Tíminn - 18.09.1977, Side 25

Tíminn - 18.09.1977, Side 25
Sunnudagur 18. september 1977 vinnustarfsmanna til Norður- landa. Bætt tjaldaðstaða á Is- landi. Þingiðbeindi þeim tilmælum til Ferðamálaráðs að það vinni skipulega að fjölgun og endurbót- um tjaldstæða þannig að að- búnaður verði sambærilegur við það sem tiðkast i nágranna- löndunum. Þá taldi þingið að samvinnu- félögin ættu að gefa þessu sem mestan gaum og stuðla að upp- byggingu svæða fyrir tjöld og hjólhýsi i hverju héraði. Ný orlofshverfi samvinnu- starfsmanna Þingið lýsti yfir fylgi sinu við þá grundvallarstefnu að orlofshús samvinnumanna verði byggð sem viðast um landið. í þessu sam- bandi var sérstaklega bent á land á Austurlandi og Vestfjörðum, sem væri fyrir hendi til að byggja á orlofshús fyrir samvinnustarfs- rnenn. Sigurður Þórhallsson formaður Landssambandsins 1 ræðustðli á landsþinginu að Bifröst. Stofna orlofsheimilasjóö samvinnustarfsmanna Landsþingið mælti með þvi að stofnaður verði sameiginlegur or- ofsheimilasjóður samvinnu- ;tarfsmanna sem hefði það narkmið að stuðla að byggingu ig rekstri orlofshúsa. Gætu fram- ög i slikan sjóð verið að jöfnu frá ;tarfsmönnum og fyrirtækjum ^amvinnufélaganna sem pró- senta af launum. 3ja landsþing Landssambands isl. samvinnustarfsmanna var haldið að Bifröst i Borgarfirði helgina 10. og 11. september sl. Á þingið mættu um 70 fulltrúar frá nærri 30 aðildarfélögum lands- sambandsins auk gesta. Sigurður Þórhallsson formaður LIS setti þingið og siðan fluttu ávörp þeir: Eysteinn Jónsson, formaður Sambandsins, Haukur Ingibergsson skólastjóri, Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri og Þórður Magnússon fulltrúi starfs- manna i stjórn Sambandsins. Á þinginu var lögð fram itarleg starfsskýrsla um starfsemi landssambandsins sl. tvö ár. Meðal helstu verkefna má nefna byggingu 12 nýrra orlofshúsa að Bifröst i Borgarfirði, en þar eru nú 24 orlofshús i eigu félaga sam vinnustarfsmanna, útgáfu starfs- mannablaðsins Hlyns, 'sem kom út sex sinnum á ári, ferðir til Norðurlanda, sem nærri 400 sam- vinnustarfsmenn tóku þátt i, starfrækslu sumarbúða að Bifröst fyrir börn samvinnustarfsmanna og margháttað fræðslu- og félags- starf i Hamragörðum, félags- heimili samvinnumanna i Reykjavik, þar sem haldið var uppi öflugu leshringastarfi og náms- og umræðuhópar komu saman um mál eins og atvinnu- lýðræði og stöðu samvinnustarfs- manna i stéttarfélögunum. Þingstörf fóru annars að mestu fram i starfshópum og voru þeir átta talsins. Hóparnir skiluðu siðan áliti og tillögum um hin margvislegustu mál, sem snerta samvinnustarfsmenn og sam- vinnufélögin. 1 lok þingsins var kjörin 11 manna stjórn til næstu tveggja ára. Sigurður Þórhallsson sem verið hefur formaður undanfarin tvö ár varendurkjörinnformaður LIS og önnur i stjórn þau: Pálmi Gislason, Anna Kristmundsdóttir og Björk Thomsen Reykjavik, Pétur Kristjónsson Kópavogi, Anna Mari Hansen Garðabæ, Kristinn Jónsson Búðardal, Reynir Ingason ísafirði, Jóhanna Sigurðsson og Páll A. Magnússon Akureyri og Egill Jónasson Höfn, Hornafirði. Helstumálog samþykktir þingsins Meðal margra samþykkta þingsins má nefna eftirfarandi mál: Samvinnustarfsmenn kanni stööu sína í stéttar- félögunum Landsþingið samþykkti Itar- lega ályktun um stöðu samvinnu- starfsmanna i stéttarfélögunum, þar sem bent var á,að á launum hjá samvinnufélögunum væru um það bil 10 þúsund einstaklingar eða rúmlega 20% af öllum félags- mönnum innan Alþýðusambands íslands. Pétur Kristjónsson, Jóhann Sigurðsson, Anna Kristmundsdóttir, Sigurður Þórhallsson. Ann Mari llan- sen, Pálmi Gislason, Björk Thomsen, Reynir Ingason, Páll A. Magnússon úr stjórn LtS. Kreinst situr starfsmaður landssambandsins Reynir Ingibjartsson. I Landssambandi islenskra samvinnustarfsmanna eru nú 35 aðildarfélög með hátt i 4 þúsund félagsmenn og á siðasta starfs- timabili gengu 9 ný félög i lands- sambandið. LIS var stofnað 1. og 2. septem- ber 1973 og gerðist þá strax aðili að samtökum