Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 27
Sunnudagur 18. september 1977
27
■v
/ Heimurinn fylgist undrandi með hinni öru þróun klnversks
kjarnorkubúnaðar. Eitt dæmið er framleiðsla kjarnorku-
sprengjanna A og H, sem tæknifræðingum Maós tókst aö full-
komna á aðeins þriggja ára timabili. Sama verkefni tók Frakka 13
ár. Haft er fyrir satt, að 1500 kinverskir visindamenn, útlagar I
eina tfð, hafi nú snúið aftur heim með reynslu og þekkingu vest-
rænna starfsbræðra sinna og llkja megi komu þeirra viö bylt-
ingu. — A myndinni sjáum við einn mesta stærðfræðing Kin-
verja, Hua Lo-keng i vinahópi, en hann nam I Cambridge og
Berlin. Starf hans nú miðast við að endurskipuleggja vísinda-
rannsóknir i heimalandi sinu.
INIR KOMA
varða Bandarlkin, eru af allt
öðrum toga spunnin. Þrátt fyrir
ósamkomulag út af Formósu,
má segja að Bandarikin og Kina
reyni að standa saman gegn
heimsvaldastefnu Sovétmanna.
Slökunarstefnuna svokölluðu,
sem Bandarikjamenn og Sovét-
menn hafa lagt mikið upp úr sin
i milli til þessa, púa Kinverjar á
og kalla reykjarmökk og blekk-
ingu. Vonir þeirra nú i barátt-
unni við Sovétvaldið eru fyrst og
fremst bundnar sterkri og
voldugri Evrópu. Einnig keppa
þeir við Sovétmenn um hylli
rikja þriðja heimsins. — Þessar
baráttuaðgerðir eiga ekkert
skylt við tilraunir til heimsyfir-
ráða, segja Kinverjar, en við
verðum að verja hagsmuni
Asiu: Asla fyrir Asiumenn er
kjörorðið. Álfan er ekki aðeins
rik af veraldlegum auð, heldur
ber hún einnig i skauti sér helm-
ing jarðarbúa. Eftir 20 ár munu
búa þar 2/3 hlutar mannkyns.
Nýtt Kina er
að fæðast
Þannig er það Kina, sem Teng
kemur að i þetta sinn. En hætt
er nú við, að margt breytist I
meðförum hans, ef dæma má
eftir persónuleika mannsins og
stjórnmálaferli. Spurningin
snýst aðeins um það, hvað
breytist I stefnunni innanlands
sem utan.
Búast má við, að innri valda-
barátta minnki fyrir afskipti
Teng. Að visu munu deilur yfir-
manna flokksins ekki hverfa
eins og dögg fyrir sólu, en vald-
dreifingin verður jafnari. Rúss-
ar munu ekki eiga eins auðvelt
með aö etja hópum saman. Vald
flokksforystunnar og þjóðþings-
ins verður einnig markað á
skýran hátt, en Hua hefur alveg
trassað að gera nokkuö i þvi
efni, og fetar hann þar dyggi-
lega i fótspor Maós formanns.
Þegar stjórnsýslan veröur kom-
in i eðlilegt horf, verða efna-
hagsmálin tekin til bæna. I
þeirri baráttu munu Kinverjar
gleyma að treysta eingöngu á
eigið afl og munu þeir glaðir
notfæra sér japanska, ameriska
og evrópska tækni. Teng Hsiao-
ping hefur lengi gengið með það
i maganum að gera Kina að
stærsta iðnriki heims. Slikt tak-
mark krefst byltingar i Kina á
sviði menntunar og rannsókna.
Rússar geta ekki horft fram hjá
sliku takmarki og munu sjálf-
sagt bjóða sina samvinnu, en
hætt er við að Kina láti sér
nægja samvinnu vestrænna
rikja og Japans. Þeir myndu
siöast leita til Rússa með
vandamál sin. Litlar friðarhorf-
ur eru þvi ennþá á milli Rúss-
lands og Kina. Það má reyndar
gera ráð fyrir, að óvináttan
muni liggja i láginni til bráða-
birgða, en hún verður geymd en
ekki gleymd. Staðreyndin er
nefnilega sú, að auk djúpra
ágreiningsefna, sem skilja á
milli rikjanna tveggja, verða
Rússar að horfa upp á Kinaveldi
iðnvæðast og hervæðast í það
óendanlega, en uppbygging her-
varna hefur auk iðnþróunar for-
gangsrétt hjá Teng Hsiao-ping.
V aldaj af nvægið
við Kyrrahaf
gjörbreytist
Eftir 10-20 ár mun kínverskur
her, búinn öllum nýtizkulegustu
vopnum og verjum, þar á meðal
kjarnorkunni, veröa vandamál,
sem ómögulegt er að sjá fyrir
endann á. Valdajafnvægið við
Kyrrahaf gjörbreytist. Og Ind-
land, Astralia, Nýja-Sjáland og
öll Suðaustur-Asia munu standa
frammi fyrir vafasömum val-
kostum, sem snerta munu allan
heiminn.
Þannig lltur Kina út með Teng
Hsiao-ping i broddi fylkingar.
Valdajafnvægið i heiminum er
nú ekki aðeins undir tveimur
heimsveldum komið, Banda-
rikjunum og Sovétrikjunum,
heldur þremur. — Og Francois
Missoffe endar grein sina á þvi
að ávarpa Evrópubúa meö eins
konar „sameinaðir stöndum
vér, sundraðir föllum vér.”
(ÞýttF.I.)
Tilboð
Óskað er eftir tilboðum i bifreiðar, hafa skemmst i umferðaróhöppum: sem
árg.
Vauxhall Victor 1966
Toyota MII 1972
Chevrolet 1967
Fiat 128 1974
Ffe ugeout 304 1974
Fiat 127 1972
Ford Cortina st. 1968
Reno 16 T 1972
Scoutll 1974
CitroenD.S. 1973
Oldsmobil 1971
Bifreiðarnar verða til sýnis að Vagnhöfða 14, Reykjavik
mánudag 19/9 1977 kl. 12-17.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Bifreiðadeild
fyrir kl. 17 þriðjudag 20/9 1977.
Auglýsið í Tímanum
Kýr til sölu
Upplýsingar í síma (99)5217
Lögtök í
Mosfellshreppi
Samkvæmt beiðni sveitasjóðs Mosfells-
hrepps úrskurðast hér með að lögtök geti
farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreidd-
um útsvörum, aðstöðugjöldum og kirkju-
garðsgjöldum álögðum i Mosfelishreppi
1977, auk dráttarvaxta og kostnaðar.
Lögtök geta farið fram að liðnum átta
dögum frá birtingu úrskurðar þessa.
Hafnarfirði 12. september 1977
Sýslumaðurinn i Kjósasýslu.