Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 40

Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 40
ftS Sunnudagur 18. september 1977 ' ' i f 'i&íimmi > ; ' i • W 18-300 Auglýsingadeild Tímans. Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR 4 f . KI|2Ö i . Nútima búskapur þarfnast JBXUER haugsugu Guðjónsson Heildverzlun SíðumúU 22^ Sfmar 85Ó94 & 85295 Tilraunir á vegum rannsóknarstofnunar landbúnaðarins: Von um árvissari berja- runna innan fárra ára JH-Keykjavik. — A vegum rannsóknastofnunar landbún- aóarins á Keldnaholti fara mi fram tilraunir með ræktun margvíslegra berjarunnaaf- brigða og kvæma, og er það Óli Valur Hansson garöyrkju- fræöingur, sem annast þessar tiiraunir. — Við erum aöallega með Óli Valur Hansson garð- yrkjufræðingur hefur með höndum leit að nýjum berja- runnum, sem henta veðurfari okkar. þetta á Korpu, sagði Óli Valur, er Timinn sneri sér til hans, og þar höfum við til dæmis safnaö saman um þrjátiu afbrigöum af rifsberjumog sólberjum, og þar erum viö lika meö dálitið af stöngulberjum, sem við höfum fengið frá Finnlandi, og kyn- blendinga stöngulberja og heimskautsberja, sem eru af hindberjaætt. Frá stöðinni á Korpúlfsstöö- urn hefur nokkru af þessum berjategundum veriö komið i tilraunastöðvarnar á Möðru- völlum i Hörgárdal og Skriðu- klaustri i Fljótsdal, og nokkuð er einnig i umsjá garðyrkju- skólans i Hverageröi. Runnarnir eru yfirleitt fengn- ir af Norðurlöndum, en talsvert af þeim er lika rússneskt að uppruna. Augljóst er, að berja- runnarnir skila mjög misjafnri uppskeru viö það veöurfar, sem hér er, og markmiöið er að sjálfsögöu aö finna afbrigði, semerunægjanlega haröger, en skila þö góðri uppskeru, sem kalla má nokkurn veginn árvissa, sagði Óli Valur, en i þeim efnum kann að vera mun- ur á, hvort tegundin er ætluð til ræktunar við sunnlenzkt veður- lag eða það tiðarfar, sem er i löngum fjörðum eða dölum á Norðurlandi og Austurlandi til dæmis. — Ég hef einnig haft hug á að prófa moltuber, sem vaxa villt I skögum um öll Norðurlönd, allt noröur á Finnmörk, sagöi Oli Valur. Þau þurfa venju fremur súran jarðveg, og til þess að fara af stað með slika tilraun þarf talsverðan slatta af plönt- um, sem ég vona að við getum útvegaö okkur innan tiðar. Sólber og rifsber eru i nálega hverjum garði viö hús hérlend- is, og skila ungir og vel hirtir runnar mikilli uppskeru, þegar sumur eru hagfelld. Samt sem áður er tilviljun háð, hvaða afbrigði hafa náö mestri út- breiöslu, og litlar likur á þvi, að það hafi einmitt veriö þau afbrigðin, sem mest henta okk- ur. Þegar tilraunum Óla Vals miðar áfram, verða græölingar teknar af þeim runnaafbrigö- um, sem bezt gefast, og þeim siðan komið i gagnið, er þeir hafa aldur til. En það tekur tvö til þrjú ár, að græölingar nái þeim vexti, sem til þarf. Þaö eru ekki aðeins góð afbrigöi sólberja og rifsberja, sem binda má vonir við, heldur einnig sum finnsku stöngulber jaaf- brigöanna, sem liklegt er, að hér geti skilað verulegri upp- skeru með sæmilegri umhiröu I flestum eða öllum árum. Þær bei jategundir, sem hér vaxa villtar, eru fáar, og i görðum hefur fóik ekki ræktað aðra berja- runna aö neinu ráöi en sólber og rifsber. Nú er verið aö leita betri afbrigða þessara berjarunna sem og nýrra tegunda. — Ljósmynd: Páll Jónsson. Hveragerði er garðyrkjubær, og þess vegna undrast enginn svona veg- vfsi. En i Hveragerði er lika einn af fáum söðlasmiðum, sem enn fást við iðn sina, og er viðtal, sem Kás átti við hann, á fjórðu siðu blaðsins i dag. — Timamynd: Gunnar. Iðn- kynn- ing hefst á morgun Kás-Reykja vik. Á morgun, mánudag. hefst Iðnkynning I Reykjavik, og verður hún sett með hátiðlegri athöfn sem fram fer i Austurstræti. Hefst hún kl. 16. Albert Guðmundsson, formaö- ur iönkynningarnefndar Reykja- vikur, býður gesti velkomna og stjórnar athöfninni. Þvi næst flytja borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Isleifur Gunnarsson og- Hjalti Geir Kristjánsson, formað- ur verkefnisráðs islenzkrar iðnkynningar, ávörp, en Björn Bjarnason, formaður Landssam- bands iðnverkafólks, setur Iðnkynninguna. A svæöinu I kringum Lækjar- torg verður útisýning, og verður sýningarsvæðiö afmarkað meö fánum. í Austurstræti veröur reistur gosbrunnur, sem veröur tákn Iðnkynningarinnar i Reykjavik meðan á henni stend- ur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.