Tíminn - 25.09.1977, Qupperneq 40

Tíminn - 25.09.1977, Qupperneq 40
 i Sunnudagur1 25. september 1977 í • ; - ■ 1 *18-300 Harks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI Auglýsingadeild Tímans. UNDIRFATNAÐUR Nútíma búskapur þarfnast BK.UER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Sfóumúla 22 Símar BS694 & 852*5 Alinnlent fræ til grasræktar í augsýn: Fræakrar á Sámsstöðum 5-7 hektarar að flatarmáli Stórfelld fræuppskera möguleg, ef stöðin fær nægilegt rekstrarfé VS-Reykjavik. Tilraunastöðin að Sámsstöðum var fimmtug i vor er leiö. Stöðinni var i upp- hafi komið á fót til þess að ann- ast ræktun á islenzku fræi en nú er fyrst að skapast aðbúnaður til þess að hægt sé aö sinna þessu verkefni svo að vel sé. Með styrk úr þróunarisjóði Sameinuöu þjóðanna hefur ver- ið komið upp góöum tækja- búnaði til fræþreskingar og hreinsunar á fræi. Auk þess hefur hluta af „þjóðargjöfinni” verið varið til þessa verkefnis I samvinnu við Landgræðslu rikisins sem á mikilla hags- muna að gæta, þar eð árangur af uppgræöslusáningunni myndi batna til muna ef hægt væri að sá islenzku grasfræi i staö þess erlenda sem nú er notað. Fyrsta fræið af nýjum stofn- um af vallarsveifgrasi og tún- vingli var ræktað I sumar og þrátt fyrir fremur óhagstætt veðurfar er það mjög fallegt. Það virðist öruggt, að hér megi rækta fræ af vallarsveifgrasi og túnvingli, sem fullnægi innan- landsþörfinni. Hægt er aö leggja út i frærækt I stórum stil á næstunni, að þvi tilskildu að stofnræktun gras- fræs á Sámsstööum sé i góðu lagi. Til þess að svo megi verða þarf að fullgera stöðina á Sáms- stöðum og tryggja henni nægi- legt rekstrarfé, en sérfræðingar Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins telja fjárveitingar til þessa verkefnis svo litlar að búast megi við miklum töfum á þvi að þessu marki verði náð ef ekki fæst meira fé til starf- seminnar. Geta má þess að Norðmenn Sviar og Finnar verja miklu fé til fræræktar á helztu gras- tegundum sinum, enda gera ræktunarmenn sér yfirleitt grein fyrir þvi, að innlent fræ, aölagað aðstæðum á hverjum stað er forsenda öryggis i rækt- un viðkomandi lands. Segja má að frærækt sé nær þvi að vera iðnaður en búskapur hún er á ýmsan hátt ekki ólik graskögglaframleiðslu. Það hefur nokkuð háð fræræktartil- raununum á Sámsstöðum, að nauðsynlegar vélar hafa ekki verið fyrir hendi, en nú hefur rætzt verulega úr þeim málum eins og áður segir. Fræskurðar- vél slær fræ úti, á akri en flokkunarvél flokkar fræiö mjög nákvæmlega. Þetta þýðir að hægt & aö vera að framleiða svokallað stofnfræ sem notað væri þá til frekari ræfctar inn- anlands eða verið sent til fræ- ræktar I útlöndum en útlending- ar gera mjög miklar kröfur til hreinleika fræs og þær kröfur höfum við ekki getað uppfyllt fyrr en áðurnefndar vélar komu Frh. á bls. 39 Mjög fallegt fræ af vallarsveifgrasi. Ljósm. Þorsteinn Tómasson Hér stendur Kristinn Jónsson tilraunastjóri hjá hluta af fræhreinsi- og flokkunarsamstæðunni á Sámsstöðum. Ljósm. Þorsteinn Tómas- son.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.