Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 69
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins í Kópavogi fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar er samhentur
hópur hæfra einstaklinga sem
láta verkin tala. Á stefnuskrá
okkar er fjárstyrkur til allra
barna á grunnskólaaldri til
íþrótta- og tómstunda því við
vitum hvað slíkt hefur mikið for-
varnargildi. Við viljum þannig
jafna tækifæri allra til að leggja
stund á íþróttir og tómstundir og
leggja heimilum lið vegna kostn-
aðar. Um leið drögum við úr brott-
falli barna úr íþróttum og tóm-
stundum. Við ætlum að auka
sjálfstæði grunn- og leikskóla og
veita foreldrum val en við viljum
að fjármagn verði látið fylgja
nemanda óháð því hvar hann
sækir skóla. Við munum tryggja
samfellt skóla- og tónmenntastarf
með sérstökum tónmenntastofum
við alla grunnskóla Kópavogs. Við
ætlum að koma upp fjölskyldu-
garði í Fossvogsdal þar sem fjöl-
skyldan getur notið samveru-
stunda í notalegu umhverfi.
Nú þegar hafa leikskólagjöld í
Kópvogi verið lækkuð um þrjátíu
prósent. Við munum jafnframt
beita okkur fyrir því að fjölskyld-
ur með fleiri en eitt barn á leik-
skólaaldri greiði aðeins gæslu
fyrir eitt barn í einu. Við viljum
tryggja stöðugt starfsmannahald á
leikskólum með því að gera aðbún-
að starfsfólks sem bestan, bæði
hvað varðar endurmenntun og
möguleika fyrir ófaglærða leið-
beinendur til að afla sér menntun-
ar. Leikskólamálin eru einn af mik-
ilvægustu málaflokkunum í
bæjarfélaginu okkar og því leggj-
um við ofurkapp á að leikskóla-
málin verði til fyrirmyndar.
Í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi í janúar sl.
lagði ég mikla áherslu á fjölskyldu-
málin og í stefnuskrá minni segir
orðrétt:
„Ég vil stuðla að auknu sjálf-
stæði skóla og leikskóla hvað varð-
ar námsefni og kennsluaðferðir.
Skólastjórnendur ættu að fá svig-
rúm til að þróa sínar aðferðir í
kennslu og þar með auka val for-
eldra um slíkt. Ég vil stuðla að
betri nýtingu skólahúsnæðis með
það að markmiði að samræma
betur tómstundir og nám.“
Æskilegt væri að íþróttir og tón-
listarnám, sérstaklega yngstu barn-
anna, gæti að einhverju leyti farið
fram innan veggja skólans áður en
vinnudegi foreldra lýkur til að börn
og foreldrar geti varið meiri tíma
saman og dregið úr því álagi sem
fylgir sífelldum akstri í lok dags.
Huga þarf sérstaklega að tómstund-
um fyrir eldri börn og unglinga.“
Þessi áhersluatriði er að finna í
stefnuskrá flokksins og sýnir það
hversu vel sjónarmið allra sjálf-
stæðismanna fá að njóta sín og
hversu samtaka við sjálfstæðis-
menn í Kópavogi erum í vinnu
okkar og stefnumótun. Sameigin-
lega höfum við sett fram öfluga
stefnuskrá sem við treystum okkur
fyllilega til að standa við. Við sjálf-
stæðismenn í Kópavogi höfum lagt
metnað okkar í að byggja upp öflugt
bæjarfélag og styrkja innviði bæj-
arins undanfarin kjörtímabil. Við
viljum áfram vera í forystu svo
tryggja megi hagsæld Kópavogs-
búa. Til þess þurfum við þitt
atkvæði.
Höfundur skipar 7. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi.
Það besta fyrir
fjölskylduna
RAGNHEIÐUR K. GUÐMUNDSDÓTTIR
MARKAÐSSTJÓRI
SKRIFAR UM FJÖLSKYLDUMÁL
MÁNUDAGUR 15. maí 2006
Frí sólgleraugu
í þínum styrkleika (gler og umgjörð) ef þú
kaupir gleraugu með styrleika hjá okkur.
Gjáin, Kópavogi • JL-húsið, Hringbraut, Reykjavík • Apótekarinn, Akureyri