Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. september 1977 15 1 indversku sjdkrahúsi Marzbúi stígur fæti á jörðina Heimkoma Marks iföðurgarð á ekkert skylt við heimkomu „týnda sonarins” sem við þekkjum af dæmisögunni. Frek- ar mætti likja henni við komu Marzbúa til jarðarinnar: Allir voru sem þrumu lostnir. Efnt var til fjölskylduboðs i litla húsinu i einu af úthverfum Parisarborgar. Menn glöddust en skorti orð. Mark var hinn ókunni ferðalangur, næstum þvi heilagur maður. Heimferð hans hafði kostað þau sumarfríið, — 80 þúsund krónur. Og hvað var orðið af gamla góða rafvirkjan- um Mark? Bróðirinn, sem likist gamla Mark, talar eitthvað um að Indlandsferðir séu nú meiri vitleysan en systirin 15 ára gleymir sér við að róta i fjársjóðnum, sem Mark hafði fært heim: Sjóðurinn hefur að geyma þrjú fögur silfurbelti, hringi skreytta höfði apaguðsins oggeysilega volduga svipu, sem aðeins sæmir filatemjara. „Jæja, hvað er svo að frétta frá Indlandi?” Kampavinsflaska er tekin fram, enMark er ekki enn búinn að átta sig á breytingunni sem orðið hefur i lifi hans. Og það verður langt þangað til hann kemst almennilega heim. (Þýtt.F.I.) TIL HÚSBYGGJENDA Vinsamlegast athugiö, aö lögn rafmagnsheimtauga er mun dýrari aö vetri en aö sumri, og aö allmiklir annmarkar eru á aö leggja þær, þegar jarövegur er frosinn. Af þessu leióir, aö húsbyggjandi getur oröiö fyrir verulegum töfum viö aö fá heimtaug afgreidda aö vetri. Þvi er öllum húsbyggjendum, sem þurfa heimtaug í haust eöa vetur, vinsamlegast bent á aö sækja um hana sem allra fyrst. Þá þarf aö gæta þess, aö byggingarefni á lóðinni eöa annaö, hamli ekki lagningu heimtaugarinnar. Jarðvegur á því svæöi, sem heimtaugin liggur, þarf einnig aö vera kominn i sem næst rétta hæö. Gætiö þess einnig, aö uppgröftur úr húsgrunni lendi ekki fyrir utan lóöamörk, þar sem hann hindrar meö því lögn, m.a. aö viókomandi lóö. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu, 4. hæö. Sími 18222. P/3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR -------------------------\ Mark I faðmi fjölskyldunnar á ný. Þúgetur eignast mut í banka! Samvinnubankinn hefur ákveðið: • að gefa út fríhlutabréf að upphæð 100 milljónir kr. og tvöfalda á þann hátt hlutafjáreign núverandi hluthafa • að auka hlutafé bankans úr 200 millj. í 500 millj. kr. • að gefa öllum kost á að gerast hluthafar Hlutabréfin eru að nafnverði 10 þús., 50 þús., 100 þús. og 500 þús. krónur. Helmingur greiðist við áskrift en eftirstöðvarnar innan árs. Upplýsingar og áskriftalistar í aðalbankanum, útibúunum og í kaupfélögunum um land allt. Kynningarbæklingur sendur þeim, sem þess óska. VILT ÞÚ VERA MEÐ! Samvinnubankinn Bankastræti 7, Reykjavík sími 20700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.