Tíminn - 25.09.1977, Page 39

Tíminn - 25.09.1977, Page 39
Sunnudagur 25. september 1977 39 flokksstarfið Akureyri Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna á Akureyri heldur fund sunnudaginn 25. sept. á Hótel KEA kl. 14.00. Gestur fundarins verður Steingrímur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins. Fulltrúaráðsmenn, bæði aðal- og varamenn eru hvattir til að mæta stundvislega. Stjórnin. „Opið hús" Flateyri Framsóknarfélag önundarfjarðar verður með opið hús i sam- komuhúsinu Flateyri á þriðjudagskvöldum kl. 20.30-23.30. Leikið verður af plötum, spilað, teflt, myndasýningar. Allir velkomnir. LONDON Fyrirhuguð er 5 daga ferð til Lundúna á vegum SUF i siðari hluta nóvember ef næg þátttaka fæst. Nánar auglýst siðar. SUF Kópavogur Fulltrúaráðsfundur framsóknarfélaganna i Kópavogi verður haldinn að Neðstutröð 4 þriðjudaginn 27. sept. næstk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. FramboðsmálT Kosning framboðsnefndar. 2. Vetrarstarfið. 3. önnur mál. Stjórnin Keflavík Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Keflavik heldur fund i Framsóknarhúsinu fimmtudaginn 29. sept. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Vetrarstarfið. 2. Umræður um prófkjör vegna bæjarstjórnarkosninga á kom- ándi vori. Stjórnin. 0 Samstarf lært eitthvað hver af annarri sé vilji fyrir hendi. Þið hér á Is- landi, hafið miklu meiri reynslu i að nota grasategundir af nor- rænum slóðum i landbúnaði, en við i Alaska. Það er að mörgu leyti ótrúlegt að sjá landið ykk- ar á sumum stöðum. En við get- um ekki aðeins lært að nota rétt- ar tegundir á rettum stöðum, við getum lært að varast afleið- inar ofbeitar. I Alaska eru til landsvæði sem svipar mjög til þess, sem gerist á tslandi, og mikið af þessu landi er ekki er ekki fullnýtt i dag. Frumbyggj- arnir stunda landbúnað, en i litl um mæli enn sem komið er, og sú þekking sem við getum feng- ið hér á landi, á eflaust eftir að koma þeim til góða. Ég vona að það samstarf, sem þegar er komið nokkuð vel á veg, megi aukast og dafna, þvi það mun verða báðum aðilum til hagnað- ar. 0 Skiptinemar nema, hafa margar tekið aftur á móti skiptinemum. Kristni ekki skilyrði Það er ekki skilyrði, að skipti- nemarnir séu kristnir, og hafa t.d. verið sendir múhameðstrúar- menn á vegum samtakanna. En að baki býr kristin hugsjón, sú að öðlast skilning á öðrum þjóðum og vekja unga fólkið til um- hugsunar um aðrar þjóðir heims- ins, um þarfir annars fólks, um misskiptingu auðæva og að vera sér meðvitaður um náungann. 0 Hillman Eftir Utkomu plötunnar stofn- ar hann 7 manna hljómsveit og fer I velheppnað hljómleika- ferðalag. Nútiminn sá hann tvisvar i London (eins og áður hefur verið greint frá) og var frammistaða hans og hljóm- sveitarinnar i einu orði sagt frá- bær.Nú nýlega kom svo önnur „sóló” plata hans út, „Clear Sailin’”, virkilega góð og vönd- uð plata sem slær þá fyrri alveg út. Þannig er staða Hillmans i dag, átján árum eftir að hann byrjaði að spila opinberlega. Óneitanlega athyglisverður tón- listarmaður með margþættan feril, tónlistarmaður sem hefur farið í gegnum margar tón- listarbreytingar um dagana og á eftir að vera I slagnum i mörg ár enn. {£) Fræakrar til landsins. Við höfum, með öðrum orðum ekki getað flokkað fræ okkar sjálfir hér heima og það fræ sem við höfum sent utan til framræktunar, til