Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 30

Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 30
30 Sunnudagur 18. september 1977 A Upp- haf- ið Rokkiö/ sem viö köllum svo, á upphaf sitt í Bandaríkjunum og þaðan komu flestar rokkstjörn- urnar fram á daga Bítl- anna og ensku innrásar- innar. I þessum Nútima og einhverjum næstu ætl- um við að krunka ofur- litið í sögu rokksins og byrjum að sjálfsögðu á upphafsdögunum í Ameriku. Þróun rokksins i Bandarikj- unum er aö mörgu leyti at- hyglisvert fyrirbæri. Ekki er aðeins um aö ræöa sérstæöa tónlistarbyltingu, heldur mark- ar rokkiö þáttaskil i siöferöis- og þjóöfélagslegu tilliti. Þaö var Jerry Lee Lewis er enn f fullu fjöri. ekki einkum þessi tónlist i Bandarikjunum sem Evrópubú- ar stóöu furöu lostnir andspænis og i fyrstu illa hneykslaöir. Nei, þaö var miklu fremur sjálfir unglingarnir, háttalag þeirra, sjálfstæöi og fyrirferðin. Allt i einu virtist unga fólkiö einhver önnur tegund af fólki, átti sfn áhugamál sem foreldrarnir ekki skildu, peninga og kjark til aö fara sinu fram saman i hóp. Upphaf rokksins er jafnframt upphaf eins konar æskubylting- ar og i kjölfarið hafa komið unglingavandamál og sjálfstæö- ari og þroskaöri æska, en langt- um óstilltari en áöur viögekkst. Upphafs- og blómaár hins hreina rokks eru löngum talin árin 1955-1959. Arin á undan eru þó mikilvægur aöfaratimi þar sem hillbilly tónlist negranna var aö ná tökum á hinum hvitu. Þetta er eiginlega swing-tima- biliö, en Rockabilly hefst meö Alan Freed og svo koma allir hinir á eftir, Stjörnurnar Bili Haley, Elvis Presley, Little Richard og Jerry Lee Lewis og ótal fleiri. Alan Freed, þótt litt þekktur nú, er tvimælalaust brautryöj- andi meöal hvitra I heimi rokks- ins. Raunar var hann á feröinni fyrir timann og þrátt fyrir aö hann skiröi Hillbilly tónlistina upp og nefndi Rock’n roll til aö forðast negrastimpilinn, sem var á nöfnum eins og „rythm and blues”, „hillbilly” eöa „race music”, voru hvit- ir áheyrendur lengst af i minni hluta.hjá honum. Arið 1954 var þó vitjunartiminn i nánd og á tónleikum hjá honum i New York voru 70% áheyrenda hvit- ir. Tónlist hans var þó ávailt hreint negrarokk, en þeim sem á eftir komu, einkum Elvis Presley, tókst aö gera rokkiö að „hvitu” fyrirbrigöi. Rokkæðið Arið 1955 kom loks aö þvi aö fyrsta stórstirni rokksins sló I gegn. Það var Bili Haley, eftir 10 ára feril innan swing-, hill- billy- og slöast rokktónlistarinn- ar. Fyrsta milljónsölulagið hans var „Shake Rattle And Roll” og uppvakti fljótlega annaö eldra lag hans (sem hann var raunar ekki fyrstur til aö gefa út á plötu), þ.e.a.s. lagiö „Rock Around The Clock” og síöan stendur sem óhagganlegur minnisvarði upphafsára rokks- ins. Bill Haley var fyrirferöar- mesti rokkarinn árið 1955 og fram á mitt ár 1956 aö Presleyæöiö skall á. Ef nefna ætti eitt enn lag sem tákn þessa tima, yröi það „See You Later Alligator”. Bill Haley dýrkunin var aö visu veruleg þrátt fyrir sam- keppni frá ýmsum rokkstjörn- um öörum i Bandarikjunum, en hann átti sin takmörk tónlistar- lega og persónulega. Meö til- komu Elvis Presley féll hann i skuggann en verkamannssonur inn ungi, sem ekki gat einu sinni rætt hjálparlaust viö blaöa- menn var dýrkaöur eins og guös sonur. Friöur, ungur, meö stór- kostlega söngrödd, setti hann allt á annan endann, fullkomn- aöi rokkiö og æröi áheyrendur meö mjaömasveiflum og