Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 18. september 1977
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verö f lausasölu kr.
70.00. Áskriftargjaid kr. 1.300 á mánuöi.
Blaðaprent h.f.
Þjóðarböl
Haustið er mesti slysatimi ársins. Það hefur
verið svo undanfarin ár að eftir þvi sem dagana
styttir og veður gerast harðari, fjölgar fórnar
lömbum umferðarinnar. Það er þvi sérstök
ástæða til að vara alla vegfarendur við og hvetja
þá til aukinnar varúðar og aðgæzlu.
Við það að skólar hefja störf fjölgar á fáum
dögum vegfarendum i þéttbýlinu að miklum
mun. Á leiðinni til og frá skóla má segja að sjálft
fjöregg þjóðarinnar, börnin^é á götunum tvisvar
á dag alla virka daga. Vitanlega skiptir það meg-
in máli að foreldrar búi börn sin sem bezt undir
þessar ferðir og fylgist vel með þeim. Skólarnir
veita nokkra umferðarfræðslu, en hitt stendur
eftir sem áður að ökumenn verða að taka alveg
sérstakt tillit til barnanna.
Það sannast óviða hörmulegar en i umferðar-
slysunum að það veldur alltaf hver á heldur. Það
kemur fyrir litið að auka umferðaröryggi með
opinberum aðgerðum, umferðarfræðslu i skólum
og handleiðslu foreldra og annarra, ef tillitssemi
og varúð skortir i umferðinni. Slysið verður á
augabragði og það ryður brott öllum þeim ráð-
stöfunum sem gerðar hafa verið, og til þess þarf
ekki annað en andartaksgáleysi eða athugaleysi
á örskotsstund.
Nútimasamgöngur i fela i sér þá áhættu að um-
ferðin taki til sin sinn árlega toll. Það verður að
berjast fyrir þvi ár eftir ár og sifelldlega að lækka
þann toll eins og framast er unnt. Þegar litið er
hins vegar yfir helztu ástæður og tildrög umferð-
arslysa á Islandi fellur mönnum satt að segja all-
ur ketill i eld.
Yfirlit yfir ástæður umferðarslysanna sýnir að
helmingur þeirra verður vegna þess að menn
„svina”, eins og það er réttilega nefnt, virða ekki
aðalbrautar- eða umferðarrétt og þröngva hver
að öðrum i akstri. Tæplega tiunda hvert um-
ferðarslys verður við það að menn virða ekki
réttarreglur um beygjur, og tæplega tuttugu pró-
sent slysanna þessu til viðbótar verða vegna þess
að ógætilega er ekið fram úr, aftur á bak, frá
gangstétt eða fyrir það að bifreiðinni er ekið á
röngum kanti og ranglega lagt. Hátt i tiunda hvert
umferðarslys þessu til viðbótar verður vegna
þess að reglur um hámarkshraða i akstri eru ekki
virtar.
í þessari óglæsilegu upptalningu hefur ekki
verð getið þeirra umferðarslysa sem verða vegna
þess glæps sem ölvun við akstur er.
Þessi ógnvekjandi upptalning sýnir, svo að ekki
verður um villzt, að brýnast alls i umferðarör-
yggismálum er að vegfarendur temji sér tillits-
semi, varúð og aðgæzlu. Til þess að svo megi"
verða nægja engar opinberar samþykktir, engin
lög og engar almennar aðgerðir. Hér er allt undir
manninum sjálfum komið og viðbrögðum hans á
liðandi stund.
Meðan tillitsleysi, hamagangur, fljótfærni eða
jafnvel hrein og bein frekja einkenna umferðar-
hætti i landinu mun umferðin halda áfram að
taka til sin óheyrilegan toll i meira og minna sak-
lausum fórnarlömbum. Slikt er þjóðarböl.
JS
ERLENT YFIRLIT
Bretar ætla að láta
Gíbraltar af hendi
Spánverjar munu fá yfirráðin þar
ÞAÐ þykir nú fremur lík-
legt, aö Spánverjar fái þá ósk
sina uppfyllta áöur en langt
liöur, aö Gibraltar veröi aftur
spánskt land eftir meira en 250
ár. Þetta er búiö aö vera deilu-
mál milli þeirra og Breta siö-
an 1939, þegar Franco lét þaö
vera eitt fyrsta verk sitt eftir
sigurinn i borgarastyrjöldinni
aö kref jast þess af Bretum, aö
þeir létu Gibraltar af hendi.
Bretar neituöu þeirri kröfu
Francos afdráttarlaust og
hafa jafnan siöan færzt undan
að láta Gibraltar af hendi, unz
nú, er afstaða þeirra viröist
breytt. Hin endurreista lýö-
ræöisstjórn á Spáni hefur
breytt viöhorfi ibúa á Gibralt-
ar til spánskra yfirráða, en
andstaöa þeirra gegn þeim
var mikil meöan Franco fór
meö völd. Þá hefur áhugi
Breta á þvi aö halda Gibraltar
einnig minnkaö. Gibraltar er
ekki lengur hentugur staður
fyrirflota eöa flugher, enda er
herlið Breta þar orðiö fá-
mennt. Hins vegar er hægt aö
halda uppi mikilsveröu eftir- .
liti þaöan, en það geta Bretar
eöa Nato nú sennilega tryggt
sér með sérsamningum við
Spánverja, einkum þó ef
Spánn gengur i Efnahags-
bandalagið.
