Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 80

Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 80
32 15. maí 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is ������������������� ����������� ������������������������ ������������������� ������������� ���� ����������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ����������� ������������ ������������������������ ���������������������������������������������������� �������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ��������������������������������������������������� ������������������������������������������� ���������� �������������������������������������������������� �������������������������������� FORMÚLA-1 Heimsmeistarinn Fern- ando Alonso slær ekki slöku við í Formúlunni en hann vann sinn þriðja sigur á tímabilinu á heima- velli í gær. Kappaksturinn í Barcelona var ekki ýkja spenn- andi þar sem sigur Alonso var aldrei í hættu. Michael Schumacher varð annar og félagi Alonsos hjá Ren- ault, Giancarlo Fisichella náði þriðja sæti en Alonso hélt for- ystunni frá upphafi til enda. - hþh Formúla-1: Alonso vann á heimavelli SIGURSÆLL Alonso leiddist ekki á toppnum í gær. NORDICPHOTOS/AFP Framarar halda áfram að setja mikinn metnað í sumarið þrátt fyrir að vera í 1. deildinni. Nýjasti liðsmaður Fram er hinn margreyndi landsliðsmarkmaður, Birkir Kristinsson sem er orðinn mark- mannsþjálfari hjá liðinu. Birkir ákvað að leggja hanskana á hilluna eftir síðasta sumar þegar hann lék með ÍBV en er nú kominn á fornar slóðir í Safamýrinni. „Ég ætlaði mér ekkert að vera í boltan- um í sumar, en taugarnar til Fram og Ásgeir Elíasson toguðu mig bara í þetta. Ég gat ekki slitið mig frá fótboltanum, það er alltaf eitthvað sem tengir mann inn í þetta. Það er ekki áætlunin að hella mér alveg út í markmannsþjálf- unina, það er nóg að gera hjá mér á öðrum stöðum, en þetta hentaði mjög vel fyrir mig,“ sagði Birkir sem ætlar sér þó ekki að spila í sumar. „Það er ekki inni í myndinni að taka fram skóna að nýju en ég fæ aðeins að hoppa í markið á æfingum. Það er ekki hægt að hætta þessu alveg, ég er með ágætis reynslu og það er bara gaman að takast á við þetta og geta hjálpað til,“ sagði Birkir sem einnig er markmanns- þjálfari hjá íslenska lands- liðinu. Hann segir jafnframt vera mikilvægt fyrir lið að hafa reynda menn til að sjá um markmannsþjálfun. „Það er ekki spurning að það er nauðsynlegt að hafa markmannsþjálfara. Maður þekkir það utan úr heimi að það munar mjög miklu að vera með mann sem þekkir þetta út í gegn. Það gleymist oft að markmenn þurfa sérþjálfun, þeir eru ekki að gera það sama og útileikmenn, þetta er allt annar heimur hjá þeim. Sérstaklega er þetta nauðsynlegt fyrir yngri markmenn að læra strax rétta hluti. Þetta er lífsnauðsynlegt fyrir hvert lið en hefur því miður ekki þekkst mikið hér heima, en vissulega er þetta þekkt úti í heimi og hefur verið í mörg ár,“ sagði Birkir Kristinsson. BIRKIR KRISTINSSON: ORÐINN MARKMANNSÞJÁLFARI HJÁ SÍNUM GÖMLU FÉLÖGUM Í FRAM Gat ekki slitið mig frá fótboltanum FÓTBOLTI Víkingar máttu sætta sig við 0-2 tap á heimavelli gegn Fylki í gær þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum lengst af. Fylkismenn, undir stjórn Leifs Garðarssonar í fyrsta sinn í Landsbankadeildinni, nýttu sér hins vegar sofandahátt heima- manna í vörninni í síðari hálfleik og uppskáru mikilvægan sigur. Hún var ekki mikið fyrir augað, knattspyrnan sem boðið var upp á í Víkinni í gær. Það var býsna aug- ljóst að leikmenn beggja liða voru að stíga sín fyrstu skref á grasi og í fyrri hálfleik gerðist lítið mark- vert. Ekkert vantaði upp á barátt- una en fjöldi misheppnaðra send- inga sást og meirihluti skota á mark var afleitur. Með öðrum orðum: Það skein í gegn að um var að ræða fyrsta leik sumarsins. Hins vegar tók það Víkinga skemmri tíma að átta sig og það voru þeir voru beittari aðilinn í fyrri hálfleik og fram í fyrstu mínútur þess síðari. Viktor Bjarki Arnarsson var mjög sprækur gegn liðsfélögum sínum frá því í fyrra á meðan leikur Fylkis var tilviljunakenndur og miðjuspilið var slakt. Það var því gegn gangi leiksins sem að Christian Christiansen kom Fylki yfir með laglegu marki þar sem vörn Víkinga svaf á verð- inum. Eftir markið snerist leikur- inn algjörlega við og sjálfstraust Fylkismanna jókst til muna. Páll Einarsson bætti við öðru marki með góðum skalla tíu mínútum fyrir leiksok og eftir það var allur vindur úr Víkingum. „Þetta var mjög ljúft og ekki skemmdi fyrir að setja hann,“ sagði Páll, en hann átti fínan leik á miðju gestanna. „Mér fannst þetta fínn leikur og okkar skipulag gekk upp. Við vissum að Víkingar myndu berjast vel en eftir að við brutum ísinn fannst mér eins og þeir gæfust upp,“ bætti Páll við. Fyrirliði Víkings, Höskuldur Eiríksson, var samsinna