Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 18. september 1977 r Hvalur fundinn á reki 1899 á Seyðisfirði. I undanfarandi þáttum var m.a. vikiö að hvalveiðum Norð- manna og stöövum þeirra á Vestfjörðum.Þegarhvalitók að þrjóta þar vestra fluttu Norð- menn sig um set til Austfjarða (Berg og Ellefsen) og veiddu eystra meðan þar var éitthvað að hafa, en hurfu þá þaöan til S- Afriku — og hafa lengi stundað hvalveiðar i Suðurhöfum. Hér er birt mynd frá árinu 1899 af hval sem Fr. Wathne fann á reki er hann fluttist til Seyðisfjarðar. Myndin af mann- inum i bátnum (PeterFrederik- sen) gefur- til kynna stærö hvalsins sem orðinn var mjög uppblásinn en þó hirðandi aö einhverju leyti. Frá Seyöisfiröi beinum viö för vestur í Miöfjörö, inn af HUna- flóa og litum á aldamótamynd af heyskaparfólki að Syðri-Völl- um. Þá var fjölmennara en nú á mörgum sveitaheimilum — og munar miklu. Næst kemur „óþekkt” mynd. Kannast einhver viö þennan hvitmálaða sveitabæ meö tveimur útihúsum? Hvitur fjallstoppurinn i bakgrunni get- ur e.t.v. gefið bendingu um staðinn. Annaö elzta hús Reykjavikur er talið vera Aðalstræti 10, rúm- lega tveggja alda gamalt, „stendur eitt eftir af verk- smiðjuhúsunum (innréttingum) Skúla fógeta.” Húsiö mun reist I fyrsta lagi um 1764, og er Stjórnarráðið (gamla fangahús- ið) taliö heldur eldra. Margir hafa átt heima i gamla húsinu Aðalstræti 10 (kaupmenn, land- læknir, biskup, lögregluþjónn o.fl). og nú er þar verzlun Silla og Valda. Mikil útlitsbreyting varðþarna ekki alls fyrirlöngu, þegar eldur kom upp I næsta húsi — sambyggðu. Hefur það hús nýlega verið að mestu rifið, svo gafl gamla hússins kemur i ljós. Sjá mynd. Loks er mynd frá Borgarnesi og mun vera hús þau, sem köll- uð voru Salka, þar sem annar tveggja kaupstaða i Borgarnesi var, þegar á siðari hluta 19. ald- ar. f Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga íss Syöri-Vellir I Miöfiröi um 1900 — Heyskaparfólk • .................................................................................. 'iöalstræti 10 (nú Silli og Valdi) 13/8 1977 » Hvaöa bær er þetta? Kaupfélagshús I Borgarnesi um 1930.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.