1 byrjun þessa mánaöar fór
Owen utanrikisráöherra Breta
iheimsókn til Madrid og þykir
vist, að viöræður hans þar viö
spánska valdamenn hafi aö
ekki óverulegu leyti snúizt um
framtið Gibraltar. Eftir heim-
komu Owens var ákveöiö að
Frank Judd aöstoöarutan-
rikisráöherra færi til Gibralt-
ar og undirbyggi jaröveginn
þar. Liklegasta lausnin er nú
talin sú, að Gibraltar veröi
sérstakt héraö eöa fylki innan
Spánar og ibúum þar tryggð
nokkur sérstaöa. Bretum
munu svo veittar einhverjar
tryggingar.
GtBRALTAR hefur verið
mikiö umræöuefni á vettvangi
Sameinuöu þjóðanna eftir aö
Spánn gekk f þær. Spánverjar
báru nærstrax fram þá kröfu,
aö allsherjarþingiö mælti meö
tilkalli þeirra til Gibraltar og
skoraöi á Breta aö fara þaöan.
A allsherjarþinginu 1965 fengu
Spánverjar fullan stuöning við
þessa kröfu sina. Þeir höföu
haftlag á aö afla sér stuönings
þjóðanna i Suöur-Ameriku og
Afriku, m.a. meö þvi aö sýna
sig liklega til aö láta nýlendur
sinar af hendi, eins og siöar
hefur orðið. Þá studdu Spán-
verjar líka yfirleitt baráttu
þessara þjóöa gegn nýlendu-
drottnun. Bretar höföu áöur
reynt aö koma krók á móti
bragöi meö þvi aö mynda
heimastjórn á Gibraltar 1964.
Gibraltar og Gibraltarsund
Jafnframt gáfu þeir til kynna,
aö þeir væru reiöubúnir til aö
veita Gibraltar sjálfstæöi.
Þetta þótti yfirleitt tilraun af
þeirra hendi til að tryggja sér
dulbúna yfirdrottnun á GI-
braltar, þar sem vitaö var, aö
ibúarnir kusu á þessum tima
aö búa frekar viö yfirráð
Breta en Spánverja, en af
efnahagslegum ástæöum gat
sjálfstæöi þeirra ekki orðiö
nema nafniö eitt. Jafnframt
þvi, sem allsherjarþing S.þ.
viðurkenndi tilkall Spánverja,
skoraöi það á þá og Breta aö
semja um lausn málsins á
þeim grundvelli. Viöræöur
Breta og Spánverja báru ekki
neinn árangur, þvi aö Bretar
héldu þvi nú fram, aö sjálfs-
ákvöröunarréttur ibúanna
ætti að ráöa. Ariö 1967 efndu
þeir til allsherjaratkvæöa-
greiöslu á Gibraltar um þaö,
hvort ibúarnir vildu heldur
hafa áfram tengsl viö Bret-
land eöa fara undir yfirráö
Spánverja. Nær allir greiddu
atkvæöi með þvi fyrrnefnda.
Allsherjarþing S.þ. taldi þetta
tiltæki Breta ómerkt og skor-
abi á þá og Spánver ja aö halda
áfram viðræðum um að Bret-
ar afsöluöu sér Gibraltar.
Bretar höföu þetta að engu, og
gripu Spánverjar þá til þess
ráðs aö setja algert sam-
göngubann á Glbraltar. Þetta
varð m.a. til þess, að margir
verkamenn á Gibraltar, sem
höfðu stundað vinnu á Spáni,
misstu hana. A margan hátt
hefur þetta samgöngubann
reynzt bæöi Gibraltarbúum og
Bretum dýrt og erfitt og kann
þaö aö eiga sinn þátt i þeirri
lausn, sem nú viröist fram-
undan.
BRETAR hafa fariö meö
yfirráöá Gibraltar siöan 1704,
þegar þeir hröktu Spánverja
þaðan. Spánverjar höföu þá
ekki farið með yfirráö þar
nema i tæp 250 ár, en Gibralt-
ar haföi lotið yfirráöum Mára
frá 711-1462. Yfirráö Mára þar
benda til, að Gibraltar hafi
fljótt þótt mikilvægur staður
frá hernaðarlegu sjónarmiði.
Gibraltar er eins konar kletta-
höföi, tæpir 6 ferkm aö flatar-
máli, sem skagar út I GI-
braltarsund, en um þaö liggur
siglingaleiðin milli Atlants-
hafsins og Miöjarðarhafsins.
Sundið er um 50 km langt og
breidd þess frá 13-37 km.
Spánverjar eiga litinn land-
skika, Ceuta aö nafni, Afriku-
megin sundsins, beint á móti
Gibraltar. Ceuta er ekki nema
7 fermilur aö flatarmáli og
ibúar þar tæpt 100 þús., en þar
hafa risið upp mörg feröa-
mannahótel á siöari árum. Ef
Spánn fengi yfirráö yfir Gi-
braltar myndi þaö auka veru-
lega lögsöguyfirráð Spánverja
á Gibraltarsundi, einkum þó
ef þeir færðu lögsöguna út i 12
milur.
Ibúar Gibraltar veröa
hvorki taldir spánskir eöa
brezkir. Fólk úrflestum áttum
hefur setztþaraö um skamma
eöa langa hriö. Flestir eru
taldir rekja uppruna sinn til
Italiu, Portúgals og Möltu.
Vafalaust yröi þaö talinn
mikill sigur fyrir hina nýju
valdhafa Spánar, ef Gibraltar
sameinast Spáni, og getur þaö
rábiö nokkru um afstööu
brezku stjórnarinnar, aö hún
vilji styrkja þá i sessi.
Þ.Þ.
Gfbraltar úr lofti