Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 82
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR34 ��������������������������������������������������������������������������������� ��� ������ ����������������������������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������� �������������������������� ��� �������������� ����� ������� ���� 0-3 KR-völlur, áhorf: 3153 Jóhannes Valgeirsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–11 (3–5) Varin skot Kristján 3 – Daði 3 Horn 7–1 Aukaspyrnur fengnar 13–7 Rangstöður 4–5 0–1 Tryggvi Guðmundsson (26.) 0–2 Tryggvi Guðmundsson (38.) 0–3 Atli Viðar Björnsson (87.) KR KR 4–4–2 Kristján 5 Vigfús Arnar 5 (76. Garðar –) Pauletic 4 Gunnlaugur Jóns. 5 Gunnar Einars. 4 (56. Grétar Hjart. 5) Skúli Jón 3 (46. Guðmundur 6) Bjarnólfur 4 Kristinn Magnús. 5 Sigmundur 4 Björgólfur 4 Rógvi Jacobsen 5 FH 4–3–3 Daði 7 Freyr 7 Tommy 6 Ármann Smári 6 Guðmundur Sæv. 7 Sigurvin 7 (81. Baldur Bett –) Ásgeir Gunnar 7 Davíð Þór 6 Ólafur Páll 6 (76. Atli Viðar –) Dyring 7 (88. Atli Guðnason –) *Tryggvi 8 *Maður leiksins FH 1. deild karla: FRAM-VÍKINGUR ÓL. 0-0 KA-ÞÓR 2-0 Sveinn Jónsson, Hreinn Hringsson. STJARNAN-FJÖLNIR 1-2 sjm - Gunnar Guðmundsson, Ómar Hákonarson. 2. deild karla: SINDRI-VÖLSUNGUR 4-1 REYNIR-AFTURELDING 3-0 HUGINN-FJARÐABYGGÐ 2-1 ÍR-NJARÐVÍK 2-2 KS/LEIFTUR-SELFOSS 0-1 Ítalska A-deildin AC MILAN - AS ROMA 2-1 Kaká, Mexes - Amoroso (91.). REGGINA - JUVENTUS 0-2 Trezeguet (23.), Alessandro Del Piero (91.). Juventus tryggði sér titilinn með sigrinum. LOKASTAÐAN: JUVENTUS 37 26 10 1 69-24 88 AC MILAN 37 27 4 6 83-30 85 INTER 37 23 6 8 66-28 75 FIORENTINA 37 21 8 8 64-41 71 AS ROMA 37 19 12 6 69-40 69 LAZIO 37 15 14 8 56-47 59 ------------------------------------------------------ ASCOLI 37 8 16 13 41-52 40 CAGLIARI 37 8 14 15 40-53 38 SIENA 37 9 11 17 42-60 38 MESSINA 37 6 13 18 33-58 31 LECCE 37 6 8 23 27-56 26 TREVISO 37 2 12 23 22-55 18 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI „Þetta var einfaldlega besta byrjun sem maður gat hugs- að sér,“ sagði Atli Jóhannsson, leikmaður ÍBV, sem átti enn einn stórleikinn á Hásteinsvelli í Vest- mannaeyjum þegar Eyjamenn sigruðu Keflavík 2-1. Það sló þögn á tæplega 600 áhorfendur sem mættu til að horfa á leikinn í sól og blíðu í Eyjum þegar Simun Samuelsen kom Keflavík yfir nokkuð gegn gangi leiksins á 21. mínútu leiks- ins og reyndist mark hans vera það fyrsta í Landsbankadeildinni þetta sumarið. Eyjapeyjar voru hins vegar ákveðnari og léku ágætan fót- bolta á köflum og það skilaði þeim marki á 32. mínútu eftir að Garð- ar Örn Hinriksson, ágætur dóm- ari leiksins, dæmdi víti á Kefla- vík og Bo Henriksen skoraði örugglega úr því. Seinni hálfleikur var nokkuð kaflaskiptari en það var fyrirliði Eyjaliðsins, Páll Hjarðar, sem skoraði eina mark hálfleiksins sem reyndist verða sigurmark leiksins. Páll skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Atla Jóhannssyni. Liðin sköpuðu sér ekki mörg marktækifæri en Bald- ur Sigurðsson fékk hins vegar upplagt færi til að jafna metin á lokamínútunum en skaut yfir markið. “Við vorum ekki að spila nógu vel í dag. Við héldum boltanum ekki nógu vel og það voru allt of margar snertingar í hvert skipti sem við erum með boltann. ÍBV voru bara miklu