Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 14
‘i A .‘ii ;i .V;t 14 Sunnudagur 18. september 1977 Þeir reika um göturnar i'hóp- um. Oftast eru eiturlyf meö i förinni, og smáglæpir og þjófn- aöir eru þeirra daglega brauð. Allir kraftar eru þrotnir, og löngunin til þess að snúa aftur heim erhorfin. Nú lifa þeir sem snilcjudýr á þjóðfélaginu, selja kannski einhvern ógeöslegan varning eöa stunda hreinlega þjófnað. Þeir ferðast ekki öðru visi en á puttanum, og aðal- markmið lifsins eru 10 grömm af hassi og ný vegabréfsáritun. Af ellefu útlendingum, sem nú gista i fangelsum i Nýju-Delhi, eru fimm Frakkar. Magnið er eitt, gæðin annað: Af þessum fimm eru tveir morðingjar. „Neyðarópin En hve ævintýrahópurinn sem fyrir tiu árum tók að tinast til Indlands i' kjölfar „þjóöflutning- anna miklu” fráKaliforniu, hef- ur elzt illa! Hvað er eftir af glaðlega unga fólkinu, sem ætl- aði sér að uppgötva nýjan heim speki og trúarbragða — við gitarundirleik? Litiö, aö þvi er virðist. Ævintýralióminn er far- inn af andlitunum og úr hjörtun um. Við hefur tekiö slæmt orö- bragð, innbyrðis óvinátta og hrörlegir svefnstaðir. Þessir vesalingar, sem i heimalandi sinu eru nefndir „neyðarópin”, eru orðnir að sérstökum ættbálki á Indlandi. Innbyrðis deila þeir, og út á viö ræna þeir, svikja og stela. Námsfólk, sem leggur upp i ferö til fegurstu fjalla i heimi, má búast við að finna i einum draumadalanna eiturlyfja- sprautur og kynsjúkdómasmit. Ferðamenn, sem hrósað hafa happi yfir ódýrri Indlandsferð, missa iðulega allar eigur sinar, peninga, myndavélar og vega- bréf í hendur „neyðarópanna”. Við náöum tali af nokkrum flökkurum. Flestir eru eymdar- legir, en þeir eru ekki alhr gjör- samlega rotnir á sál og likama. Margir hafa aöeins verið leiði- tamir og einfaldir. Vissi ekki að hann var að deyja 1 ógeðslegri vistarveru i Nýju- Delhi, hæli „neyðarópanna” fundum við ungan deyjandi mann, of máttlausan til þess að geta risið upp og of snauðan fyrir nokkurn vin. Nafn hans er Mark, árin 20, hæð 1,75 þyngd 39 kg.Þessi vofa bjó i heimi, þar sem allir höfðu afneitað öllu og öllum nema eiturlyfjum og hennar beið ekki annað en af- skiptaleysi, þögn og einvera. Mark, sem ekki var forfallinn Samkvæmt tölum franska utanrikisráðu- neytisins eru um 17 þúsund Frakkar týnd- ir úti i Asiu. Hér er mest um ungt fólk að ræða, sem yfirgefið hefur fjölskyldur sin- ar i leit að austrænni hamingju. En hvað hefur orðið um það úti á götum Indiands Pakistan og Afganistan? Franski blaða- maðurinn Jack Garofalo vildi komast að hinu sanna og brá sér i ferð til Indlands. Hann fann landa sina i ótrúlega slæmu ástandi. Þeir voru orðnir að eiturlyfja- neytendum, smáglæpamönnum og yfir- bugaðir af lifinu. Innan um voru einnig sakleysingjar, sem i einfeldni höfðu leiðzt á villigötur. Þar á meðal er Mark, sem eftir átta mánaða hrakninga á Indlandi var orðinn að gangandi beinagrind g vesa- ling. Þegar hann fannst vó hann aðeins 39 kiló en hann er 175 sm. á hæð! Mark sýnir hér vegabréfið, sem indverskur lögfræðingur reyndi að ná af honum. Mark er ekki eiturlyfja- sjúklingur, en reykir hass við og við eins og aðrir. Hann hefur farið illa, vegna þess aö hann er einfaldur og saklaus. Indland er landið, sem hann elskar. Þar talar allt tungum endurfæðing- ar og annars lifs. 1 Metrópólis Tea Room tala menn saman I lágum hljóöum við vinalegt flugnasuðið. Þeir FRANSKIB HIFPAR Á GÖTUM INDLANDS eiturlyfjasjúklingur, var að deyja án þess að hafa hugmynd um það. Þarna lá hann i bæli sinu skitugur upp fyrir haus og Lagði af staö meö 200 þúsund krónur, en var rændur deildi smákompu með 10 öðrum. I þá átta mánuði, sem hann hafði verið fjarri heimalandi sinu, höf ðu öll hugsanleg ósköp duniöyfirhann.Upphaflega var hann með sem svaraöi 200 þús- und Isl.krónum i vasanum en peningarnirfljúga glattiAfgan- istan, og afganginum var stolið. Til Indlands kom hann gjörsam- lega alls laus. Fyrst lifði hann i voninni um hjálp og reyndi að bjarga sér á meðan eins hann gat. En þaö var hægara sagt en gert, — og svo varö að bjarga félögunum lika. Lögfræðingur nokkur tók vegabréfið hans upp i skuld vinar, sem handtekinn var fyrir ógilt landvistarleyfi. Indland: Land- ið ástkæra