Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 33
Sunnudagur 18. september 1977 33 Hér sést greinilega hvernig vatn hefur komizt inn, og skilin á milli bleytunnar og þess sem þurrt er. kvæöi svo og fyrir böm sem bjuggu viö slæmar heimilisaö- stæöur eöa heimilisleysi. Það voru bæjar- og sveitarfélög i Reykjaneskjördæmi sem ræddu þessi mál upphaflega. Einnig mun Þjóðkirkjan hafa áformað að reisa i Krísuvik sumarbúðir og kom til tals að tengja saman sumarbúðastarfsemina og um- ræddan skóla. Sumarbúðimar hafa enn sem komið er ekki ris- ið, nema grunnar að þremur húsum skammtfrá skólahúsinu. Þar hefur sem sé ekkert drabb- azt niður nema grunnarnir. Nefnd var sett i máliö i ráð- herratið Gylfa Þ. Gislasonar, til að kanna allar aðstæöur varð- andi fyrirhugaða skólabygg- ingu i Krisuvik. Niðurstaðan af störfum nefndarinnar var m.a. á þá leið að brýnt væri að koma þarna upp skóla fyrir böm með hegðunarvandkvæði, ásamt sumarbúðum. Nefndin lagði til að leitað yrði til fjárveitinga- valdsins eftir f járveitingum svo og til bæja- og sveitarfélaga á 9. kjörsvæði barnakennara á Reykjanesi, þ.e. i Hafnarfirði, Garðahreppi, Seltjarnarnesi og þar fyrir sunnan. Arið 1974 hófust svo fram- kvæmdir viö skólabygginguna, og i téðri dagbók, sem kom upp úr skrifborðinu áðurnefnda, mátti lesa að siðustu steypu var lokiö um 20. des. 1974. Blaöiö hafði samband við Helga Jónasson, fræðslustjóra i Reykjanesumdæmi, til þess að fregna nánar, hvað gerzt hefði eftir að steypuvinnu var lokið i des. ’74. Sagði Helgi, að gengið hefði veriðfrá húsinu að utan og það verið gert tilbúiö undir tré- verk að innan veturinn ’75-’76. Meðöðrum orðum hefur ekkert verið aðhafzt þar i u.þ.b. tvö ár, og eru skemmdir þegar orönar töluverðar. Þegar Helgi var spurður hverju þessi seinagang- ur sætti, var svarið stutt og lag- gott, ekkertféheföifengizt til að ljúka skólanum og hefja þar starfsemi. Skólinn hefði ekki verið á dagskrá hjá fjár- veitingavaldinu á yfirstandandi ári. Sagðist hann vonast til að fé yrði veitt til skólans á næsta ári, og yrði þá væntanlega hægt að hefja þar starfrækslu næsta haust. Þegar Helgi var spurður að þvi hve miklir peningar væru komnir i bygginguna sagðist hann ekki hafa handbærar ná- kvæmar tölur, en gizkaði á að upphæðin væri á bilinu 60-100 milljónir. Staöreyndir eru I stuttu máli Bleytan frá svalahuröinni hefur borizt inneftir öllu gólfi. þessar: I Krisuvik hefur risið skólabygging, sem ætluö er börnum með hegðunarvand- kvæði eða þeimsem viö slæmar heimilisaðstæður og af þeim sök um dregizt af tur úr i námi, ekki þó þannig að þau þurfi á sér- kennslu að halda. 1 áliti nefndar þeirrar, sem kannaði málið á sinum tima, var tekið fram, að á þessu svæði, þ.e. Reykjanesum- dæmi, væri þörfin fyrir sllkan skóla einna brýnust. Um tveggja ára skeið hefur þessi bygging staðið auö, engum til gagns nema þá kannski helzt sauðfé og hrossum, sem þar hafa leitað skjóls i illviðrum. Það er niðurdröbbun greinileg og yfirvöldum til skammar. Bregða verður skjótt og hart við,ef ekki eiga að koma til lag- færingar fyrir tugi milljóna króna. Það er mannúðarmál aö skóli þessi komist sem fyrst i gagnið. Svalahurðin, sem nefnd er f greininni. t gegnum neöri rúðuna má greina vatnsborðið á svölunum. Takiö einnig eftir bleytunni um- hverfis hurðina og hvernig hún hefur skemmt út frá sér. Séð inn eftir einum ganginum I skólahúsinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.