Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 18
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Viltu fá frambjóðendur í heimsókn? Á þessu kjörtímabili hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík farið í vel á þriðja hundrað heimsóknir til vinnustaða, fyrirtækja, skóla, stofnana og félagasamtaka. Þessar heimsóknir halda nú áfram daglega fram að kosningum. Hafið samband í síma 5151777 eða sendið póst á disa@xd.is TÍMI TIL AÐ HITTAST betriborg.is Trúlega er það svo að flestir eru nú sannfærðir um að und-irstöður þjóðarbúskaparins séu traustar. Aukheldur eru flestar efasemdarraddir um íslensku bankana þagnaðar. Þetta á að meira eða minna leyti við bæði erlenda markaði og heimamarkaðinn. Eftir óróleika á fjármálamörkuðum síðustu vikur má segja að viðbrögð forystumanna bankanna og Seðlabankans hafi skil- að árangri. Flestir gera sér einnig grein fyrir að það var staðan fyrir óróleikann sem var í ójafnvægi og núverandi horf þjóðar- búskaparins rímar betur við raunveruleikann. En björninn er ekki unninn. Enn eru ýmsar efasemdir uppi. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort unnt reynist að tryggja stöðugleika í þjóðarbúskapnum á ný. Í því samhengi sýnist stærsta hættan sem framundan er snúast um það hvort tíma- bundin verðbólga vegna aðlögunar að raunverulegum aðstæðum í þjóðarbúskapnum verður varanleg. Það þarf ekki að gerast en getur gerst. Víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds gætu leitt til slíkrar niðurstöðu. Það yrði mjög alvarlegt fyrir afkomu bæði heimil- anna í landinu og fyrirtækjanna. Stóra álitamálið er einfaldlega þetta: Er unnt að koma í veg fyrir að svo fari? Við því er ekkert einfalt svar. Ástæðan er sú að svarið liggur í ákvörðunum margra. Eftir hálft ár standa aðilar vinnumarkaðarins frammi fyrir endurskoðun kjarasamninga. Í síðasta lagi þá verður ljóst hvort hættan á nýju víxlhækkunarferli líður hjá eða verður að raun- verulegum varanlegum vanda. Alþýðusambandið sendi frá sér býsna alvarlega aðvörun fyrir síðustu helgi einmitt vegna þessara aðstæðna sem við blasa. Skilaboð heildarsamtaka launafólks í landinu verða ekki mis- skilin. Þau sýnast ekki hafa nægjanlega trú á raunverulegum vilja stjórnvalda til þess að viðhalda stöðugleikanum. Er það réttmætt umkvörtunarefni? Að ýmsu leyti er það svo. Það eru fleiri sem hafa kallað eftir meira aðhaldi. Formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur til að mynda nýlega í viðtali við þetta blað kallað með óbeinum hætti eftir virkari aðhaldsað- gerðum af hálfu stjórnvalda. Ríkisstjórnin þarf að efla trú manna og traust á því að hún sé þess albúin að gera það sem þarf til þess að varðveita stöðug- leikann. Of seint er að gera það í haust. Stundin er núna. Ein er sú ráðstöfun sem auðvelt ætti að vera að verja út frá öllum almennum stjórnmálalegum forsendum. Hún er sú að fresta ráðstöfun á þeim afgangi símapeninganna sem áformað er að renni á næstu árum til margra þarfra fram- kvæmda. Þeim peningum er betur ráðstafað nú í sparnað og þá ef til vill fyrst og fremst til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn. Þó að almenningur hafi margvíslegan hag af þeim fram- kvæmdum sem til stendur að setja af stað fyrir þessa peninga getur engum blandast hugur um að öllum, bæði fólki og fyrir- tækjum, gagnast hitt betur eins og málum er komið að þessir fjármunir fari nú í sparnað. Svo vel vill til að ríkisstjórnin hefur ákveðið að Alþingi komi aftur saman til funda í lok mánaðarins. Ekkert getur verið mik- ilvægara en að nota þann tíma til þess að ræða og taka ákvarðan- ir sem líklegar eru til að búa til það traust sem hlýtur að vera forsenda fyrir skynsamlegum samtölum samtaka launþega og atvinnurekenda á haustdögum. