Tíminn - 16.10.1977, Síða 3

Tíminn - 16.10.1977, Síða 3
Sunnudagur 16. október 1977. 3 Líffræðinemar hóta að mæta ekki LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-UTAVER í skólann næsta mánudag GÓLFDÚKUR F.I. Reykjavík — Nií stendur til, að a.m.k. þeir skólar þar sem all- irkennarar taka laun eftír kjara- samningum stéttarfélaga utan BSRB hefji kennslu að nýju n.k. mánudag, þrátt fyrir verkfall BSRB og þar meö verkfall hús- varða þessara skóla. Af þessu tilefni hefur stjórn Hagsmunafélags liffræðinema við H.I. setið fund og komizt að þeirri niðurstöðu, að opnun skól- anna á mánudag — verði verk- fallið ekki þá þegar leyst, muni hafa I för með sér gifurlega mis- munun nemenda, þar sem megin- þorriþeirraþarf á strætisvögnum að halda tíl þessað geta sótt skól- ana auk þess sem nokkuð stór hluti nemenda á ekki heiman- gengt vegna lokunar dagheimila. Skorar stjórn Hagsmunafélags- ins þvi á allt námsfólk við þessa skóla að mæta ekki næsta mánu- dag, ef verkfalli hefur ekki verið aflétt fyrir þann tima og koma þannig i veg fyrir þessa mismun- un. Timinn hafði samband við vararektor Sigurjón Björnsson, deildarstjóra félagsvisindadeild- arog bar þessa áskoruna liffræði- nemanna undir hann. Sigurjóin sagðist vel vita þaö, að llffræðinemar væru i erfiðri aðstöðu i öllu strætisvagnaleys- inu, þar sem kennsla I liffræði færi m.a. fram inni á Grensás- vegi, og samband við aðalstöðvar háskólans erfitt af þeim sökum. Hitt væri alveg ljóst, að háskólinn hefði enga sérstöðu i verkfalli, umfram aðrar stofnanir, þar sem fólk yrði að mæta til vinnu og ó- verjanlegt væri að halda ekki uppi kennslu i háskólanum nú. — Við erum auðvitað við þvi búnir að gera ákveðnar ráðstafanir við vissar námsbrautir, ef þörf kref- ur, sagði Sigurjón, og talað hefur verið um að útvega vagn, sem myndi leysa ferðavandamál nemenda að hluta til. Tom Krestesen sýnir í Norræna húsinu í gær var opnuð sýning i Nor- ræna húsinu á verkum málarans Tom Krestesen, og lýkur henni þann 30. þ.m. Hann sýnir þar 60 myndir, ollumyndir, vatnslita- myndir og tússmyndir sem lista- maðurinn málar á gamalt tré- verk s.s. huriSr. Tom Krestesen er fæddur I Danmörku 1927, en fluttist til Svi- þjóðar árið 1950 og býr nú I Stokk- hólmi. Hann hefur með timanum þróað með sér expressjóniskan málarastil, þar sem hann einbeit- ir sér i æ rikara mæli að þvi að draga fram þá hörmung og viður- styggð, sem dynja yfir mannkyn- ið vegna ofbeldisaðgerða vald- hafanna. Goya og listamenn endurreisnartimans hafa höfðað til hans. Persónurnar i myndum hans hrópa nánast til áhorfand- ans og leitast við að miðla honum af þeirri vitneskju, sem þær hafa öðlast með þjáningu og nauð. Tom Krestesen málar oft myndir sinar á aflangar fjalir, sem hann getur svo stillt saman svipað og I altarisskápum mið- alda, en plslarvottarnir á þeim og persónur hans eiga líka margt sameiginlegt. 1 landslagsmynd- um sinum leggur hann litina i mjög þykkum lögum og nær þannig fram blæ, sem minnir á lágmyndir,og gefur jafnframt til kynna heita skapsmuni lista- mannsins. Þótt hann hafi mikið dálæti á dökkum litum er þó mikil birta ráðandi i myndunum. Tom Krestesen stendur nokkuö einn sér á sviði sænskrar nútima- listar, einangrun hans er allmjög i ætt við einsemd Torsten Ren- qvists, sem er meöal þekktustu málara i Sviþjóð. Báðir reyna þeir að fanga söguna i myndum sinum og beita m.a. til þess máli naturalismans með dálitið forn- legum blæ. Einnig má lita á verk Tom Krestesen sem yfirlýsingu um heimsástand, þat- sem ör- væntingin er svo mögnuð, aö huggunar verður engan veginn leitað með ódýrri einföldun. Af þessu leiðir, að erfitt getur verið að skera úr um það, hvort bann flytur boðskap svartsýni eða bjartsýni I myndum sinum. Þvi er þó þannig háttað, að hann álit- ur að ekkert að sé til sem rúmi ekki samtimis I sér andstæðu sina. Tom KresteSen hefur haldið Tom Krestesen viö eitt verka sinna. Það er málaö meö tússi á gamlar hurðir. Tlmamynd: Gunnar sýningar i flestum stærri borgum Sviþjóðar, auk þess i Osló, Berg- en, Kaupmannahöfn, Berlin, London og New York. Flest merkari listasöfn Sviþjóðar eiga verk eftir hann og sama er að segja um ríkissöfnin i Osló og Kaupmannahöfn. Næsta sýning málarans verður i Gallerl 15, kunnu listasafni I Moss i Noregi. TUraunakvikmyndir í gaJlerí, Suðurgötu 7 Laugardaginn 15. október opn- ar sýning i galleri Suðurgötu 7. Sýndar verða nokkrar innlendar tilraunakvikmyndir m.a. eftir Bjarna H. Þórarinsson, Jón Karl Helgason og Friðrik Friðriksson^ Sýnt verður á hverju kvöldi kl. 8, 9 og 10 næstu kvöld. Fólki er heimilt að hafa eigin kvikmyndir meðferðis og sýna á 10 sýningun- um. Þar sem galleriið stendur i stórræðum þessa dagana eins og útgáfu timaritsins Svart á hvitu hefur það ákveðið aö efna til sölu- sýningar á verkum, sem aöstand- endur gallerisins hafa gefið þvi. Allur ágóði af seldum verkum rennur þvi til gallerisins og er verði verkanna mjög stillt I hóf. Þarna verða verk eftir Kristján Kristjánsson, Steingrim Eyfjörð Kristmundsson, Bjarna H. Þórar- insson, Ingólf Arnarson, Eggert Pétursson og Helga Friðjónsson svo einhverjir séu nefndir. Sýningin verður opin á hverju kvöldi frá 8 til 11 næstu kvöld, þá verður einnig hægt að kaupa timaritið Svart á hvitu. LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER Góð bújörð óskast Höfum kaupanda að góðri bújörð. Æskilegt að bústofn og vélar fylgi. Komið, hringið eða skrifið. Eignaumboðið Laugavegi 87, simi 1-38-37. Heimir Lárusson, heimasimi 7-65-09. Vyni/ gólfdúkur - allar tegundir Gjafavörur •4 Ýmsar tin- og koparvörur til tækifærisgjafa Lítið víð i Litaveri það hefur áva/lt borgað sig! V Hreyfilshúsinu — Grensásvegi 18

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.