Tíminn - 25.09.1977, Síða 14
14
Sunnudagur 25. september 1977
Stefán Snæbjörnsson, formaður dómnefndar I Umbúðasam-*
keppninni tilkynnir hverjir fengu viðurkenningar.
Afhending
viðurkenninga í
U mbúðasam-
keppninni
Óskar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Osta og smjörsölunnar tekur
við viðurkenningu fyrir umbúðir sem fyrirtæki hans notar.
Timamyndir: Róbert.
Iðnkynning
í Reykjavík
iii
Gunnsteinn Karlsson, Auglýsingastofu Sambandsins, tekur við viður-
kenningu frá Stefáni Snæbjörnssyni, formanni dómnefndar,
Umbúðasamkeppninni.
Steingeitur bregöa á leik fyrir áhorfendur.
Paradís í
ítölsku
Ölpunum
Eitt af þvi sem ítalir
eru ákaflega stoltir af er
Gran Paradiso, stór un-
aðsreitur í itölsku Ölp-
unum, nálægt Torino.
Þar verða ekki einungis
i vegi ferðamanna til-
komumikil fjöll og dalir,
heldur einnig merkilegt
dýralif, svo sem stór
stofn steingeita. Svæði
þetta er hentugt að þvi
leyti að það er afgirt og
hólfað niður, svo að
ferðamenn og aðrir þeir
sem þangað leggja leið
sina eigi hægara um vik
að komast nálægt dýr-
unum.
Italia er frægt land i listasög-
unni fyrir miklar og ævafornar
byggingar, stórkostleg kirkju-
málverk, einnig fyrir sól, vin og
suðræn aldin. Færri vita þo, að 1
ölpunum I noröri er að finna
ósnortið lifriki á fjöllum uppi
ásamt fjölbreytilegu villtu dýra-
lifi. Um langan aldur hafa stór
svæði veriö friðlýst á ítaliu.
Þeirra stærst er þjóðgarðurinn
Gran Paradiso I Itölsku ölpunum.
Meðal þeirra dýra sem þar lifa
eru steingeitur, hvitar akurhæn-
ur, refir, krákur og emir, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Mikill fjöldi sjaldséðra dýra er
þó ekki það sem gerir garð þenn-
an' merkilegan. öllu heldur er
hann sérstakur fyrir þaö hve auð-
velt er að komast um hann og aö
dýrunum. Þessi garður var
skipulagður um 1870 og þá hólfað-
ur niöur, til að auðvelda Viktor
Emanuel II. kóngi veiðarnar.
Hann var ákafur veiðimaöur.
Margir koma að s já
Það gefur auga leið að þeir eru
fleiri sem koma til að virða fyrir
sér dýrin heldur en til að njöta út-
sýnisins, þó að þeir séu margir.
Til að sjá þau sem bezt og komast
sem næst þeim er morguninn frá
kl. 6—9 hentugastur, eða þá milli
5 og 8 á kvöldin. Þegar sterkjan
frá brennheitri hádegissólinni
verður kæfandi, leita dýrin i for-
sæluna I fjailshliðunum og renna
saman við margvislega liti
gróðursins.
Samt sem áður eru tveir staðir
þar sem hægt er að komast mjög
nálægt steingeitunum allan sólar-
hringinn ef veður hamlar ekki.
Það er við Viktor Emanuel
kofann i Valsavaranche og varð-
kofa i Val di Cogne. Yfir sumar-
timann eru dýrin i 2500 til 3000
metra hæð. Sá sem vill hafa gagn
og gleði af ferð þangað upp
verður að eyða um átta timum
þar og vera tilbúinn að takast á
hendurgönguferði tvo, þrjá tima.
Ýmsum kann að virðast eyðilegt
um að litast i fyrstu, en eftir
drjúga göngu skilst honum að
J>að er tómur misskilningur. Aður
en varir taka hin aöskiljanlegustu
dýr að birtast, steingeitur og refir
skjótastfram úrrunnum, krákur
flökta um og ernir i efstum sal
svifa i tignarlegri ró fyrir kletta-
snös.
„Samfélagsleg miðstýr-
ing”
Í3000 m hæð.
En jafnvel i 3000metra hæð yfir
sjó teygir hin samfélagslega
miöstýring sig á ítaliu, þar sem
gróöur vex villtur og dýrin lifa
frjáls. Sú miðstýring er þó mest
öll miðuð við mannkindina.
Þarna hefur veriö komið upp
áningarstöðum fyrir göngumóða
ferðamenn, sem geta svalað
þorsta sinum eftir hressandi
gönguferð, skólabörn geta
skroppið á bak hestum. Aætl-
unarbilar ganga þama uppeftir
reglulega. A vetrum er hægt aö
komast i þjóögarðinn og fara á
skiðum i bröttum hliðum.
Hörð lifsbarátta.
Tvær litlar sögur af lifsbaráttu
dýra i þjóðgarðinum. Þessa sögu
segir vaktmaður einn á svæðinu:
Dag nokkur var ég einn á vaktinni
Steingeitin lifir frjálsu og
áhyggjulausu lffi f Gran
Paradiso í Itölsku ölpunum.
og sá þá örn sem flaug meðfram
fjallshllð Hann skáskárhliðina’og
var ýmist við efsta tind eða-niðri
við rætur fjallsins. Honumr fylgdi
minni örn, og hafði sá háa skræki
og hvella. Sá minni hélt sig
nokkrum metrum ofar. Hvað eftir
annað steyptihannsérsnöggt yfir
þann stærri og reyndiað höggva I
bak hans. 1 fyrstu hélt sá stærri
þeim minni frá sér meö kröftug-
um vængjaslætti. Þegar sá minni
sýndi ekki nein merki uppgjafar,
sneri sá stærri sér skyndilega viö
á fluginu, glennti út klærnar, við-
búinn að hremma þann minni,
jafnframt mundaði hann vængina
tilað slá með. Sá minni flaug und-
an, en lét hinn samt ekki i'friði og
fylgdi honum eftir upp að f jalls-
brún. Þarna var sá minni að
varna þvi að sá stærri kæmist að
hreiðri hans.