ekið var á annan
Piltur slasaðist alvarlega er hann var stunginn í suðurbæ Hafnarfjarðar um
þrjú leytið í fyrrinótt. Hann var fluttur á gjörgæsludeild en hann er nú úr lífs-
hættu. Maður á tvítugsaldri hefur játað að hafa stungið piltinn í bakið.
SPURNING DAGSINS
Af hverju er svona lítil eftir-
spurn eftir framboðinu ykkar,
Eysteinn?
Ætli ástæðan sé ekki sú að við höfum
ekki verið nógu duglegir að koma
skilaboðum okkar til skila.
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
fær A-listi, sameiginlegt framboð Framsókn-
arflokks og Samfylkingar í Reykjanesbæ
aðeins tvo til þrjá bæjarfulltrúa kjörna en
Sjálfstæðisflokkurinn fær að minnsta kosti
átta.
Pilts leitað Lögreglan á Húsavík,
ásamt björgunarsveitum á Norðurlandi,
leituðu að sautján ára gömlum pilti sem
fór fótgangandi frá Grímsstöðum á Fjöll-
um í fyrrinótt. Pilturinn var illa búinn.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð leit
að piltinum enn yfir.