sefj- andi rödd. Aöeins Bítlana er hægt aö bera saman viö Presley aö þessu leyti. Engir aörir tónlistarmenn veraldarsögunn- ar hafa á jafn skömmum tfma heillað jafn marga og veriö þeim bókstaflega guðir. Sú guösdýrkun á raunar meira skylt viö bakkusardýrkun hvað formiö snertir en Krists. (Viö höfum nýlega kynnt Elvis Presley hér I Nútimanum og látum þaö gott heita.) Rokkstjörnurnar á vinsælda - listum þessara ára eru margfalt fleiri en svo aö þær veröi allar taldar hér. Við veröum þó aö geta a.m.k. þriggja, þeirra Chuck Berry, Jerry Lee Lewis og Little Richard. Sá siöast- nefndi var svartur og galt vafa- laust litarháttarins, en einn af frumherjum rokksins var hann tvimælalaust, þótt ekki teljist allar afuröir hans tii þess. Lögin hans mörg urðu gifurlega vin- sæl en siöur persónan sem stóö á bak viö þau. Sem dæmi má nefna „Tutti Frutti” og „Long Tall Sally”. Ariö 1959 sneri Little Richard sér að trúmálum og heyröist lengi ekki annaö til hans en sálmasöngur, en frá 1965 og allt fram á þennan dag hefur hann verið aö gera lög vinsæi. Jerry Lee Lewis komst á toppinn 1957 með lögunum „Whole Lotta Shakin’ Going On” og „Great Balls Of Fire”. Frægur varö hann fyrir sér- stæöan pianóstil („pumping”) og sviösframkomu sina þar sem hann braut pianó og stóla og bölvaði bæöi hljómsveitinni og áheyrendum. Onnur lög hans frá þessum tima er t.d. „High School Confidential” og siðar „What’d I Say”. Jerry Lee Lewis er enn aö, en einkum i countrytónlistinni nú. KEJ. íí stuttu máli:) Abba Þrátt fyrir sumarfrí hjá Abba í sænska skerjagarð- inum og þrátt fyrir að Agnetha þykkni sífellt undir belti, hefur hljómsveitin ekki verið alveg verkefna- laus í sumar. Þau hafa nú nýlega lokið gerð nýrrar kvikmyndar og eru einnig tilbúin með fimmta lang- spilið sitt, en það er raunar „sound-track" myndar- innar, og reiknað með að platan komi út í næsta mán- uði. Lítil plataá raunar aðvera komin út. — Aðeins ein hljómsveit ku veita Abba samkeppni í plötusölu á Norðurlöndunum og það er auðvitað Smokie. Boney M. Boney M. var nýlega á hljómleikaför um Norður- löndin. Að sögn blaða á Norðurlöndunum voru áheyr- endur mest yngri táningar og raunar nóg af þeim. Hljómsveitin var hins vegar bauluð niður af gagnrýn- endum sem segja tónlist þeirra í fyrsta lagi ófrjóa, stælda og lélega. í öðru lagi geta þeir ekki á hljómleik- um faliðgetuleysi sitttil aðflytja eigin tónlist hvað þá meira, en vitað mál er að í stúdíói er hægt að gera ýmsa hluti sem ekki verða leiknir eftir á sviði. Smokie Hljómsveitin Smokie hefur einnig verið á hljóm- leikaför um Norðurlönd nýlega og við allt aðrar undir- tektir en Boney M. Ekki aðeins njóta þeir gífurlegra vinsælda hjá krökkunum en virðast einnig hafa gagn- rýnendur með sér, sem sumir segja að hljómsveitin eigi f remur heima á sviði en í stúdíói. Það þarf ekki að vera svo fráleitt, tónlist þeirra er jú stuðtónlist, eins og hjá Boney M. en ekki nærri því eins tæknivædd, .fremur sveitaballsbragur á henni. Bowie Bowie, sem við kynntum í síðasta Nútíma, fullyrðir nú að með þrítugsaldrinum sé hann orðinn f ullorðinn. Hann er hættur að sminka sig og klæðast afkáralegum ötum og segir að honum haf i raunar aldrei líkað slíkt. Ennfremur gefur hann í skyn að hann muni snúa sér að kvikmyndaleik í framtíðinni, en nýlega sáum við hann i kvikmyndinni „Maðurinn sem féll til jarðar"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.