Fréttablaðið - 15.05.2006, Side 15

Fréttablaðið - 15.05.2006, Side 15
MÁNUDAGUR 15. maí 2006 15 ELDSVOÐI Litlu mátti muna að tals- vert skóglendi yrði eldi að bráð þegar eldur varð laus í hæð ofan við Hvaleyrarvatn í landi Hafn- arfjarðar um miðjan dag í gær. Barst slökkviliði tilkynning um sinueld skömmu eftir hádeg- ið og var sendur bíll á staðinn. Strax kom í ljós að eldurinn var meiri en liðið réði við og voru því fjórir bílar til viðbótar sendir af stað. Tókst þá fljótlega að slökkva allan eld, en að sögn slökkviliðs- manna á staðnum gekk það vel eingöngu vegna þess að vart hreyfði vind. Jarðvegur á svæð- inu væri skraufþurr og mikill eldsmatur og lítið hefði verið við ráðið ef vindar hefðu blásið. Tjón varð lítið sem ekkert en á svæð- inu er allnokkur trjárækt og brann hluti trjánna í eldinum. Hafði slökkvilið lokið starfi sínu tveimur tímum eftir útkall og var bleytt vel í svæðinu í lokin ef ske kynni að glóð leyndist enn í gróðrinum. Eldsupptök eru ókunn en ekki er talið útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. - aöe Tilkynnt um sinueld í við Hvaleyrarvatn: Mildi að logn var á svæðinu FJÖLSKYLDUMÁL Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd var opnað á föstudag. Um er að ræða rannsókna- og fræðslustofnun sem verður starfrækt við félags- ráðgjafaskor Háskóla Íslands. Setrið verður vettvangur rann- sókna á sviði félagsráðgjafar er lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskyldu- málum. Forstöðumaður er Hanna Lára Steinsson. Félagsmálaráðuneyti, Barna- verndarstofa, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, Reykjavíkur- borg, þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stéttarfélag styðja rekstur setursins. - jss Háskóli Íslands: Rannsóknar- setur opnað ELDURINN SLÖKKTUR Kveikt var í sinu við Hvaleyrarvatn en vegna logns gekk slökkvistarf greiðlega.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.