Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 36
36
Sunnudagur 18. september 1977.
Umferðar-
vika á
Akranesi
áþ-Reykjavík. A föstudaginn
hófst umferðarvika á Akranesi.
M.a. var brúöuleikhús i iþrótta-
húsinu, og önnuöust það fóstrur
frá Reykjavik. Bæklingur var
borinn i hús, og sýndi hann til
dæmis slysatiöni á götum bæjar-
ins. I gær var keppt i vélhjóla-
þrautum, og I dag munu reiö-
hjólamenn keppa. Annan laugar-
dag verður svo góðaksturskeppni
á Akranesi. Það eru ýmsir
klúbbar á Akranesi sem standa
fyrir þessari umferðarviku, en
markmið hennar er að bæta um-
ferðarmenninguna á Akranesi.
Einokun
þriggja
bóksala
— á skólabókum
menntaskólanna
GV-Reykjavik. — Mér finnst
það hart, aö þegar maöur vill
veita nemendum þá þjónustu og
fyrirgreiðslu, sem þeir ættu að
fá hér 1 hverfinu, þá fær maöur
að vita, að rektorar mennta-
skólanna og þrjár bókabúðir
hafi gert með sér samkomulag
um aö þessar búðir fái bóka-
listana strax að vori, sagöi
Oddný Ingimarsdóttir bóksali i
bókabúö Glæsibæjar i viðtali viö
Timann. — Bóksalarnir hafa þá
nægan tima til að panta bæk-
urnar og hafa þær tilbúnar á
haustin.Nemendum er siðan
sagt að I þessum búðum sé bæk-
umar aö fá, en það vill oft fara
svo,aö bækurnar seljastupp, og
þá geta nemendur ekki snúiö sér
neitt annað. Er ég fór niöur i
Innkaupasamband bóksala nú i
sumar, var mér sagt frá þessu
samkomulagi, og auk þess tjáö
að ég væri orðin of sein meö að
panta, þvi afgreiðsla bókanna
erlendis tæki svo langan tíma.
Þá ætlaöi ég aö fá þessar bækur
I Snæbirni, en þar fást skóla-
bækur nemenda I Menntaskól-
anum við Sund, en þar var mér
sagt að búið væri aö senda mik-
inn hluta bókanna i Menntaskól-
ann sjálfan. Konrektor mennta-
skólans, Þór Vigfússon, kannaö-
ist ekki við þetta. Málinu lyktaö
I þetta sinn þannig, að ég fékk
hluta af erlendu bókunum hjá
Snæbirni, og svo er ég með allar
islenzku bækurnar, sem öllum
er leyfilegt að hafa. En þaö er
óviðunandi aö verzlun á Islandi
skuli ekki vera frjálsari en svo,
að séð sé til þess að eingöngu
einni búð sé afhentur bókalisti
næsta skólaárs menntaskólans.
Þegar ég svo auglýsti 10%
afslátt á skólabókum, urðu
nokkrir bóksalar hér i bæ illir
viö.og talaö varum að bezt væri
aö loka á mig. Ég dró mig þá I
hlé við að auglýsa þennan af-
slátthanda skólafólki, sem hef-
ur nú oftast ekki of mikil aura-
ráð.
N oröurlanda-
keppni i hár-
greiðslu og
hárskurði fer
fram i dag
SJ-Reykjavík Norðurlandakeppni
i hárgreiðslu og hárskurði 1977 fer
fram i Laugardalshöll i dag og
hefst kl. 10 árdegis. Keppendur
eru 46 frá Norðurlöndunum fimm.
Keppt verður i galahárgreiðslu og
daggreiðslu kvenna, tizku-
klippingu, skúlptúrklippingu,
klippingu og blæstri. Dómnefndir
kveða upp úrskurði. Úthlutun
verðlauna fer fram i lokahófi að
Hótel Sögu, sem hefst meö borð-
haldi kl. 20.
Undirbúning keppninnar
annaöist Samband hárgreiðslu-
og hárskerameistara, fram-
kvæmdastjóri er Arnfríður Isaks-
dóttir.
Sigvaldi Þorgilsson danskennari. Timamynd: Gunnar
En hvaö skyldi dansmennt
okkar Islendinga liða. Til að
kynna okkur þetta og annað er
viðkemur dansi fórum við á
fund Sigvalda Þorgilssonar
danskennara, en hann er
einmitt aö undirbúa starfsemi
næsta vetur, þvi nú fer I hönd sá
timi, er dansskólar hefja starf-
semi sina.
