Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 16
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur 16 .5 01 10 7. 50 8 10 8. 68 3 KonurKarlar Erlendir ríkisborgarar 4. 46 8 Kjósa í fyrsta sinn Síðastliðinn miðvikudag var sextándi alþjóða- dagur fjölmiðlafrelsis haldinn hátíðlegur víða um heim. Samkvæmt AFP fréttastofunni eru árlega sífellt fleiri fréttamenn drepnir við vinnu sína. Árið 2002 fórust 25 fréttamenn, árið þar á eftir voru þeir 40, fyrir tveimur árum týndu 53 fréttamenn lífi og í fyrra voru 63 fréttamenn drepnir við störf sín. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hafa 16 fréttamenn farist, flestir í Írak eða alls sjö. Tveir hafa verið drepnir í Mexíkó, og í Ekvador, Venesúela, Kólombíu, Indlandi, Kína, Filippseyjum og Srí Lanka hafa samtals sjö fréttamenn farist það sem af er þessu ári. Frjálsir fjölmiðlar? Samkvæmt rannsókn á frelsi fjölmiðla í heimin- um, sem bandarísku samtökin Freedom House létu gera í tilefni dagsins, búa aðeins 17 prósent jarðarbúa í löndum þar sem fjölmiðlar njóta fulls prentfrelsis. Fjörutíu og þrjú prósent hafa eingöngu aðgang að ófrjálsum fjölmiðlum. Allir aðrir búa á einhvers konar gráu svæði, þar sem fjölmiðlar njóta skerts frelsis. Frelsi fjölmiðlanna komst í hámæli í vetur þegar Múhameðsteikningamálið svokallaða stóð sem hæst, en þá mótmætlu múslimar um allan heim skopteikningum af spámanninum sem birtar voru í Jótlandspóstinum danska og síðar í hinum ýmsu fjölmiðlum. Í hvaða löndum er ástandið verst? Í samantekt frá AP fréttastofunni um helstu atburði seinasta árs eru sex lönd talin upp þar sem frelsi fjölmiðla hefur verið skert á áberandi hátt. Þessi lönd eru Afganistan, Kúba, Írak, Nepal, Filippseyjar og Bandaríkin. Það gæti komið fólki á óvart að sjá Bandaríkin í þessum hópi, en mannréttinda- og fjölmiðlaréttindahópar víða um heim eru uggandi yfir þróuninni í Bandaríkjunum, sem lengi hafa verið talin helsta vígi tjáningarfrels- is. Það eru aðallega tvö mál sem færa Banda- ríkin á þennan lista. Bandaríski herinn hefur fangelsað fréttamenn í Írak án formlegra ákæra, og í júlí í fyrra sat bandarísk blaða- kona hjá New York Times í 85 daga í fangelsi í heimalandi sínu fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn innan bandarísku leyni- þjónustunnar. FBL-GREINING: FJÖLMIÐLAFRELSI Málfrelsi fjölmiðla víða ógnað HITABYLGJA Á INDLANDI Maður kælir sig í afrennsli í Nýju Delí á Indlandi, en mikil hitabylgja hefur gert fólki lífið leitt í norð- urhluta landsins að undanförnu og dregið tugi manna til bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Dennis McNamara, for- stöðumaður hjá Mannúð- arskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og einn helsti sérfræðingur SÞ um afleið- ingar stríðsátaka og flótta- menn í eigin landi, heim- sótti Ísland í síðustu viku og hélt fjölsóttan fyrirlestur í miðstöð Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi á fimmtudag. Sigrún María Kristinsdóttir hitti McNamara að máli eftir fyrirlesturinn. Ríkari þjóðir heims, Ísland þeirra á meðal, hafa gleymt 24 milljónum kvenna og barna. Þetta fólk hefur flosnað upp frá heimilum sínum vegna átaka í föð- urlandinu, og telst ekki til eiginlegra flóttamanna, því það hefur ekki flúið yfir landamæri. Samt sem áður eru uppflosnaðir í heiminum nær þrisvar sinnum fjöl- mennari en flóttamenn og staða þeirra er oft mun ótryggari en flóttamanna, að sögn