Tíminn - 25.09.1977, Page 10

Tíminn - 25.09.1977, Page 10
10 Sunnudagur 25. september 1977 — Ég er ekki vitlaus, hrcipar Kim Casali, — ég er bara venju- leg mdöir, sem langar til aö eignast heilbrigt barn... og stóru, dökku augun hennar fyll- ast af tárum. Fréttin um að hún ætti von á þriðja barni sinu, 16 mánuðum eftir lát eiginmanns sins, vakti svo mikla athygliog andsvör, að hún varð skelfd og örvilnuð. Hún þrýsti fjögurra ára syni sinum, Stefano, að sér meö ástiíðlegu stolti — og þörf á öryggi. Stefano og yngri bróðir hans, Dario, voru allt sem hún átti. Kim er konan, sem skapaði teiknimyndaflokkinn, „Ast er..”, sem milljónir manna um allan heim lesa í dagblöðum og timaritum. Parið i mynda- flokknum er Kim og maður hennar Roberto, sem venjulega leiðast og eru stöðugt að sýna hvort öðru ástúð og athygli i önnum hversdagsleikans. Hún unni Roberto Casali um- fram allt annað, en hamingja þeirra stóð stutt. Hann veiktist af krabbameini og lézt fyrir hálfu öðru ári. Kim annaðist hann til siðasta dags, fullvissaði hann um að hann myndi lifa, og tókst næstum aö sannfæra sjálfa sig um það. Þau höfðu verið fátæk þegar þau gengu i hjónaband, nú voru þau auöug og áttu hamingjurikt heimili. Þau áttu tvo syni og langaði tilaö eignast dóttur. En sjúkdómurinn batt endi á fram- tiðardrauma þeirra. Þá datt henni i hug gervi- frjóvgun. Var sh'kt möguleiki? Hún færði það f tal við hann, fyrst varlega, en komst aö þvi aö honum haföi einnig komiö þaö sama i hug. Hann unni henni svo heitt, aö ef hún vildi ala barn hans, þá skyldi hún fá að gera það, jafnvel þótt hann kæmi aldrei til með að sjá það. Meðferðin hófst meðan hann var enn á lifi, og henni var hald- ið áfram eftir lát hans. Vonin um aö eignast barn með Ro- berto, gerði Kim erfiðar stundir léttbærari. Þegarhún vaknaöi af martröö við hrópin í sjálfri sér á næturn- ar var henni huggun að hugsa um að hún gæti átt eftirað eign- ast barn,sem myndi lifa Ro- berto. Nokkrum mánuðum eftir dauða hans fékk hún ákveðiö svar: Hún var vanfær. Með- gangan var eðlileg, brátt fór hún að finna hreyfingar — ófætt barn, sem ekki átti fööur. Þann- ig lýsir Kim tilfinningum sin-' um: — Þetta var erfið ákvörðun. Viö ræddum hana mikið. Nýtt lif blandast þarna inn í, en ég kasta mér aldrei Ut i neitt, nema ég sé alveg viss um að ég sé aö gera rétt. Ég ætla að segja þeim sannleikann. Ég er á miðjum aldri, og maöurinn sem ég elskaði er lát- S.'Sl íxmM mi&i v" égerbörnum minum góð móðir. Það þýöir ekki að hugsa umaö fólk muni segja eitt og annaö.... Ég á fáa nána vini, sem þykir vænt um mig og gleðjast min vegna. Gervifrjóvgun er einkamál, sem ekki kemur öðrum við. Þegar við höfðum ákveöið okk- ur, fór ég á fjölskylduáætlana- skrifstofuna. Ég vildi tala við fólk, sem ég þekkti ekki fólk sem aðeins gaf mér upplýsing- ar. Ég vildi ekki spyrja fólk, sem myndi svara: — Já, en ertu nú búin að hugsa þig nógu vel um? A skrifstofunni fékk ég nafn sérfræðings i gervifrjóvgun. Ég hringdi sjálf til hennar og fékk tima. Fyrst reyndi hún að átta sig á hvers konar manneskja ég væri. Hvort ég væri sú manngerð, sem er fastákveðin i einhverju einn daginn, og breytir um skoðun næsta dag. Roberto var með mér i fyrstu skiptin, og við byrjuðum meðferðina saman. Ég hélt að