ákveðnari og til- búnari til að taka þennan leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn nokkuð ósáttur við leik sinna manna í Eyjum. „Ég er mjög ánægður, rosa- lega ánægður. Mér fannst þetta vera góður leikur af okkar hálfu og liðið vera að spila fínan fót- bolta,“ sagði Guðlaugur Baldurs- son, þjálfari ÍBV, eftir að hafa tryggt sér fyrstu þrjú stigin í Landsbankadeildinni í sumar. „Við gerum okkur vel grein fyrir því að Keflavík er með gríðarlega gott lið, og vel mannað lið. Við vissum því að þetta yrði erfitt og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var en heilt yfir fannst mér við vera sterkara liðið.“ - jiá Eyjamenn blésu á allar hrakspár er liðið tók á móti Keflavík í Eyjum: Besta byrjun sem hægt var að hugsa sér FÓTBOLTI FH sendi í gær skýr skila- boð til annarra liða í deildinni en liðið var betra en KR á öllum svið- um knattspyrnunnar í vesturbæn- um. Leikurinn fór mjög rólega af stað og fyrsta marktækifærið leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir stundarfjórðung þegar Björgólfur Takefúsa fékk ágætis færi en skot hans sigldi framhjá markstöngun- um báðum. En Íslandsmeistararn- ir komust í gang um miðbik hálf- leiksins og Sigurvin Ólafsson átti ágætis skot sem Kristján Finn- bogason blakaði yfir áður en Tryggvi Guðmundsson braut ísinn. Guðmundur Sævarsson átti þá magnaða sendingu á Tryggva sem gerði allt rétt og FH-ingar voru komnir yfir. Rógvi Jacobsen var nálægt því að jafna metin en Daði varði skot hans í horn. Gestirnir voru í heild- ina mun frískari og skoruðu aftur sjö mínútum fyrir leikhlé, varnar- menn KR voru sofandi og aftur skoraði Tryggvi eftir sendingu frá Guðmundi en að þessu sinni með hörkuskalla. Rógvi fékk mjög gott færi til að minnka muninn eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik þegar hann var einn á auðum sjó en skallaði yfir markið. Annars var mikil deyfð yfir leik KR og FH-ingar voru með tögl og haldir. Teitur Þórðarson bætti í sóknina en það skilaði engum árangri, liðið var bitlaust fram á við og Hafnfirð- ingar réðu yfir miðsvæðinu. Seinni hálfleikur var ekki fjörlegur, FH spilaði leikinn af miklu öryggi til leiksloka og varamaðurinn Atli Viðar Björnsson innsiglaði sigur- inn og úrslitin 3-0 fyrir FH. „Þetta er frábært, við byrjuð- um á sömu nótum á síðasta ári og unnum 3-0, það er alltaf mikilvægt að byrja vel. Það er ekki slæmt að ná að halda hreinu og skora þrjú mörk á KR-vellinum. Þeir reyndu að senda langa bolta fram og treysta á hæðina á Rógva, við viss- um það og reyndum að halda bolt- anum með jörðinni. Þetta gat ekki byrjað betur og mér fannst alls ekki leiðinlegt að skora,“ sagði markamaskínan Tryggvi Guð- mundsson, glaðbeittur í leikslok. - egm FH hefur titilvörnina með stæl Íslandsmeistarar FH unnu KR enn eina ferðina í Frostaskjóli í formlegum opnunarleik Landsbankadeildar- innar. Lokatölur voru 3-0 í fjörugum leik þar sem heimamenn voru aldrei líklegir til afreka. MÖGNUÐ MAFÍA Hafnarfjarðarmafían lét vel í sér heyra á KR-vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EKKERT GEFIÐ EFTIR Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson afgreiddi KR með tveimur mörkum í gær og hann gaf heldur ekkert eftir úti á vellinum.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.