Dennis McNamara, forstöðumanns hjá Mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og sérstaks ráðgjafa um málefni flóttamanna í eigin landi. Fólkið, sem flest er í Afríku, situr fast í eins konar einskismanns landi, þar sem sá aðili sem helst ætti að vernda það, ríkisstjórn lands þeirra, hefur brugðist og stendur jafnvel á bak við árásirnar á þessa þegna sína. Sérfræðingar SÞ telja að hvergi hafi alþjóðasamfélagið brugðist eins illilega eins og í því að vernda þessa almennu borgara sem lenda í hring- iðu átaka, hvort sem það er í Súdan, Palestínu eða Írak. En hvað er hægt að gera? Hvern- ig getur alþjóðasamfélagið brugðist við ofsóknum, þjóðernishreinsunum og stríðsátökum innan landamæra sjálfstæðra ríkja? „Vandinn liggur í að vernda borg- ara ákveðins ríkis gegn atburðum innan þessa sama ríkis,“ sagði McNamara sem hefur starfað á flestum átakasvæðum heimsins síð- ustu árin, meðal annars í Írak, Kos- ovo, fyrrverandi Júgóslavíu, Aust- ur-Tímor og Kambódíu, og aðstoðaði jafnframt við að koma fyrstu Víet- nömunum til Íslands á áttunda ára- tugnum. „Þó okkur geti þótt Afríka afar langt í burtu þegar við sitjum hér á þessari fallegu eyju sem Ísland er, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að þetta fólk skiptir okkur gríðarlegu máli. Ekki bara þjáning þess, sem auðvitað ætti að nægja út af fyrir sig, heldur hefur ástandið í Afríku líka fjárhagsleg og stjórn- málaleg áhrif á okkur Vesturlanda- búa,“ sagði McNamara. „Ríka norðrið hefur aldrei verið jafn auð- ugt, og fátæka suðrið aldrei jafn snautt, svo að sjálfsögðu reynir þetta fólk að flytja norður. Það hafa bara fæstir efni á miðanum. Vandi fólksins hverfur ekkert því hann getur ekki horfið.“ Vandi uppflosnaðra Hingað til hefur hjálpin helst borist vegna sveiflukenndrar athygli rokk- stjarna og kvikmyndaleikara, sem og árstíðabundinna safnana, og þó að safnanir skili auðvitað sínu þá þarf mun meira til að leysa vanda uppflosnaðra. Einfaldar matargjafir duga engan veginn til. Hjálpin verður að vera til langs tíma og vera víðtækari en hingað til hefur þótt duga. „Það er ekki nóg bara að gefa á jólunum,“ sagði McNamara. „Við verðum að líta á ástæður átak- anna.“ Víðtækt atvinnuleysi, landbúnað- ur sem lagður hefur verið í rúst, lamað skóla- og heilbrigðiskerfi, og gríðarleg fátækt, allt eykur þetta á vanda uppflosnaðra og er viðvar- andi löngu eftir að hinir heppnu snúa aftur heim. Styrkur kvenna McNamara telur að konur séu und- irstaðan fyrir varanlegum friði í hinum ýmsu ríkjum Afríku. „Það eru oft- ast karlar sem hefja og há stríð- in, en konur og börn þjást vegna afleiðinganna. Þess vegna held ég að við verðum að líta til kvennanna, svo hægt sé að hjálpa þessu fólki að ná jafnvægi á ný.“ Til dæmis kæmi til greina að styðja afrískar konur við að útrýma byssum og stöðva vopnaframleiðslu vestrænna ríkja í Afríku. „Við útvegum þessar byssur,“ sagði McNamara, og bætti við að byssur væru í eigu fátækustu drengja á skólaaldri í fjölmörgum ríkjum Afr- íku því lítið sem ekkert eftirlit er haft með dreifingu þeirra. Sumir hafa reynt að leysa vand- ann með því að stinga upp á að rík- ari lönd ættu að gefa fátækari þjóð- um eftir skuldir sínar. Þó þessi lausn hefði sitt að segja, þá er líklegt að ung móðir sem snýr aftur heim til Suður-Súdan með börn sín finni lítið fyrir minnkandi skuldastöðu þjóðar sinnar. „Hún yrði líklega mun áhuga- samari um hvernig hægt væri