Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 33

Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 33
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Í VIRKU Í MÖRKINNI 3 FÆST VÖNDUÐ HVÍTLAUKSDRESSING SEM HEITIR GARLIC EXPRESSIONS. Það eru ekki einungis vefnaðarvörur, húsgögn og gjafavörur í Virku heldur líka góðmeti eins og hvítlauks salatdressing úr olíu og ediki. Hún gefur grænmetissalati frísklegan keim og hentar vel í maríneringu, hvort sem er á kjöt, fisk eða grænmeti. Gott er líka að bragðbæta pítsu með því að bera dressinguna á hana áður en sósa og álegg er sett ofan á. Brauðsneiðar sem penslaðar hafa verið með henni og stungið inn í ofn bragðast líka vel sem forréttur, með súpu eða öðrum mat. Garlic Expressions dressingin geymist vel í kæli í nokkrar vikur þótt búið sé að opna flöskuna. Eðalvara á flöskum Hvítlauksdressingin í Virku. Humar er á verksmiðjuverði í Humarbúðinni í Hveragerði. Þeir sem eiga leið austur fyrir fjall ættu því að líta við og kippa með sér góðum, ódýrari humri. Svar býður sumartilboð á síma, fartölvu og myndavél. Panasonic-síminn kostar 4.900, Acer-myndavél 29.900 og Acer- fartölva 69.000. Fyrstir koma, fyrstir fá. Sushismiðjan er komin á fullt. Um er að ræða sushi-take away við smábátahöfnina í Reykjavík. Staðurinn opnaði nýlega svo nú er um að gera að skunda niður á höfn og smakka á sushi við sjávarsíðuna. Papinos pizza hefur opnað þriðja pítsustaðinn sinn og er hann í Grafarvoginum. ALLT HITT [MATUR TILBOÐ] Saumaklúbbsréttir og sushi eru sérgreinar Sóleyjar Ástudóttur en hún er lagin við að malla saman gómsæta rétti sem henta vel í samkvæmi. Sóley Ástudóttir, einn eiganda Emm förðunarskólans og förðunarmeistari, er jafn listræn í eldhúsinu og hún er við förðunina. „Ég bý til mikið af smáréttum og á nokkrar uppskriftir sem ég hef búið til sjálf,“ segir Sóley. „Það er svo gott að kunna eitthvað fljótlegt en báðar uppskriftirn- ar sem ég gef upp hér eru þannig. Aðra þeirra bjó ég til en hina fékk ég í kokteilboði í Stokkhólmi.“ Sóley segir sinn uppáhaldsmat vera sushi og er orðin ansi lagin við að elda það. „Það er rosalega erfitt að búa til sushi og tekur langan tíma, en það er mjög gaman að gera það með öðrum. Við vinkonurnar höfum verið saman í eld- húsinu og útbúið okkur sushi meðan það kjaftar á okkur hver tuska,“ segir Sóley og hlær. Sóley ferðast mikið vegna vinnu sinnar og hefur kynnst matarmenningu víða um heim. Hún segir Marokkó og Spán vera neðarlega á listanum hvað varðar góða matar- menningu. „Í Stokkhólmi má hins vegar finna marga góða og fjölbreytta veitingastaði. Þar má líka finna fólk frá öllum heimshornum þannig að farir þú á japanskan veit- ingastað þá er það Japani sem matreiðir ofan í þig. Á Barb- ados fékk ég frábæran rétt sem kallast Flying Fish. Svo þeir sem eru á leið þangað ættu að leggja nafnið á minnið og smakka.“ Uppskrift Sóleyjar má finna á síðu 3. johannas@frettablaðið.is Gott fyrir kjaftaklúbba Sóley Ástudóttir er dugleg við að búa til uppskriftir að léttum réttum sem henta vel í saumaklúbbinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LEYNDARDÓMSFULLIR EFTIRRÉTTIR Þjóðverjar kunna það vel að galdra dýr- indis eftirrétti úr eplum. MATUR 2 Heimild: Almanak Háskólans GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 26. maí, 146. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.39 13.25 23.13 Akureyri 2.57 13.09 23.25 TILBOÐ Á FATNAÐI Mörg góð tilboð er að finna á tilboðssíðum í blaðinu í dag. TILBOÐ 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.