Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 13
Sunnudagur 18. september 1977 13 Harðsoðinn gamanleikur mikið laust mánudags mynd Háskólabíós „Harðsoðinn gamanleikur” Sýndur næstu mánudagskvöld. Það er sænska myndin „Eggið er laust”, sem fær mikið lof. Myndin „Eggið er laust” sem Háskólabió sýnir næstu mánu- daga, hefur fengið ágæta dóma hjá flestum gagnrýnendum, sem telja hana gott dæmi um ógöngur þær, sem mörg iðnaðarþjóðfélög hafa lent i á siðustu áratugum. Þessi mynd fjallar i stuttu máli um iðnaðarþjóðfélag nútimans, sem margir telja vit- skert i hagvaxtarviðleitni sinni (þótt fæstir vilji þó afþakka hagvöxt og þau gæöi sem honum fylgja), og leitar loks til náttúr- unnar á ný. Myndin hefur fengið þá einkunn, að hún sé „harðsoð- inn gamanleikur”, og má það vel til sanns vegar færa, þvi að aðalpersóna myndarinnar hefur erft leynilega uppskrift á aðferð til að breyta nýjum hænueggj- um i plastefni með alveg sér- stökum einkennum. Max von Sydow, einn bezti leikari Svia núna, leikur stór- bónda og iðjuhöld, sem hefur erft þetta mikla leyndarmál. Úr efni þvi' sem kallað er „ovolit”, er tæki, sem heitir hjá framleið- anda „Nixitch” og er ætlað bæði körlum og konum, þegar á þau sækir kláði aftan til i likaman- um. Sydow beitir alla kúgun, bæði fjölskyldu og starfslið, og sonur hans ákveður loks að skjóta harðstjórann, en sá góði maður hefur átt von á sliku, svo að hann hefur aflað sér skot- helds vestis. Hyggst karlinn siðan drekkja syni sinum i mýrarfeni. Það tekst þó ekki, þvi að sonurinn getur haldið andlitinu upp úr I hálft ár, unz vindur ber hann aö landi. Verður þá að kenna honum að tala á ný. En á meðan ungi maðurinn hefur verið i pyttinum, hefur uppreisn verið gerð á Skáni, svo að framleiðslan á kláðabætinum hefur stöðvazt og hungursneyð er i landi. Kemur manninum þá i hug að bezt sé að snúa öllu við og breyta „Nixitch” á ný I gómsæt, nærandi egg. Aðalhlutverkið i myndinni leikur Max von Sydow, eins og þegar er sagt, en i öðrum aðal- hlutverkum eru Birgitta Andersson, Gösta Ekman, Anna Godenius og Hans Alfredsson, sem einnig er leikstjóri og þykir hafa tekizt vel. Myndin verður sýnd næstu mánudaga, eins og fyrr segir. CROWN árgerð 1977SHC 3220 SCH 3220 Til er fólk, sem heldur að þvi meir sem hljómtæki kosta, þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef orðið „betra” þýðir að þér getiðspilað fyrir allt nágrenniðán bjögunar. <32sE32> framleiðir einnig þannig hljómtæki. En við höf- um einnig á boðstólum hljómtæki sem uppfylla allar kröfur yðar um tæknileg gæði. LAUSNIN ER: SHC 3220 sambyggöu hljómtækin Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma allar kröfur yöar. W Magnari sem cr 70 wött musik með innbyggðu fjögurra- viddakerfi fyrir fjóra hátalara. Mjög næmt útvarpstæki með FM bylgju ásamt lang- mið- og stuttbylgju. 9 Plötuspilari fyrir allar stærðir af plötum. Sjálfvirkur eða handstýranlegur með vökvalyftu. Allir hraöar, 33, 45 og 78 snún- ingar. Nákvæm stilling á armþyngd, sem er mikilvægt til að minnka slit á nál og plötu. Segulbandstæki með algerlega sjálf- virkri upptöku. Gert bæði fyrir Standardspólur og Cr02 spólur. Upptökugæði einstök, ekki er heyranlegur munur á gæðum hvort spiluð er plata eða segulbandsspóla. Tveir hálalarar fylgja 40 wött hvor, einnig fylgja tveir hljóðnem- ar hljóðnemar ásamt Cr02 casettu. PÖNTUNARSÍAAI 29-800 BUÐII CROWN á horninu Skipholti 19 og Nóatúni — Sími 29-800,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.