Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 20
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR20 Réttu tækin í þrifin Nilfisk-ALTO háþrýstidælur á tilboðsverði Bjarnþór Þorláksson bílstjóri RV Tilboðið gildir út maí 2006 eða meðan birgðir endast. R V 62 06 A Nilfisk-ALTO C 100 Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 440 l/klst. 6.888 kr. Nilfisk-ALTO E 140 X-TRA Þrýstingur: 140 bör Vatnsmagn: 500 l/klst. 26.888 kr. Nilfisk-ALTO P 150 X-TRA Þrýstingur: 150 bör Vatnsmagn: 610 l/klst. 48.888 kr. Vort ilboð RV Nilfis k-AL TO h áþrýs tidæ lur Sæl Sigurbjörg og þakka þér til- skrifið í Fréttablaðinu þann 5. maí síðastliðinn, þar sem þú vekur athygli á opnuauglýsingu í blöðum þann 1. maí. Þar eru dregnir fram ýmsir áfangar í baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar á þeim 90 árum sem liðin eru frá stofnun Alþýðu- sambandsins. Í greininni er óskað skjótra svara og afdráttarlausra við spurningum sem fram eru settar. Nú er það svo, að í greininni er ein setning sem hægt er að líta á sem spurningu - svohljóðandi: Ég velti því fyrir mér hvaða tilgangi slík tilhæfulaus auglýsing þjóni? Mér er ljúft að svara þessari spurn- ingu. Auglýsingin þjónar þeim til- gangi, að rifja upp ýmsa af þeim áföngum sem náðst hafa í verka- lýðsbaráttunni frá stofnun Alþýðu- sambandsins og leggja grunn að þeim lífskjörum sem íslenskt launafólk býr við í dag. Ég er þér ósammála um að auglýsingin sé tilhæfulaus og get ekki brugðist við þeirri fullyrðingu efnislega með öðrum hætti. Baráttan fyrir launajafnrétti Varðandi tilefnið, þá er rétt að rifja upp það sem í auglýsingunni stendur – orðrétt: 1948 „Jöfn laun fyrir sömu vinnu!“ Fyrsta frum- varpið um jafnrétti kynjanna í launamálum er lagt fram. Frum- varpið fæst ekki samþykkt fyrr en árið 1962.“ Það er tæpast hægt að túlka þetta með þeim hætti að í auglýsingunni sé fullyrt að launa- jafnrétti hafi komist á með því einu að þetta frumvarp Hannibals heitins Valdimarssonar væri flutt á Alþingi. Því miður. Það breytir þó ekki því, að með þessu komst málið á dagskrá á Alþingi og Hannibal flutti það einum fimm sinnum áður en það var samþykkt árið 1962, eins og segir í auglýs- ingunni. Þegar þetta var, höfðu heildarsamtök launafólks krafist jafnra launa kvenna og karla, raunar allt frá fyrstu árunum. Þarf meira til Það vitum við síðan bæði, að það er ekki heldur nóg að frumvarpið hafi verið samþykkt. Ég tek heils- hugar undir það með þér, að launa- munur kynjanna sé ein af stærstu félagslegu meinsemdunum í íslensku samfélagi og að fram- sækin verkalýðshreyfing skuli hafa útrýmingu launamunar kynj- anna sem forgangsverkefni. Um þetta eru félagsmenn í verkalýðs- hreyfingunni sammála. Þó svo ýmislegt hafi áunnist í þessari baráttu, er alltof langt í land í jafnréttismálunum til að við verði unað. Það er ekki síst þess vegna sem Alþýðusambandið ákvað á ársfundi sínum fyrir tveimur árum að setja enn meiri þunga í jafnréttismálin Við réðum starfs- mann til að sinna þessum málum í kjölfarið og samþykktum sér- staka jafnréttisáætlun á síðasta ársfundi. fyrir sambandið. Ég vænti mikils af þessu starfi og heiti á félaga í verkalýðshreyfing- unni að leggjast á árarnar við að útrýma því misrétti sem launa- munur kynjanna er. Þá munum við geta sagt Jöfn laun fyrir sömu vinnu! án þess að útskýra það frekar. Með góðum kveðjum. Svar við opnu bréfi UMRÆÐAN LAUNAMUNUR GRÉTAR ÞORSTEINSSON FORSETI ASÍ Um daginn las ég grein í Frétta- blaðinu eftir einn af ofurhugum stjórnmálaumræðunnar á vinstri kantinum þar sem hann reynir að spæla postula frjálshyggjunnar. Höfundurinn tilheyrir stjórnmála- flokki sem kemst næst því á Íslandi að hafa á sér yfirbragð grasrótarhreyfingar; hugsjónir og kennisetningar ráða oftar för á meðan skynsemi, af því tagi sem greiðir fyrir samstarf, er síður áberandi. Eldmóður þeirra og ein- urð er ósjaldan lofuð, jafnvel af hægrimönnum, en oftar eru þeir gagnrýndir fyrir andstöðu í málum, jafnvel harðast af pólit- ískum skyldmennum. Í grein sinni gagnrýnir höfund- ur frjálshyggjumenn fyrir að vera ekki nægilega hreinir í trúnni og