andstæð- ingi sínum og sagði fyrsta markið hafa ráðið úrslitum. „Það datt þeirra megin og við það gjör- breyttist leikurinn. Hefðum við skorað fyrst þá hefðu lokatölur verið á annan veg,“ sagði Höskuldur sem stóð fyrir sínu í annars óvenju óöruggri vörn Vík- ings. „Við gerum byrjendamistök í báðum mörkunum og það er ein- faldlega ófyrirgefanlegt,“ bætti hann við. Peter Gravesen fór mikinn á kantinum hjá Fylki og gerði í því að fara í pirrurnar á Vali Úlfars- syni. „Svona spila ég bara,“ sagði Gravesen við Fréttablaðið eftir leik og glotti. „Mér finnst bara gaman að stríða andstæðingunum og ég er gjarn á að ögra þeim,“ sagði Gravesen sem annars var sáttur við sinn leik. „Þetta voru draumaúrslit og mikilvægt að byrja sumarið með sigri.“ - vig Nýliðar Víkings lutu í lægra haldi fyrir Fylki í Fossvoginum í gær: Skipti sköpum að skora fyrst MISHEPPNAÐ SKOT Viktor Bjarki Arnarsson sést hér í kapphlaupi um boltann við sam- herja sinn frá því í fyrra, Ragnar Sigurðsson. Viktor var í fínu færi en hitti boltann illa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Í lið Grindvíkinga vantaði fyrirliðann Óla Stefán Flóvents- son sem er meiddur en hjá ÍA var Þórður Guðjónsson í glæsilegum jakkafötum á hliðarlínunni. Það skapaðist lítil hætta áður en fyrsta markið í leiknum var skorað, Bjarni Guðjónsson fann þá Guðjón Heiðar Sveinsson úti á vinstri kanti, hann sendi fyrir þar sem Arnar Gunnlaugsson skallaði boltann glæsilega í stöngina og inn, óverjandi fyrir Helga Má Helgason í marki Grindavíkur. Langar sendingar heimamanna fram á franska sóknarmanninn Mounir Ahandour gengu ekki upp. Ástæða fyrir þessari dagsskipun kom þó bersýnilega í ljós á loka- mínútu fyrri hálfleiks þegar Ray Anthony Jónsson sendi eina slíka sendingu fram völlinn, Helgi Pétur Magnússon, varnarmaður ÍA, rann á vellinum og Ahandour var einn gegn Bjarka Guðmunds- syni og skoraði auðveldlega. 1-1 og allt í járnum. Ahandour var mjög frískur á framlínunni og átti vörn Skaga- manna í stökustu vandræðum með Frakkann. Hann fiskaði víta- spyrnu á 59. mínútu og kom Helgi Pétur þá aftur við sögu. Helgi tók Ahandour niður innan teigs, en Skagamenn urðu æfir vegna dóms- ins. Jóhann Þórhallsson hlustaði ekki á það og skoraði örugglega úr vítinu og staðan 2-1. Grindvíkingar vildu fá annað víti skömmu síðar og Skagamenn voru stálheppnir að Ólafur Ragn- arsson dómari var ekki á sama máli. Títtnefndur Jóhann slapp þá í gegn, sparkaði boltanum yfir Bjarka markmann sem braut á Jóhanni. Greinileg vítaspyrna en Bjarki getur prísað sig sælan yfir því að ekkert var dæmt. Heimamenn voru líklegri til að bæta við en Skagamenn að jafna leikinn. Samt sem áður skoraði varamaðurinn Ellert Jón Björns- son á 76. mínútu þegar Guðjón Heiðar sendi fyrir og Ellert skall- aði boltann örugglega í markið, staðan því 2-2. Jóhann Þórhallsson tryggði Grindvíkingum sigurinn en eftir slakt horn Bjarna Guðjónssonar sendi Ray Anthony langan bolta fram völlinn, Jóhann var einn gegn Bjarka og skoraði örugglega. Allt ætlaði um kolla að keyra í Grindavík enda þrjú stig í húsi. „Liðið sýndi frábæran karakter með því að koma til baka og stóð saman allan leikinn. Þetta er það sem koma skal, það taka allir þátt í þessu í Grindavík. Ég hafði það á tilfinningunni þegar ég fór út að skokka í morgun að þetta yrði góður dagur og það kom á dag- inn,“ sagði glaðbeittur Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur. hjalti@frettabladid.is Grunaði að þetta yrði góður dagur Skagamaðurinn Sigurður Jónsson stýrði drengjunum sínum í Grindavík til sigurs gegn sínu gamla félagi. Grindvíkingar sýndu mikinn karakter í leiknum og Jóhann Þórhallsson stimplaði sig vel inn í deildina. HVAR ER BOLTINN? Skagamaðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson og Grindvíkingurinn Eysteinn Húni Hauksson takast hér á um boltann sem þó er víðs fjarri að því er virðist. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR > Arnór á förum Handknattleiksmaðurinn Arnór Atlason hefur tekið endanlega ákvörðum um að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Mag- deburg en hann hefur legið lengi undir feldi og hallaðist að því að vera áfram hjá félaginu um tíma. „Ég er að vinna í því að fá starfslokasamn- ing. Það er ekki bjart yfir þessu og ég á greinilega ekki framtíð fyrir mér hérna,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann þarf væntanlega ekki að kvíða framtíðinni því nokkur þýsk úrvals- deildarfélög hafa þegar sýnt honum áhuga. Arnór hefur sagt nei takk við Lubbecke en hefur Grosswallstadt í biðstöðu á meðan hann fer yfir sín mál. Töpuðu í úrslitum Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu óvænt í úrslitum spænsku bikarkeppninnar í gær gegn Vallad- olid, 35-30. Ólafur skoraði þrjú mörk í leiknum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.