Tíminn - 25.09.1977, Side 33
Sunnudagur 25. september 1977
33
„Þetta er aðeins upp
hafið að öðru meira”
— segir dr. Olafur Guðmundsson um
beitarþolstilraunirnar
Dr. Ólafur Guömundsson
— Vorið 1974 varundirbtíning-
ur hafinn og tilraunir skipulagð-
ar, ári siðar var byrjað á sex
tilrauium og tveim bætt við 1976.
Með þessum tilraunum, sem
miöa að þvi að finna Ut beitarþol
landsins, er verið að reyna að
finna út hve mikiö megi beita
landið með tilliti til afurða bú-
fjárins, og einnig meö tilliti til
landsins sjálfs. Ennþá eru tvö
ár eftir af upphaflegri áætlun,
en um áframhald get ég ekkert
sagt, það hlýtur að fara að mati
þeirra manna sem með pen-
ingamálin fara. Hins vegar er
það mitt álit að þetta séu engar
lokarannsóknir, þar sem það
sem hér er verið að gera, er að-
eins upphafið að öðru meira.
Þannig komst dr. Ólafur Guð-
mundsson starfsmaður til-
raunastofu landbúnaðarins að
orði, er Timinn ræddi við hann
fyrir skömmu. Og við spuröum
Ólaf um þörfina fyrir beitar-
þolstilraunir þær, sem hann
stendur fyrir.
öruggari aðferð til að
finna beitarþolið
— Það hafa verið gerðar beit-
arrannsóknir hér á landi áður,
en þetta eru fyrstu raunveru-
legu beitarþolsrannsóknimar á
mismunandi gróðurlendi. Það
leikur enginn vafi á að það var
orðið mjög aðkallandi aö þær
yröu geröar. Mælingar hafa
verið gerðar á beitarþoli meö
öðrum aöferðum, en þessar til-
raunir koma til með að auka
þann skilning, sem fékkst úr
niðurstöðum þeirra. Þessar til-
raunir eru þannig uppbyggðar,
að mismörgu búfé er beitt á
land, þannig að beitarþungar
veröa tveir eöa fleiri i hverri til-
raun.Eftir nokkurn tima er svo
hægt aö sjá hvaða beitarþungi
er heppilegastur, svo að sem
beztar afuröir fáist af skepnun-
um og að landið spillist ekki.
Hingað til hafa beitarþolsrann-
sóknir nær eingöngu verið gerð-
ar samfara gróðurkortagerð,
sem er i sjálfu sér lika undir-
staða fyrir okkar rannsóknir i
dag, þvi við verðumað vita hvar
hin ýmsu gróðurlendi eru, til að
geta nýtt þær upplýsingar sem
við fáum. Hins vegar eru þær
tilraunir, sem hér er veriö að
vinna að, mun dýrari i allri
framkvæmd en þær aðferðir
sem áður hafa verið notaöar.
— Hvaða svæði eru það á
landinu sem greinilega eru of-
beitt?
— Þetta er dálitið viðkvæmt
mál, sem menn eru ekki alveg
sammála um, en skilningur á
þessu er að aukast og óhætt er
að benda á ýmsa afrétti uppaf
Suðurlandsundirlendinu i þessu
sambandi, og sama máli gegnir
um marga afrétti Norðurlands.
Að þurrka upp hluta
mýranna
— En er ekki hægt að beita
meirá einstök landsvæðien gert
er i dag?
— Að sjálfsögðu mætti jafna
beitinni mjög mikið frá þvi sem
tiðkast i dag, og m.a. það sem
við erum að gera hér, er að
reyna að finna út, hvernig hægt
sé að nýta mýramar. Væri hægt
að beita á þær yfir allt sumariö
væri mikill vandi leystur. Hins
vegar höfum við komizt að raun
um að varla er hægt að láta
lömb þrifast á mýrum seinni
part sumars, þó að öðru máli
gegni um nautgripi.
— Yröi ekki gifurleg röskun á
lifrikinu, ef þurrkaður yröi upp
bróðurpartur islenzks mýrlend-
is?
— Það erekkiþar með sagtaö
allar mýrar verði þurrkaðar, þó
svo einhverjar verði teknar fyr-
ir, enda er nú þegar mikið um
framræstar ónýttar mýrar. Og
þess má lika geta, að hér eru i
gangi vistfræðirannsóknir undir
stjórn dr. Sturlu Friðrikssonar,
en þær miða að þvi að athuga á-
hrif þurrkunarinnar á dýralifið.
Þessar rannsóknir, rétt eins og
okkar, eru styrktar af þjóðar-
gjöfinni svokölluðu, sem ts-
lendingar gáfu sér á 1100 ára af-
mælinu.
Tilraun á Auðkúluheiði
hefur gefið góða raun
— En svo ég gefi þér nánari
hugmynd um hvað þaö er sem
við erum að aöhafast, þá eru
beitartilraunir i gangi í Alfta-
veri á Suðurlandi. Þar er sand-
blandinn móajarðvegur á
hrauni. Við erum að athuga,
hvaö má beita þetta land, án
þess aö hætta sé á uppblæstri,
en þó svo að skepnurnar nái sem
beztu holdafari. Svo erum við
með tilraun við Sandá á
Biskupstungnaafrétti, þar sem
beitt er á uppgræddan sand inn-
an landgræöslugiröingar. Verið
er aö rannsaka, hvort ekki sé
hægt aö nýta þann gróður innan
landgræðslugirðinganna, sem
verið er að græða upp, eða þeg-
ar er lokið viö aö græöa, án þess
að valda tjóni á honum. Þá er i
gangi tilraun á Auðkúluheiði á
þurrlendi. Otkoman hefur orðið
mjög góð, en þvi miður bendir
fiest til að þaö landsvæði farið
undir vatn ef af Blönduvirkjun
verður. 1 Kelduhverfi er tilraun
á lyngmó, og þar þrifast lömbin
vel við hæfilegan beitarþunga.