Um það leyti féll Mark sam- an, fór til sendiherrans, sem hótaöi lögfræðingnum og kippti málunum I lag. Mark sneri aftur út á göturnar og ævintýrin létu ekki á sér standa. Þegar monsún vindarnir dundu yfir, var Mark orðinn veikur og févana. Hannfór aftur til sendi- herrans, sem ákvað að láta flytja hann á Wellington-spital ann I Nýju-Delhi. A spítalanum voru teknar tvíræðar röntgen- myndir, og lokalækningin átti að felast i einhverju torkenni- legu meðalasulli. Mark fór sihrakandi og megnaði ekki framar að halda i sendiráðið, sem missti sjónar á honum i bili. sem koma i testofuna eru yfir- leitt mjög langt leiddir af eitur- lyfjum. Indverjar voga sér ekki að ganga þar um dyr. Helzt eru þaö stigamenn hverfisins, sem þangað hætta sér til þess að ræna siðustu hippa allra hippa, „neyðarópin”. Hér eru allir félagar Marks saman komnir en geta litið gert fyrir hann. Ba er hið illræmda skáld i orðsins fyllstu merkingu. Bólugrafið andlit Daniels oe skartgripir hans eru svo áber andi, að dagsljósiö fer hjá sér. Patrik reynir árangurslaust að útvega sér 1200 krónur fyrir nýrri vegabréfsáritun. Einn hefur til hnifs og skeiðar, annar sveltur. Andrúmsloftið á testof unni er þrungiö sorg og leiðind- um og ekki bætir starandi augnaráö gestanna úr skák. ,,Hvað get ég nú gert fyrir þig?” Þegar við tökum Mark upp á arma okkar, er maginn I honum mjög illa farinn. Hann þolir ekki neitt, várla eggjahræru, en drekkur helzt m jólk. Hann tekur okkur fyrst fáiega, en siöan vex traust hans. Franski sendiherr- ann verður undrandi, þegar hann sér hann aftur: „Komdu sæll, góði minn, ertu hér enn? Hvaðget ég nú gert fyrir þig?” „Vil komast heim strax. Sendið foreldrum minum skeyti.” Bón þessari var erfitt að stynja upp.Mark haföi svo sannarlega vonazt til þess að ná ■ sér upp á eigin spýtur en slikt gat orðið honum dýrkeypt, eins og á stóð. Læknisskoðun leiddi i ljós næringarskort, skyrbjúg og máttleysi i öndunarfærum. Ekki að undra, þótt viö ætluðum að greiða fyrir hann flugmiðann heim, ef foreldrar hans brygð- ust. Mark gerir sig heimakominn við lækninn og þúar hann: „Jæja, gamli minn, hefurðu nú ekki meira meöalasull handa mér. Ja, ljótt er það.” Hann hlær beisklega. En einhvern veginn finnur hann á sér, að vitiskvalirnar, sem hann hefur liðið, eru á enda. Rödd hans stvrkist smátt og smátt, og á hana bregður fyrri stórborgar- blæ. Lítið barn og hippahjón Dagleg störf manna i sendi- ráðum eru drepleiðinleg og allt- af hin sömu. Þau miðast við að tekið sér i mót venjulegum ferðamönnum, veikum eða öllu rændum, og þar er einnig gert ráð fyrir hippahjálp, En dag hvern situr ótölulegur fjöldi franskra hippa fyrir sendiherra oe ræðismönnum Frakka á Indlandi. Sú sjón er hreint „súr- realisk” að sögn kunnugra. Frönskum ræðismanni á Indlandi segist svo frá, að oft hafi hann orðið vitni að miklum sorgaratburðum, ef ekki glæp- um. Dag einn komu til hans hippahjón með litið barn i örm- um sinum, sex mánaða snáöa. „Hann er franskur eins og viö, gjörið svo vel að jarða hann.” Hjónin sýna engin svipbrigði, enga geðshræringu, aðeins kulda. „Það get ég ekki.Sendi- ráðið getur ekki tekið slikt að sér”. „En við eigum ekki einu sinni eina rúblu.tHjálpiö okkur.” Ég lét þau fá 50 rúblur. Brennsla kostar 30 rúblur. Klukkustundu siðar hringir siminn og mérer sagt að við eitt likhúsanna hafi fundizt litið barn merkt „meö kærri kveðju frá franska sendiráðinu”. Peningar sáust auðvitað engir. Ræðismaðurinn hefur litið skotsilfur á milli handann Hann fær aðeins 80 þúsund krónur ár- lega til úthlutunar i neyðartil- fellum. Hæsta upphæð sem hann getur leyft sér að gefa á dag eru 10 rúblur 260 krónur, sem nægja fyrir gistingu og mat eina nótt. Einu sinni i mánuði fer hann og ræðir við þá, sem þjást i fangelsum. Fangarnir vilja ólmir fá frönsk dagblöð sér til afþreyingar en iðrun er ekki á þeim að sjá. t indverskum fang- elsum má einnig finna furðu- lega sakleysingja. Það eru t.d. flón, sem komizt hafa yfir nokkra fjármuni með þvi að selja vegabréf sin fyrir önnur ódýrari. Seljandi ódýra „passans” hefur sjaldnast hreina samvizku, og ekki liður á löngu áður en saklaus er tekinn fyrir sekan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.