Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 18. september 1977
9
Krókódílabúskapur
Krókódilarnir eru dregnir I dilka eftir stærð, hér er einn
hópurinn i sólinni.
Þegar krókódilsungarnir eru
fullþroska i eggjunum, gefa þeir
frá sér tist, sem er merki um að
opna megi kassana og leyfa
ungunum að brjótast út. Við
eðlilegar kringumstæður grefur
móðirin ofanaf ungunum,
‘annars kæmust þeir ekki upp á
yfirborðinu, þvi að sólin bakar
jörðina og moldin, sem mokað
var yfir eggin, verður grjóthörð.
Þrátt fyrir ófrýnt útlit eru ung-
arnir viðkvæmir og dánartala
þeirra mjög há. A búgarðinum
er hlutfall þeirra sem lifa af um
70 af hundraði en í náttúrunni
komast mun færri lifs af vegna
þesshvemörgrándýrleggja sér
krókódilsunga til munns. Þar
má nefna fullvaxna krókódila,
fiskierni og storka. Ungarnir
eru 30 cm langir þegar þeir
koma úr egginu og eru þá fluttir
i grunnar tjarnir. Þar er þeirra
vandlega gætt og þeir fóðraðir á
vitaminbættum innyflum.
Eldri krókódilum er skipt
niður i afgirt hólf með grunnum
tjörnum. Skiptingin fer eftir
aldri og stærð dýranna. Hrein-
læti er nauðsynlegt og tjarn-
irnar eru skrúbbaðar á 48
stunda fresti og fylltar fersk-
vatni úr Zambesi ánni. Krókó-
dilarnir þrifast vel við þessar
aðstæður og vaxa helmingi
hraðar en i náttúrulegu um-
hverfi.
Þegar dýrin eru orðin nógu
gömul tilað heppilegtsé að nota
leðrið, eru þau aflifuð með þvi
að skjóta þau gegnum eyrað, en
það drepur þau samstundis.
Skinnin eru söltuð áður en þau
eru send til verkunar. Nær engu
er hent af hræjunum, kjötið er
notað i krókódilafóður.
Uppeldisstöðvar sem þessar
eru eftirsóttir ferðamanna-
staðir, og ferðamönnum gefst
kostur á að fylgjast með atferli
þessarar sjaldgæfu skepnu.
Krókódilabúskapur virðist
eiga framtið fyrir sér, þvi eftir-
spurnin eftir leðri eykst. Litið
framboðá skinnum vegna fækk-
unar veiðidýra hefur aukið
áhuga á ræktuðum skinnum.
(þýttSKJ)
, 1?
Opnun í
Skammt frá hinum frægu
Viktoriufossum stunda
Ródesiumenn krókodilarækt. Á
Spencers Creek búgarðinum er
bústofninn 4000 krókódilar.
Áður fyrr voru það veiðimenn
sem sáu um að fullnægja eftir-
spurn eftir skinnum, en hún
hefur aukizt svo á heimsmark-
aði, að á aðgengilegustu svæð-
unum er um ofveiði að ræða.
Stórir krókódilar eru orðnir
mjög sjaldgæfir og flokka
villtra krókódila er nú aðeins að
finna á afskekktum stöðum eins
og við Rúdólfsvatn i norður
Kenya.
Veiðarnar voru einnig erfiðar.
Dýrin voru skotin i ánum að
næturlagi. Krókódilarnir voru
leitaðir uppi með ljósgeisla og
veiðimaðurinn varð að skjóta af
stuttu færi til að valda ekki
skemmdum á dýrmætu skinn-
inu. Mikla leikni þurftitil að ná
bráðinni á land áður en hún
sökk, þvi það var vandkvæðum
bundið að ná henni upp af botn-
inum.
Þegar sýnt var að framboð af
krókódilum var ekki ótakmark-
að, og hætta orðin á útrýmingu
Nilarkrókódilsins, gripu
Ródesiumenn til þess ráðs að
setja á fót búgarða til að fram-
leiða skinn og forða tegundinni
frá tortimingu. I Ródesiu eru nú
þrfr búgarðar sem sinna þessu
verkefni. Forráðamenn bú -
garðsins við Spencers Creek
hafa leyfi til að safna árlega
2.500 eggjum villtra krókódila,
með þvi skilyrði að 5 prósentum
sé siðan skilað til yfirvalda
þjóðgarða þegar krókodilarnir
hafa náð þriggja ára aldri.