lætur að því liggja að fræðimenn á borð við Adam Smith hafi vaðið villu og reyk. Af því að höfundur- inn ber enn steinbarn sósíalism- ans undir belti áttar hann sig ekki á því að frjálslyndir menn láta ekki stjórnmálaskoðanir sínar verða að trúarbrögðum. Úr herbúðum stjórnlyndisafl- anna berast gjarnan bölspár og yfirlýsingar um hvað borgurunum er fyrir bestu. Þrátt fyrir að þessi viðleitni þeirra sé stundum verð- launuð í skoðanakönnunum, hefur þeim ekki tekist að umbreyta hug- sjónum sínum í stjórnmálaskoðan- ir sem eiga upp á pallborðið hjá þorra almennings, t.d. með sam- starfi við félagshyggjuöfl, sem hafa meðtekið kosti markaðshag- kerfisins. Ólíkt frjálshyggjumönn- um, sem líður bærilega í samstarfi við ýmis önnur borgaraleg öfl, tekst þessum pólitísku eldhugum iðulega að einangra sig í stjórn- málum. Höfundurinn reynir að bregða upp þversögnum af helstu kenni- setningu markaðshagkerfisins en einnig af ósamræmi opinberra afskipta af hinni s.k. ósýnilegu hönd. Flestir átta sig á því að við- skipti á markaði eru ekki fullkom- ið ferli. Þau eru málamiðlun ólíkra sjónarmiða, þarfa og væntinga og þegar best lætur ganga menn sátt- ir frá borði en öðrum stundum ekki. Flestir skilja að til þess að ná árangri í viðskiptum þarf að mæta þörfum fólks. Báðir aðilar geta því hagnast, nokkuð sem margir á vinstri vængnum eiga erfitt með að skilja. Markaðshagkerfið býr því m.a. til ríkt fólk vegna þess að það nær árangri í viðskiptum. Maður skyldi ætla að menn stjórnlyndisins, eins og aðrir menn, átti sig á þessum sannind- um og í viðleitni sinni til þess að sameina öreiga þjóðanna hafi þeir ekki það markmið að allir verði jafn miklir öreigar – eða halda menn því enn fram að til sé sósíal- ismi sem framkalli jafnrétti og bræðralag, svo fremi menn stígi önnur skref en hafa verið stigin fram að þessu? Þekkt er að vel- gengni og ríkidómur og ósætti við úrslit skapi öfund og ósætti. Þrátt fyrir að öfundin sé öflug tilfinning og snerti okkur öll eru flestir þess umkomnir að láta hana ekki stjórna lífi sínu, alltjent ekki að því marki að reisa hugmynda- fræðileg virki utan um hana, n.k. andans berlínarmúra sem eru svo fullkomlega óskiljanlegir á okkar dögum. Frjálslyndir menn vita sem er að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ófriður ríki ekki. Í stjórnmálum, sem annars staðar, takast á hugmyndir og stefnur og stundum verða menn undir í þeirri baráttu. Frjálshyggjumenn, þrátt fyrir trú sína á hagkvæmni frjálsra viðskipta, viðurkenna vægi annarra sjónarmiða og frjálslyndir menn átta sig á gildi og nauðsyn skattheimtu til þess að tryggja velferð og öryggi borg- aranna. Málið snýst ekki um hvort, heldur hve mikið við notum laga- verkið til þess að tryggja öryggi og velferð, jafnvel þrátt fyrir að trufla gangverk markaðsaflanna. Greinarhöfundur telur þetta fela í sér ósættanleg sjónarmið eða þversagnir á meðan frjálslyndir menn átta sig á því að regluverkið er þjónn okkar en ekki herra. Það er gott að halda því til haga að til eru þeir sem hafa ofurtrú á markaðsöflunum, jafnvel að því marki að mennirnir eigi að þjóna gangverkinu en ekki öfugt. Þó verður að segjast að markaðurinn, í sinni sjálfsprottnu mynd (að mestu), er mun hollari húsbóndi en ýmis mannanna regluverk. Bent hefur verið á að með frjáls- um viðskiptum verður til verka- skipting þar sem einstaklingar fá notið sín í stað þess að vera skipað í störf eða bása í gegnum erfðir eða af yfirvöldum. Það er affara- sælast hverju samfélagi að not- færa sér innbyggða krafta mark- aðshagkerfisins og standa vörð um þau lýðréttindi sem gera mönnum kleift að taka þátt í því. Þetta lýsir inntaki frjálshyggjunn- ar og er til marks um málstað frjálslyndra manna sem kjósa að semja um hlutina í stað þess að predika boð og bönn. Sérhver heilbrigður maður vill ráða eigin för og það er í okkar verkahring að tryggja að svo megi verða. Með aukinni hagsæld tryggjum við aukna velferð enda stendur hið borgaralega samfélag vörð um viðskiptafrelsið sem segja má að sé það eldsneyti sem fyrirtækingreiða fyrir í formi skatta. Stjórnlyndinu verðum við að setja