að stöðva vopnaflæðið, hvernig hún eigi að ná landi sínu aftur, og hvort hún geti selt uppskeruna á mark- aðnum. Þetta eru frumskilyrði fyrir því að hún geti snúið aftur í öryggi og framfleytt sér og börnum sínum,“ sagði McNamara. Skylda fjölmiðla Fjölmiðlar verða auk þess að fjalla oftar og meira um þessi mál, ekki bara þegar rokkstjarna fær áhuga á þeim, að sögn McNamara, og hið sama gildir auðvitað um ríkisstjórn- ir annarra landa, þar með talið ríkis- stjórn litla Íslands, „sem hefur ákaf- lega veigamikla rödd innan Sameinuðu þjóðanna“. „Þó er þetta vandasamt mál og ber að gæta þess að grípa ekki fram fyrir hendurnar á þjóðunum sjálf- um við endurbyggingu landanna,“ ítrekaði McNamara. Hann benti auk þess á að fjöl- miðlar og alþjóðasamfélagið gætu rannsakað hver græðir á hverju stríði fyrir sig. „Það eru ekki bara stríðsherrar svæðanna, heldur eru það allt of oft byssuframleiðendur, þar með taldar ríkisstjórnir stórra landa, eðal- steinaframleiðendur, fólkssmyglar- ar og olíurisarnir,“ sagði McNam- ara. „Margir þeirra, ef ekki flestir, eru búsettir á Vesturlöndum og tengjast ríkisstjórnum landa sem senda hjálp.“ Verk Íslendinga Sú staðreynd að Íslendingar hafa á rúmlega hálfri öld hafist upp úr sárri fátækt og orðið ein ríkasta þjóð Evrópu, sýnir hversu vel þjóð- um getur tekist til með örlítilli aðstoð, benti McNamara á. Íslendingar hafa lofað ýmissi mannúðaraðstoð og staðið við sumt. Til dæmis höfum við skrifað undir alþjóðasáttmála og lofað að greiða 0,7 prósent af þjóðartekjum okkar til mannúðarstarfa, en enn sem komið er gefum við ekki nema 0,21 prósent. Frændur okkar Norðmenn hins vegar gefa mun meira en sín 0,7 prósent, að sögn McNamara. Auk þessa skrifuðu Íslendingar, ásamt öllum aðildarlöndum SÞ, alls 191 ríki, undir samning í september síðastliðnum þar sem ríkisstjórnir landanna lofa að vernda borgara sína og takist stjórn einstaks lands það ekki, þá beri alþjóðasamfélag- inu að tryggja öryggi hins almenna borgara. En enn hefur ekki reynt á þennan sáttmála. Venjulegir Íslendingar hafa líka ýmis úrræði til að stuðla að friði í heiminum. „Í fyrsta lagi verður fólk að gera sér grein fyrir því að þessi mál snerta líf okkar allra, og það er ekki bara hægt að ýta þeim frá sér og gleyma þeim,“ sagði McNamara. „Burtséð frá þjáningu fólksins, sem ekki má líta fram hjá, þá hefur þetta líka áhrif á stjórnmál landa og öryggismál, sem ekki er hægt að gleyma.“ Íslendingar þurfa að standa með ríkisstjórninni í stuðningi hennar við mannúðaraðstoð og minna for- ráðamenn á mikilvægi þessara mála, svo öll sú upphæð sem við höfum lofað renni sem allra fyrst til mannúðaraðstoðar. „Lítið land eins og Ísland getur ef til vill ekki gert margt, en rödd ykkar er mikilvæg, þið getið lagt margt fram. Þið getið gefið fjár- muni, þið getið veitt aðstoð og síðast en ekki síst, þið getið vakið pólitíska athygli á þörfinni á mannúðaraðstoð í heiminum,“ sagði McNamara. Landflótta í eigin landi FLÓTTAFÓLK Öldruð sómalísk kona gengur fram hjá hrófatildrum í Maslah-búðunum í Wajid, um 340 kílómetrum vestan Mógadisjú, höfuðborgar Sómalíu. Um átta þúsund uppflosnaðir Sómalar búa í búðunum, en þeir hafa hrakist þangað undan illskeyttum og langvinnum innanlandsátökum. NORDICPHOTOS/AFP DENNIS MCNAMARA Svona erum við > kjósendur á kjörskrá í sveitarstjórnar- kosningunum 27. maí 21 6 .1 91 Alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.