Þessum fimm prósentum er
sleppt aftur út i náttúruna á
völdum stöðum.
Okleift reyndist að ala krókó-
dila til undaneldis, vegna gifur-
legs fóðurkostnaðar og vegna
þess hve fáum eggjum kven-
dýrið verpir. Þessa búskapar-
hætti kann þó að þurfa að endur-
skoða i framtiðinni, og i
Spencers Cr-eek er verið að ala
krókódila i þeim tilgangi að þeir
eignist siðar afkvæmi.
Villtir krókodilar ná kyn-
þroska 15 til 20 ára, en húsdýrin
verða þroskaðri á mun skemmri
tima, vegna þess að þeir eru
fóðraðir reglulega. Kvendýr og
karldýr eru nákvæmlega eins i
útliti, og kyngreining er aðeins
möguleg við nákvæma skoðun.
Dýrin para sig vanalega að
næturlagi, og að þvi loknu fer
kvendýrið upp á land til að leita
að heppilegum hreiðurstað, sem
ofter nokkur hundruð metra frá
vatni. Hún grefur 50 cm djúpa
holu með afturfótunum og
verpir i hana um 45 eggjum,
mokar siðan yfir. Klaktiminn er
90 til 100 dagar. Krókódila-
móðirin yfirgefur hreiðrið að-
eins stuttan tima i senn, liklega
til að drekka. Ef hún nærist
getur það varla verið oft.
Vísindamenn i Zululandi hafa
nýlega afhjúpað enn einn leynd-
ardóm náttúrunnar. Lengi vel
var ekki hægt að skýra fullkom-
lega hvernig nýklaktir króko-
dilar náðu til vatns; Sumir töldu
að þeir ferðuðust á baki móður
sinnar, en nú er búið að sanna
að krókódíllinn er kærleiksrfk-
ara foreldri en áður var haldið,
og móðirin flytur afkvæmin i
skinnpoka i neðri skolti. Þjóð-
garðsverðir hafa jafnvel haldið
ungum krókódil við trýni
móðurinnar og hún tók varlega
við honum. Þegar kvendýrið
opnaði ginið, mátti sjá nokkra
unga sofa i pokanum.
Eggjaleit fyrir búgarð-
inn er fremur auðveld. Slóð
kvendýrsins er fylgt, og þar sem
hún endar er hafizt handa við að
grafa. Hliðin, sem upp snýr er
merkt á hverju eggi, áður en
það er hreyft úr hreiðrinu.
Eggjunum er siðan komið fyrir i
útungunarkössum og flutt til bú-
garðsins. Óvarleg meðferð hef-
ur þær afleiðingar að unginn
drepst I egginu.
1 Spencers Creek er klakher-
bergi þar sem hitastigið er 28 til
34 gráður á Celsius. Kassarnir
eru innsiglaðir meðan á klakinu
stendur. Einn eða tveir eru
hafðir opnir, og hitastig jarð-
vegsins i þeim kannað reglu-
lega. Rakastiginu er einnig
haldið stöðugu og þvi er nauö-
synlegt aö innsigla kassana.
Á morgun kl. 16:00 hefst Iðnkynning í Reykjavík.
Iðnkynningin verður sett við hátíðlega athöfn, sem
fer fram í Austurstræti - á móts við Pósthúsið.
Dagskrá:
Kl. 15:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur.
Kl. 16:00 Albert Guðmundsson, form. Iðnkynn-
ingarnefndar býður gesti velkomna.
Ávörp:
Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri.
Hjalti Geir Kristjánsson, form.
verkefnisráðs íslenskrar iðnkynningar.
Setning Iðnkynningar 1
Reykjavík:
Björn Bjarnason, form. Landssambands
iðnverkafólks.
Austurstræti, Lækjartorg og Lækjargata verða sér-
staklega skreytt í tilefni iðnkynningar.
IÐNKYNNING í REYKJAVÍK
í Ródesíu