skorður, jafnframt því að verja okkar minnstu samferðar- menn. Það gerum við ekki nema með því að berjast fyrir réttindum einstaklingsins, með öllum þeim málamiðlunum sem það felur í sér, en byrgja okkur ekki inni í fíla- beinsturni stjórnlyndisins. Vindhögg stjórnlyndis UMRÆÐAN STJÓRNMÁL ÓLAFUR ALS Frjálslyndir menn vita sem er að málamiðlanir eru nauðsyn- legar til þess að ófriður ríki ekki. Í stjórnmálum, sem ann- ars staðar, takast á hugmyndir og stefnur og stundum verða menn undir í þeirri baráttu. Eins og fram kom í grein minni í Fréttablaðinu á dögunum glötuð- ust kr. 21.181.411 af kr. 29.899.167 umreiknað til verðlags í apríl 2006, sem voru í sparisjóðsbók 1. janúar 1973. Þessi verðbólguþjófnaður gerðist á aðeins sex árum, frá 1/1 1973-1/1 1979. Verðbólgan á tíma- bilinu var 606,68 % = margf.- stuð- ull 7,0668. Verðbólgan 1979 var 54,64%, 1980 52,59%, 1981 47,57%, 1982 60,53% og 1983 73,36%. Á næstu 8 árum var verðbólgan líka allt of mikil, og aftur t.d. 8,61% árið 2001. Ófyrirsjáanlega mikil verðbólga er það sem er svona „öðruvísi“ á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þar segja stjórnvöld af sér en ekki hér. Mikið væri gott að ná efnahags- umræðunni á Alþingi út úr ruglinu og ósannindunum og að geta fleygt út af Alþingi Lúðríkunum tólf og öðrum gróðapungum sem hata verðtryggingu og sem ekkert þykjast vita um verðtryggðu lánin í Danmörku, Svíþjóð, Englandi né Bandaríkjunum. Íslendingar vilja eiga möguleika á verðtryggðum innlánum í sparisjóðsbókum svo að hægt sé að kenna íslenskum börnum að spara í stað þess að kenna börnunum að yfirvöldin steli mestöllu sparifé fólks til að gefa það gróðapungum og skulda- kóngum sem borga vexti langt undir verðbólgu og sem borga enga verðtryggingu. Skuldakóng- arnir réttlæta spillinguna með kaffibrandaranum frá Brasilíu þótt þeir viti að verðhækkanir minnki verðmæti hverrar einustu krónu. Yrði verðtrygging bönnuð á Íslandi einu landa gæti slík spill- ing komið aftur því að næsta krafa skuldakónganna yrði þá væntan- lega sú að sett yrðu aftur lög um hámarksvexti, óháð verðbólgu. Þeir myndu varla sætta sig við þá himinháu vexti sem nú eru á óverðtryggðum útlánum. Slíkir vextir myndu eyðileggja hagnað- inn. Flestir íslenskir lántakendur vilja ekki óverðtryggð útlán því að þau hafa nú á tímum annaðhvort himinháa vexti eða gengisáhættu. Flestir vilja verðtryggð jafn- greiðslulán. Þá greiða þeir jafn- hátt verðmæti á sérhverjum gjald- daga allan lánstímann. Við lántöku fá þeir strax að vita hve hátt það verðmæti er í krónum á þeim tímapunkti. Á langtímaskuldbind- ingum í verðbólgu er það endur- greiðsluverðmætið en ekki endur- greidd krónutala sem skiptir máli. Það virðast sumir aldrei skilja. Sé lán óverðtryggt veit lántakandinn hinsvegar ekkert hvaða verðmæti hann þarf að endurgreiða. Því meiri sem verðbólgan verður því minna verðmæti mun hann greiða til baka. Hann hagnast á sem mestri verðbólgu. Kauphækkanir eru oftast meiri en verðbólgan eða jafn miklar og verðbólgan til langs tíma litið. Annars myndu allir um síðir deyja úr hungri. En allar hækkanir á greiðslum af verðtryggðum útlán- unum eru alltaf alveg nákvæm- lega jafn miklar og verðbólgan á lánstímanum, hvorki meiri né minni. Allar greiðslur af verð- tryggðum jafngreiðslulánum eru því sama eða svipað hlutfall af launum. Það er lykilatriði og er þægilegast fyrir lántakandann. Þegar lánstímanum lýkur hefur hann greitt sama verðmæti til baka og hann fékk að láni, auk vaxtanna. Það kalla ég sann- gjarnt. Verði evran tekin upp sem lög- mætur gjaldmiðill þá verður verð- trygging almennra lána óþörf eftir nokkurn aðlögunartíma þegar sæmilegt jafnvægi hefur náðst. Tenging krónu við evru dugar ekki, þá tengingu má hvenær sem er slíta með lagasetningu. Nota verður sjálfa evruna. Þótt verð- bólgan á Íslandi geti þá hugsan- lega orðið meiri í stuttan tíma verður hún til lengdar eins og í siðmenntuðum löndum sem nota evru. Það ræðst af kaupmætti evrunnar í þeim löndum. Skuldakóngar vilja sparifé fólks UMRÆÐAN VERÐTRYGGING CARL J. EIRÍKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.