Tilraunir á mýrlendi fara fram
á Hesti og Hvanneyri I Borgar-
firöi, og auk þess i Kálfholti og
Sölvaholti á Suöurlandi. Auk
þess er i mörgum tilraunanna
verið að kanna, hversu mikið
má auka beitarþol landsins meö
áburðargjöf.
— Hafið þið komizt að ein-
hverjum sérstökum niðurstöð-
um, sem t.d. bændum væri akk-
ur I að heyra?
Niöurstöður frá þvi i sumar
liggja ekki fyrir, og við erum
tregir til að álykta af aðeins
tveggja ára niðurstöðum. Þetta
er þriöja árið sem beitarþolstil-
raunirnar eru i gangi, og ætlun-
in er að taka saman eitthvað i
haust og reyna að draga álykt-
anir af þvi sem þegar er komið.
Bráðabirgðaniðurstöður munu
þvi liggja fyrir upp úr áramót-
um. —áÞ
Úr ársskýrslu Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins
BEITARÞOLSRANN SÓKNIR
Beitarþolsrannsóknir eiga sér
ekki ýkja langa sögu, en þær
sem dr. Ólafur Guðmundsson
fjallar um i viðtalinu, hófust ár-
ið 1975. Þær hafa farið fram
undir yfirstjórn nefndar, sem i
eiga sæti dr. Björn Sigurbjörns-
son, formaður, forstjóri Rann-
sóknastofnunar landbúnaðar-
ins, dr. Halldór Pálsson búnaða-
málastjóri og Sveinn Runólfs-
son landgræðslustjóri.
Tvær tilraunir bættust við þær
sem fyrir voru sumarið 1976, i
Kelduhverfi og við Sandá á
Biskupstungnaafrétti. 1 Keldu-
hverfi var tilraunin á óábornum
og ábornum kvistmóa, en auk
þess á ábornum kvistmóa þar
sem lyngi var eytt með lyfjum.
Tilraunin við Sandá var á upp-
græddum og ábornum sandi.
Taka varð sauðfé úr þeirri til-
raun á miðju sumri vegna ónógs
gróðurs.
Meðal þeirra mælinga, sem
gerðar voru á hverjum stað
1976, má nefna: 1) Allt búfé var
vegið á þriggja til fjögurra
vikna fresti. 2) A svipuðum tima
var mælt, hve mikil uppskera
stóð eftir I hverju hólfi. 3) Gerð-
ar voru mælingar á samsetn-
ingu gróðurs 4) Fóðurgildi og
efnamagn uppskerunnar var
rannsakað. 5) Við slátrun lamb-
knna voru ýmis sýni tekin 6)
Fylgzt var náið með heilsu og
þrifum búfjárins.
1 sambandi við beitartilraun-
ina á Hesti var i samvinnu við
tilraunastöð háskólans i meina-
fræði gerð tilraun með kopar-
gjöf handa lömbum, og einnig
var gerð athugun með orma-
lyfsgjöf bæði handa ám og
lömbum. enginn munur fannt á
afurðum né blóði lamba, sem
rekja mætti til kopargjafarinn-
ar. Ekki varð heldur nein af.
urðaaukning vegna ormalyfs-
gjafarinnar.
Dr William Mitchell:
Leggja ber áherzlu á aukið sam
starf Alaskabúa og íslendinga
Dr. William Mitchell
Þegar Timamenn voru á ferð
á Rannsóknastofnun landbun-
aðarins að Keldnaholti, hittu
þeir að máli Dr. William Mite-
hell, iurtaerfðafræðing frá Al-
aska. Mitchell hefur unnið við
rannsóknir i Alaska siðan 1963
og einkum íengizt við kynbætur
og frærækt villtra grasa tii upp-
græðslu. Á siðustu arum hefur
hann átt mikið samstarf við is-
lenzka starfsbræður sina að
Keldnaholti.
Gagnkvæm fræskipti hafa átt
sér stað, og mikið af athyglis-
verðum tegundum heíur borizt
til Islands, frá Alaska. Til gam-
an má geta þess. að á grasvell-
ínum fyrir framan tilraunastöð-
ína i Aiaska er islen2k4 gras.sem
sent var þangað til revnslu um
1960. Á siðustu árum heíur nv
tegund af snarrótarpunti, Ber-
ingspuntur, verið revnd við
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins, sem virðist lofa góðu hér,
og hafa Islendingar pantað um
þrjú tonn af þessu grasi.
1 Alaska höfum við komizt að
raun um að fáar tegundir inn-
fluttra plantna standast sam-
keppnma við upprunalegar
plóntur i Alaska. En undantekn-
ing eru hinar islenzku, þvi þær
eru sérstaklega harðgerðar,
sagði Mitchell. — Ég og islenzk-
ir stéttarbræður minir erum,
t.d. sérstaklega áhugasamir um
snarrót, sem er eitt af aðalgrös-
unum hér á landi. Beringspunt-
urinn sem ég hef sent hingað, er
með mýkri blöð en hinn fslfenzki,
og eftir þvi sem mér hefur verið
tjáð, þrifst hann með ágætum>
Þessi tonn sem hafa verið pönt-
uð hingað, eru t.d. ætluð til land-
græðslu.
— Getu Aiaskamenn eitthvað
lært af Islendingum og öfugt?
— Það leikur enginn vafi á
þvi. Raunar geta allar þjóðir
Frh. á bls. 39