Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 37

Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 18. september 1977 37 ungt. Reynar eru nemendur minir sumir á níræðisaldri. Svo hefur það lika aukizt að fólk af sama vinnustað komi i dans- tima. Um margt að velja — Hvaða dansa er hægt að læra i Dansskóla Sigvalda? — Það eru samkvæmisdans- ar, táningadansar, jass-dansar, rokk og jitterbug-rokk sem við kennum hér, barnadansar og stepp. Það er mjög mismunandi hve margir koma i stepptimana á hverju ári. Ef nýbdið er að sýna góða stepp-mynd i sjón- varpinu eða bió þá flykkist fólk i stepp. Stundum koma 10, stund- um 100. Mestar breytingar á dans- stilnum eru i táningadönsum og jassdönsum. Það er vegna þess að i þessum dönsum dansar maðurinn einn og tjáir sjáfan sig. Táningadansarnir breytast mest eftir tónlistinni. Rytminn breytist ár frá ári. Þetta hefur áhrif á dansinn. En táninga- dansarnir eiga uppruna sinn aö rekja til Beat-timabilsins, þá breyttist dansstillinn mikið. Fólk vildi vera meira frjálst, dansa eitt og tjá sig sjálft i dansi. Það er lika nauðsynlegt. — Þetta eru þá frummanns- legir dansar? — Já, enda hét einn af fyrstu táningadönsunum Vathusi-dans og var beint frá villimönnum kominn. Svo fóru hreyfingarnar i táningadönsum að mýkjast. Drekka til að dansa. — Menn fara að tjá sjálfa sig um leið og þeir fara að dansa. Ég hef séð margt mjög feimið fólk, sem hefur komið til min i danstima.gjörbreytast af þvi að kynnast fólki sem er meí þ'vi'i timum og ná sambandi viö þaö 1 dansinum. Margir eru á móti dansi, en þegar þeir verða drukknir, vilja þeir helzt dansa, þeir hafa drukkið i sig kjark. Hve mörg hjón hafa ekki einmitt kynnzt á balli og þá hef- ur veriðstiginn dans til að byrja með. Ég veitdæmiþessað ungir strákar hafa farið að drekka, af þvi þeir voru feimnir við að dansa. Fólk situr á böllum og drekkur af þvi að það þorir ekki að dansa — það kann það ekki. Þetta fólk ætti að koma I dans- tima. Það er sorglegt að dans skuli ekki vera kenndur meira i skólum, það auðveldar börnum félagslífið. Danslistin — A hverju byggist dansinn? — A því að hafa fullkomið vald yfir likamanum og geta notað hann á réttan hátt. Það þarf gifurlega mikla þjálfun til að ná þeim mjúku hreyfingum, sem sótzt er eftir. Það er hægt að sjá það á böllum hverjir hafa verið i dansskóla og hverjir ekki. — Flokkast dans undir list? — Ballettfólk hefur ekki viðurkennt dans sem list. En erlendis, þar sem menn hafa gengizt undir margra ára þjálf- un, er ekki hægt að kaila þetta annað en list, eins og t.d. hjá heimsmeisturum, þar sem hver hreyfing er hárnákvæm og ekki stigið feilspor. Þeir sem kunna að dansa vilja kalla þetta list. En eins og við höfum verið að tala um, þá dansa allir einhvern tima á samkomum. Dansinn er þá kannski helzt alþýöulist. Paso doble Nemendur úr skóla Sigvalda dansa hér samkvæmisdansinn Dansinn nær til allra, einnig barna á aldrinum 2-5 ára. Cha-cha-cha. Flugfélag íslands býður upp á sérstakar helgarferðir allan veturinn fram undir páska: Ferðina og dvöl á góðum gististað á hagstæðu verði. Út á land, til dæmis í Sólarkaffið fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár- króki eða þorrablót fyrir austan, til keppni í skák eða í heimsókn til kunningja. Víða er hægt að fara á skíði. Suður til Reykjavíkur vilja flestir fara öðru hverju. Nú er það hægt fyrir hóflegt verð. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi til að gera ferðina ánægjulega. Margir hafa notað helgarferðirnar og kunnað vel að meta. Gerið skammdegið skemmtilegt! Leitið upplýsinga hjá skrifstofum og umboðum um land allt. Ut og suður um helgina FLUCFÉLAC /SLAJVDS /NNANLANDSFLUG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.