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Efnahagslegur stöðugleiki. Að spara símapeningana Eitt meginmál þessara kosninga í Hafnarfirði snýst um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Við vinstri græn erum andsnúin því að Alcan í Straumsvík fái leyfi til stækkunnar og þar af leiðandi eini stjórnmálaflokkurinn sem tekur skýra afstöðu gegn stækk- uninni. Það er mikilvægt að Hafnfirð- ingar gangi ekki til þessara kosn- inga með bundið fyrir augu, eyru, munn og nef í álversmálinu. Við þurfum að opna augun fyrir áhrif- um stækkunar á umhverfið og náttúruna, við þurfum að hlusta á rökin með og á móti, við þurfum að taka þátt í umræðum um málið og við þurfum að finna fnykinn af tilraunum til að þagga málið niður. Fyrir síðustu sveita- og bæjar- stjórnarkosningar, árið 2002, varð frambjóðendum í Hafnarfirði tíð- rætt um íbúalýðræði og hversu mikilvægt það væri að rödd íbúa fengi að heyrast þegar teknar væru mikilvægar ákvarðanir sem snertu umhverfið og samfélagið. Þáverandi minnihluti og núver- andi meirihluti í bæjarstjórn, Samfylkingin, lagði sérstaka áherslu á þetta og talaði um að standa þyrfti vörð um lýðræðis- legan rétt til áhrifa. Því þarf ekki að koma á óvart að á kynningar- fundi deiliskipulags vegna stækk- unar álversins í Straumsvík sl. sumar lofaði bæjarstjóri fundi um áhrif álversstækkunarinnar. Sá fundur hefur enn ekki verið hald- inn, þrátt fyrir að nærri því ár sé liðið frá kynningarfundinum. Samfylkingin hefur reynt að telja bæjarbúum trú um að hún taki ekki afstöðu til stækkunar álversins. Hún hefur reynt að kaupa sér frest fram yfir bæjar- stjórnarkosningar með því að flagga mögulegri kosningu um álverið þegar og ef þetta og hitt er komið í ljós. Staðreyndin er hins vegar sú að Samfylkingin seldi Alcan land fyrir fyrirhugaða stækkun. Á þann hátt hefur Sam- fylkingin gefið samþykki sitt fyrir stækkun álversins. Við vinstri græn viljum sjá til þess að íbúðarlýðræði sé virt og að öll sjónarmið fái að njóta sín í umræðu um stækkun álvers í Straumsvík. Höfundur er í 1. sæti vinstri grænna í Hafnarfirði. Hreinar línur - líka um stækkun álvers UMRÆÐAN ÁLVER Í STRAUMSVÍK GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Landið er fagurt og frítt og fann- hvítir jöklanna tindar. Svo hefur verið um langt skeið skilst mér. Skáldin spöruðu í það minnsta ekki lýsingarorðin hér áður, sér- staklega ekki þau sem sigldu burt og gleymdu sulti og vosbúð, drukku öl og létu sig svo dreyma um lambagrasið ljúfa, sólskríkj- una og Þórsmörkina. Okkar þjóð- arstolt um aldirnar er náttúrufeg- urðin, fornkapparnir og sagnahefðin. Af þessu höfum við hreykt okkur í tíma og ótíma. Í seinni tíð hafa svo bæst við fegurstu konurnar, sterkustu karl- arnir og ég man ekki hvað það þriðja var, trúlega besti fiskurinn. Hvort við bætist besta álið verður að koma í ljós. Þetta hafa allir þjóðhöfðingjar sem heimsótt hafa landið fengið að heyra, sumir oft og mörgum sinnum. Það hefur ekki farið á milli mála að Margrét Þórhildur Danadrottning er löngu búin að fá sig fullsadda af þessum þjóðremburæðum okkar manna. Oft hefur hún mátt norpa í norð- angarra á útihátíðum sem við höldum í öllum veðrum, hlusta á forseta vora æpa á móti vindi og vatnselg hvað Gunnar á Hlíðar- enda hoppaði hátt. Drottningin gegnblá og dauðleið hefur varla getað kveikt sér í rettu á meðan sýndir eru í gleðivímu þjóðdansar og glíma. Við vitum að frændum okkar og vinum í Danmörku hefur ekki fundist sérstaklega mikið til okkar koma, þó sárt sé til að hugsa. Þetta hljótum við að viðurkenna í okkar innsta hring. Hver þekkir ekki til dæmis að betra er að bregða fyrir sig ensku í verslun- um í kóngsins Köben svona til sykkersheita upp á sörvisin. En nú er öldin önnur, Íslending- ar eru nefnilega búnir að kaupa Danmörku. Vinir okkar og frænd- ur þar standa agndofa. Landinn er farinn að fíla sig vel í Bónusbúð- unum í Köben. Jeg snakkede dansk þegar ég var þar fyrir stuttu. Dauflegur karl á mínum aldri afgreiddi mig og spurði: „Ertu finnsk?“ „Nei, ég er af Hlíðar- endaætt,“ sagði ég. „Allt svo fra Island.“ Breytingin á einum manni! Hann horfði á mig upp úr og niður úr, sem tók fljótt af því ég er stutt í annan endann eins frændi frá Hlíðarenda. Hann mændi á mig með þvílíkri aðdáun, mér fannst eins og af mér drypi smjör af hverjum fingri og gull helltist niður úr pilsfaldinum. Satt að segja ætlaði ég ekki að losna við hann. Hann sýndi mér alla króka og kima og spurði mig bæði um Jóhannesson og Grímsson. Ég sagði honum sem var að nú gæti ég ekki stoppað lengur, því ég væri að fara til Kristjánborgar- hallar. Hann hélt á brókinni sem ég keypti niður alla rúllustigana og kvaddi mig ekki fyrr en á fortovinu, en þá þurfti ég að hrifsa af honum pokann