samvinnustarfs- manna á Norðurlöndum. Starfs- maður landssambandsins frá upphafi hefur verið Reynir Ingi- bjartsson og skrifstofan er i Hamragörðum — félagsheimili samvinnumanna að Hávallagötu 24 i Reykjavík. Þing íslenzkra samvinnustarf smanna: EFLA BER INNLENDAN IÐNAÐ Gæti þvi ekki talist óeðlilegt að samtök samvinnustarfsmanna semdu beint við Vinnumálasam- band samvinnufélaganna um kaup og kjör. Þingið taldi að áfram þyrfti að ræða og kanna hugsanlegar breytingar á stéttar- legristöðu samvinnustarfsmanna og afskipti þeirra af verkalýðs- málum, og efna sem fyrst til sér- stakrar ráðstefnu um þessi mál. Þá taldi þingið að staða sam- vinnustarfsmanna i stéttar- félögunum væri of veik miðað við hinn mikla fjölda samvinnu- starfsmanna og hvatti til þess að samvinnustarfsmenn létu sig meira skipta störf verkalýðs- félaganna einkum varðandi sér- hagsmunamál einstakra vinnu- staða eða starfshópa. Starfsmenn í stjórnir sam- vinnufélaganna Landsþingið fagnaði þeirri þró- un að fulltrúar starfsmanna sitji i stjórnum samvinnufélaganna og itrekaði að starfsmenn ættu full- trúa i stjórnum allra samvinnu- félaga með fullum réttindum. Stofnun samtaka lifeyris- þega Hvatt var til þess að stofnuð verði samtök lifeyrisþega i lif- eyrissjóðum samvinnufélaganna sem vinni að bættum kjörum lif- eyrisþega og láti sig m.a. skipta, atvinnu- fél'ags- og húsnæðismál þeirra. Þá fagnaði þingið þeirri sam- þykkt siðasta aðalfundar Sam- bandsins, þar sem hvatt er til stofnunar og starfrækslu fram- leiðslufélaga aldraðra að frum- kvæði samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Þingið taldi eðlilegt og sjálfsagt að Nfeyrisþegar I lifeyrissjóðum samvinnufélaganna haldi fullum réttindum án greiðslu félags- gjalda i starfsmannafélögunum. Landsþingið taldi eðlilegt að líf- eyrissjóðir innan samvinnu- hreyfingarinnar yrðu sameinaðir i einn sjóð — lifeyrissjóð sam- vinnustarfsmanna og starfsmenn hefðu jafna aðild að stjórn þess sjóðs á móti samvinnuhreyfing- unni. Einnig væri æskilegt að lif- eyrisþegar ættu aðild að stjórn þessa sjóðs. Áframhald ódýrra ferða samvinnustarfsmanna til Noröurlanda. Landsþingið fagnaði þeim áfanga sem náðst hefur með ódýrum Norðurlandaferðum á vegum LIS, þar sem enginn hefur boðið jafnódýrar ferðir. Var stjórn LIS falið að halda áfram að skipuleggja slikar ferðir sam- Aukið námskeiðaha Id fyrir starfsfólk samvinnu- félaganna. Landsþingið fagnaði auknum áhuga á reglubundnu námskeiða- haldi fyrir starfsfólk samvinnu- hreyfingarinnar og skoraði á stjórn Sambandsins að veita Samvinnuskólanum það fjár- magn, sem þarf til að hrinda þessari áætlun i framkvæmd. Þá lagði þingið til að stofnaðar verði sérstakar fræðslunefndir i hverju kaupfélagi. Sambandinu og öðrum samvinnufyrirtækjum, sem skipaðar verði fulltrúum starfsmanna, félagsmanna og stjórnenda. Andstaða við stóriðju er- lendra aðila á islandi Landsþingið lýsti yfir andstöðu sinni við hverskonar áform um stóriðju sem byggðust á þátttöku erlendra auðhringa og hefðu meðai annars i för með sér spill- ingu á landi og lýð. Samvinnuhreyfingunni beri svo að efla sem mest ýmsan innlend- an iðnað, smáan og stóran. út í hött að nefna auð- hringi i sambandi við sam- vinnuhreyf inguna Landsþingið taldi það algerlega út i hött að nefna auðhringi i sam- bandi við samvinnuhreyfinguna. Fjármagnið i samvinnufélögun- um er bundið á hinum ýmsu stöðum út um land og er eign fólksins i viðkomandi byggðar- lögum. StóreHa framleiðslusam- vinnufélög Þá áleit þingið að framleiðslu- samvinnufélög muni gegna geysi- miklu hlutverki i framtiðinni og verða Islenskum atvinnuvegum lyftistöng. Taldi þingið að sam- vinnuhreyfingin ætti að styðja sem mest við bakið á þessum félögum og auka áhuga almenn- irigs á gildi þeirra. Loks lagöi þingið áherslu á auk- inn þátt þessara félaga i bygging- ariðnaði ásamt byggingarsam- vinnufélögum og að lánakjör til byggingar húsnæðis yrðu bætt sem mest.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.