ég yrði strax vanfær, eins og i tvö fyrri skiptin, en svo einfalt var það ekki. Ég var óró- leg, spennt og mjög viðkvæm. Partntx: Kun cC th* lau Ro&nu (fnsihutnónjly by artiftcuti insetKtmtxm) Fæðingarvottorð Milos Roberto Andrea er sérstakt. Þar stendur : foreldrar Kim og Roberto heitinn. Kortið sem' Kim Casali teiknaði vegna fæðingar þriðja sonarins. KIM EIGNAÐIST BARI SÍNUM 16 MÁNUÐUM Kim Casali, konan að baki teiknimynda- flokksins heimsfræga ,,Ást er...”, er i heimsfréttunum. Maður hennar Róberto dó úr krabbameini fyrir hálfu öðru ári, en i sumar ól Kim honum son — sem getinn var með gervifrjóvgun. Hún segir hér sögu sina með eigin orðum. Kim Casali hamingjusöm með sonum sinum þrem daginn eftir fæðinguna, Milo, Stefano, fimin ára og Dario þriggja ára. inn. Égá tvo syni, sem ég elska umfram allt i heiminum. Ég vil ekki halda mér dauðahaldi í þá af þvi að ég er einmana. Ég vissi að ég myndi gera það, en það hefði verið rangt. — Börn þurfa að vera frjáls. Nú eru þeir á indælum aldri (Stefano fimm ára, Dario þriggja), en þegar þeir eldast þurfa þeir að slita sig lausa, án þess að ég hangi um hálsinn á þeim. Ef ég get þá skipt ást minni i þrjá staöi, veröur þaö miklu auðveldara. — Auövitaö er þetta eigin- gjörn ákvörðun. Barnið fæddist af þvi að ég hafði ákveðið það, af því að mér finnst ég þarfnast þess. En ég veit að ég get gefið þvl ást og umhyggju. — Stefano er á þeim aldri, að hann vill vernda mig og annast mig. Hann segist ætla að giftast mér, þegar hann verður stór. — Þegar drengirnir eru orön- irstærri, ætla ég að segja þeim sannleikann. Það er tilgangs- laust að ljúga að þeim, þvi ein- mitt núna eru þeir aðeins upp- teknir af maganum á mömmu og barninu, sem er þar. Þeir verða fljótlega komnir á þann aldur aö þeir fara að telja á fingrum sér — og það er ég hrædd um að sumir nágrann- anna séu þegar farnir að gera. En ég hef ekki gert neitt, sem ég skammast min fyrir. Þetta er eðlilegur hlutur. Og þetta er mitt lif, min ákvörðun og mitt barn. Möguleikinn var fyrir hendi, og ég hagnýtti mér hann. Mig langaði til að eignast þriðja barnið. Eiginlega skeyti ég litiö um hvað annað fólk hugsar og álít- ur. Ég veit sannleikann og nán- asta fjölskylda min. Ég veit að Ég vissi að hann myndi deyja Allt sem ég þráði i lifinu var maður, sem ég elskaði, heil- brigð börn, öruggt heimili, hús og bifreiö. En Roberto fór frá okkur, og eftir það fór ég ekki til læknisins mánuðum saman. Vandamáliin hrönnuðust upp, en ég er ekki þannig að ég hætti við hálfklárað verk. Mig minnir að ég hafi farið fjórum, fimm sinnum i meðferð. Ég hringdi og tilkynnti þegar blæðingar byrjuðu, og svo fékk ég tima 15 dögum seinna. Ég var ekki vanfær, en ég beit á jaxlinn og hélt áfram. Ég var farin að halda að þetta gengi ekki, en skyndilega var ég þunguð. — Þetta hefur verið erfiöur timi. Nokkrum sinnum hef ég fyllzt örvæntingu og sagt við sjálfa mig: Þetta er ekki er ekki eins og þaö á að vera.Hugs- unin um að barnið myndi biða tjón af þessu og aldrei biða þess bætur, hrjáði mig oft. Auk þess óttaðist ég að barnið mitt fengi Ég hef aldrei verið eins einmana og siðustu mánuði meðgöngu- timans, segir Kim, — ég fann aö ég haföi engan að styöjast við.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.