dæmis i Noregi hafa Norðmenn flokkað fyrir okkar eftir að kornið var komið þangað. En nú er svo komið að við getum annazt þetta sjálfir og nú er verið að þjálfa starfsfólk i þvi að nota þessar vélar og stjórna þeim. Og þá geta íslendingar gert sér vonir um að geta upp- fyllt þær kröfur sem grann- þjóðir okkar gera til ræktunar- fræs. Þær tegundir sem hér er um að ræða eru aðallega vall- arsveifgras og túnvingull. Báðar eru þær jurtir islenzkar og flest bendir til þess að is- lenzkir stofnar þoli betur is- lenzka veðráttu en erlendir stofnar. Sömuleiðis er ræktað vallarfoxgras, en bændur hér nota fræ af stofni sem fram- ræktaður hefur verið i Noregi. Fræakrar á Sámsstöðum eru nú fimm til sjö hektara að flatarmáli og menn búast við megin-árangrinum af þeim til- raunum sem er verið að gera á næsta ári eða ef til vill á næstu tveim árum það er að segja 1978 og 1979. Þegar tilraunastöðin á Sáms- stöðum tók til starfa fyrir hálfri öld var meginmarkmiðið það að þar yrði ræktað grasfræ handa islenzkum bændum. Þetta hefur að visu alltaf verið gert og þar á meðal allan þann tima sem Klemenz Kr. Kristjánsson starfaði á Sámsstöðum, i full fjörutiu ár en þó minna en ætlað hafði verið i upphafi. Smám saman þokaðist starfsemin i aðrar áttir, og má þar nefna áburðartilraunir að ekki sé minnzt á kornræktartilraunirn- ar sem löngu eru orðnar lands- kunnar. Nú á fimmtiu ára afmæli til- raunastöðvarinnar á Sáms- stöðum er nýr áfangi að hef jast i starfseminni þar með tilkomu nýrra og fullkominna tækja. Vist er að þeir sem áhuga hafa á landbúnaðarmálum og ræktun yfirleitt munu fylgjast náið með þvi sem þar fer fram næstu misserin. Chicago höldum við tryggð við sérein- kenni okkar. — Hvað er að segja um nýju Chicagoplötuna? — „Chicago II”, eins og hún heitir, sýnir okkur, eins og ég hef áður sagt, sem hljómsveit þar sem allir leggja eitthvað til. Hún er þverskurður allra þeirra meininga um tónlist sem finnast innan hljómsveitarinnar. — Eru meðlimir Chicago ánægðir með lifið i dag. Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum komuð þið fram 350 sinn- um sama árið. — Ó já, það var óttalegur timi. Við tökum það rólegar nú og sinnum meira fjölskyldulifi. Jafnframt vinnum við skipuleg- ar og það hefur gert okkur lifið Iéttar. Um tima var jafnvel hætta á upplausn innan hljóm- sveitarinnar, en úr þessu held ég að hljómsveitin geti starfað saman svo lengi sem við kærum okkur um. Þegar að uppgjörs- dögum kemur, verður það ákvörðun okkar allra. — Hvað er svo framundan hjá ykkur? — Hljómleikaferðir. Nýja langspilið okkar er nýútkomið og við verðum að stuðla að sem mestri sölu, og einmitt þaö ger- um við með hljómleikahaldi. Tröllkonuhlaup á þurru Hefði tröllskessan verið að elta Gissur bónda þegar ljósmyndari Tím- ans, Gunnar, tók þessa mynd I fyrradag er engin hætta á að hún hefði þurft að nota eyjarnar til að komast þurrum fótum yfir Þjórsá. Tröllkonuhlaup heitir fossinn sem hér ætti að vera i Þjórsáogiheitir svo vegna skessunnar sem notaði eyjarnar sem stiklur i eltingarleiknum við bóndann. En eins og sjá má iná ganga þurrum fótuin þarna uin Bjarnalækjarskurði þar sem allt rennsli árinnar fer um Búrfellsvirkj- un. Að sögn starfsmanna þar kemur þetta fyrir að ganga má þurrum fótum við Trölikonuhlaup, en ekki er það algengt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.