með brókinni til að getað haldið áfram för minni. Ég fann svo mikið til mín að ég man ekkert fyrr en ég stóð í þing- húsinu í Kristjánsborg með pok- ann frá Magasín. Þangað var ég er komin í selskap fyrrverandi þing- manna, mætt sem fulltrúi fyrrver- andi frá Íslandi. Ekki rek ég fund- arefnið hér enda trúlega allt svo ikke noget. En þegar kom að miðdegisverð- inum í svokölluðu snapsething þá var ég allt í einu aftur orðin mið- depill alveg eins og í Magasín um morguninn. Fólk þyrptist að mér, ekki til að heyra neitt um Gunnar frænda á Hlíðarenda heldur til að vita hvað væri að gerast í útrásinni. Ættum við Íslendingar örugglega fyrir öllu þessu sem við værum að kaupa? Væri ekki krónan fallvölt og hlutabréfin að hrynja. Hjá sumum körlunum örlaði á pirringi og smá hroka. Einn spurði: „Frúin er kannski komin til að kaupa Kristjánsborg?“ Nei, frúin hafði meiri áhuga fyrir hótel D‘Angleterre. Það væri nefnilega voða notalegt fyrir hina stóru Hlíðarendaætt að eiga samastað þegar hún útréttaði í Köben. Svo skálaði ég í júbileum og gekk hnar- reist með Magasínpokann út. Á leiðinni út hugsaði ég hvað stutt er síðan að Íslendingar voru svo fátækir og smáir og hvað virðing- in fyrir peningum er í raun mikil í samanburði við önnur auðæfi sem standa af sér tímans straum. Margt hefur breyst á örskots- stundu á gamla Íslandi. Allt nema jöklarnir og fossarnir sem ávallt hafa staðið fyrir sínu. Ég vona að útrás peningamannanna eigi eftir að standa fyrir sínu, þó ekki væri nema ég geti áfram fundið til mín í Kaupmannahöfn. Ég segi eins og hún amma mín sagði þá sjaldan að allt lék í lyndi, er á meðan er, heimurinn hossar mér. Heimurinn hossar mér Í DAG GAMLA HERRA- ÞJÓÐIN INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Dauflegur karl á mínum aldri afgreiddi mig og spurði: „Ertu finnsk?“ „Nei, ég er af Hlíðar- endaætt,“ sagði ég. „Allt svo fra Island.“ Breytingin á einum manni! Örtröðin á miðjunni Sjálfstæðisflokkurinn rekur nú í fyrsta skipti í manna minnum kosninga- baráttu þar sem ekkert er minnst á skattalækkanir heldur bara lofað auknum útgjöldum í mjúku málin. Það þarf víst ekki frekari vitnanna við um þá örtröð sem nú er á miðju stjórn- málanna en þangað elta nú flokkarnir kjósendur sína hver sem betur getur. Það þarf að minnsta kosti að fara aftur til áttunda áratugarins og þeirra tíma þegar jafnaldrar Geirs H. Haarde voru að gera sig gildandi í pólitík undir kjörorðinu Báknið burt til þess að finna kosningabaráttu þar sem skattalækkanir og minni opinber umsvif hafa ekki verið ofarlega á blaði hjá sjálfstæðis- mönnum. Báknið kjurrt? Slagorð ungra sjálfstæðismanna í upphafi níunda áratugarins var Báknið burt. Nú er eins og flokkurinn hafi tekið 180 gráðu beygju og boði Báknið kjurrt. Það er aðeins liðið hálft ár síðan Davíð Oddsson lét af formennsku í flokknum en hann og nánustu samstarfsmenn hans voru tákngervingar „frjálshyggju- væðingarinnar„ í Sjálfstæðisflokknum. Hálft ár er ekki langur tími en nógu langur til þess að komið er í gang mikið uppgjör innan flokksins við arfleifð Davíðs. Það uppgjör kemur meðal ann- ars fram í því að fyrir þessar kosningar er ekki minnst á skattalækkanir og sóun í opinberum rekstri heldur talað um aukin útgjöld til dagvistarmála, öldrunarmála, skólamála, tóm- stundamála og fleiri mála sem sjálfstæðismenn hafa ekki sýnt mikinn áhuga fram að þessu. Kvennaljómi Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðismenn hafa lengi haft mun minna fylgi meðal kvenna en karla. Eitt af því sem vakti athygli í könnun Fréttablaðsins á stöðu mála í kosn- ingabaráttunni í Reykjanesbæ var að Árni Sigfússon, oddviti flokksins þar í bæ, hefur náð að leysa flokk sinn úr þeirri krísu því D-listinn í Reykjanesbæ hefur meira fylgi kvenna en karla og munar þar talsverðu. Það eru tíðindi og verða ekki til þess að draga úr áhuga sunnlenskra sjálfstæðismanna á að tefla Árna fram sem leiðtogaefni sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi við þingkosningarnar næsta vor. Fleiri verða um þá hituna því að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra er einnig sagður hafa hug á að flytja sig úr Suðvesturkjördæmi og yfir í Suðurkjördæmi. petur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.