Hóf dansnám 6 ára
— Hvernig fékkstu áhuga á
dansi I upphafi?
— Ég byrjaöi að læra dans
þegar ég var 6 ára i dans-
skóla Rigmor Hansson. Þar
sem við vorum svo fáir strák-
arnir, vorum við alltaf látnir
sýna, og fengum þvi mörg góö
tækifæri. Þarna voru einnig
aðrir góðkunnir danskennarar,
þeir Hermann Ragnarsson og
Heiðar Astvaldsson. Auk þess
varð ég siðar trommuleikari i
hljómsveit, og þá var alls staðar
dansandi fólk í kringum mig. Ég
hafði einfaldlega áhuga á þessu.
Fyrir 14 árum héltég svo af stað
til Kaupmannahafnar og var
þar við nám i dansi i 2 ár. Þá
lærði ég eingöngu keppnisdansa
og fór mikið til að horfa á aöra
keppa. Það er ómetanlegt fyr’ir
þá sem eru að læra dans aö geta
séð danskeppnir, þvi er okkur
danskennurum á tslandi svo
mikið i mun að koma á dans-
keppnum hér.
Dansskóli Sigvalda.
— Eftir tveggja ára nám kom
ég svo hingað heim og stofnaði
danssk'óíá. Hann hefur starfa'ð
sioan, eoa 1 tou ár. SKOiinn geKK
mjög vel i fyrstu, en á árunum
’68—70, árin sem fólk fór að
flýja land til Sviþjóðar, kom
vikursvæöinu eru á minum veg-
um mörg þúsund nemendur, og
er kennt á niu stööum. Þar fyrir
utan er ég meö danskennslu
viða úti á landi. I þeim skólum
sem við kennum I úti á landi er
um 80% þátttaka nemenda, svo
er einnig danskennsla fyrir
fullorðna.
— Finnur þú mun á þvi að
kenna úti á landi og á höfuð-
borgarsvæöinu?
— Úti á landi þekkist fólk
betur innbyrðis en i Reykjavik
og er ekki eins feimið við að
dansa. Þaö er mjög frjálst að
kenna úti á landsbyggðinni.
Fólkið vill helzt læra það sem
kemur þvi að notum á þorra-
blótum og á böllum. Það eru
aðallega gömlu dansarnir og
nokkuð af samkvæmisdönsum
sem við kennum. En i vetur
verður þar i fyrsta skipti kennd-
ur jassians. Ég var á ferðalagi
um landið i sumar, og konurnar
báðu yfirleitt um að kenndur
yrði jass-dans. 1 honum er svo
mikil leikfimi. Jass-dansinn er
50% leikfimi og 50% dans.
Aukinn dansáhugi.
Ef eitthvaö má dæma af fyrir-
spurnum þeim sem ég hef feng-
ið um starf næsta vetrar, má
búast við gifurlegri aðsókn i
vetur. Annars hefur dansáhug-
inn aukizt mjög mikiö siðustu
tvö árin.
— Kanntu einhverja skýringu
á þvi?
— Ég held að fólk sé oröið
þreytt á að vera aöskilið i dans-
inum, það vill halda hvað utan
um annað. Það hefur aukizt
mikið aö ungt fólk vilji læra
samkvæmisdansa. Unga fólkið
er lika farið að hlusta meira á
í dansinum losnar
um feimnina
Táningadans.
Myndir: Sjónvarpið
Dansinn er eitt af fyrstu tján-
ingarformum mannsins. Um
leið og tónlistin kom til sögunn-
ar i fyrndinni, fór maðurinn að
hreyfa sig I takt við hljómslátt-
inn. Síöan hefur langurtimi liðiö
og dansinn þróazt i margar ,átt-
ir, en flestöll eigum við það
sameiginlegt að hafa einhvern
tlma stigið nokkur spor, og hef-
ur það verið okkur til mikillar
ánægju.
mikill afturkippur i dans-
kennslu. En nú gengur þetta
óhemju vel, kennararnir viö
skólann eru sextán en i upphafi
vorum við aöeins tvö, ég og kon-
an mín. Hér á Stór-Reykja-
rokk, og nú eru mörg bundruð
nemendur eingöngu i rokki. Eg
auglýsti rokktima fyrir 30 ára
og eldri, og þaö kom fjöldinn all-
ur af fólki til aö endurnýja það
sem það kunni þegar það var