Tíminn - 16.10.1977, Síða 11

Tíminn - 16.10.1977, Síða 11
Sunnudagur 16. október 1977, 11 Sviþjóö. Það gengur fyrir fimm drifstöðvum. 1 fjósinu er langt komin gerð mjaltabáss og eru tvö ár siðan það kerf i var f undiö upp. Sjö kýr ganga inn i einu á mjaltabásinn og skellt er á þær mjaltatækjum, sem eru þannig útbúin, að þau fara ekki að mjdlka strax heldur tutla þau svolitið fyrst og undirbúa þann- igkúna. Þegarkyrin hefur verið mjólkuð stöðvast mjaltatækin af sjálfu sér. Þessi mjaltabás verðurfullgerður umnæstujdl. Málmsperrurnar i fjósloftinu hafa þeir feðgar smiðað sjálfir og sömuleiðis hafa þeir beygt allarbeizlur millibásai fjósinu. Ferns konar kúafóður — Við stofnuðum hér félags- bú árið 1973, en þá hóf ég búskap hér. Það var ekki gott að lenda I tveimur rosasumrum i byrjun búskapar — sagði Ólafur. En rigningasumrin hafa haft mikil áhrif á það, að nú er svo komið að við verkum helming heysins I súrhey. Við byrjuðum á súr- heysturnunum haustið 1975 og lukum við þann seinni i vor.' Þeir taka alls 500 rúmmetra. Við erum með heykökuverk- smiðju ásamt fleiri bændum hér isveitinni og draga heykökur úr kjarnfóðursnotkun, þvi þær koma i stað fóðurbætis. 60% af heygjöfinni er kökur og vothey, afgangurinn er kjarnfóður og þurrhey. Séð yfir fjósið, sem mun rúma tæplega 50 kýr og seinna veröur byggt viðþennan áfanga og mun þaðþá verða fyrir 80kýr Bygg Við ræktum 5 hektara af byggi, sem gefa um 10 tonn. Hér i sveitinni hefur lengi verið ræktað bygg, en við erum nú einir eftir, en gefumst ekki upp. Það er varla grundvöllur fyrir byggrækt hér, þvl að byggið þarf mikinn áburð. Það þarf því mikla uppskeru til að þetta standi undir sér. Núna stóð þetta á sléttu, — miðað við fóðurbætisverð. En byggið not- um við sem fóðurbæti, auk þess sem það er einnig notaö í svina- fóður. Hálminn seljum við I gróðurhús i svepparækt að Laugalandi i Borgarfirði. Viðhöfum verið i vandræðum með máva, sem vilja sækja I út- sæðið á vorin. En I vor var eitr- að fyrir vargfuglinum með kjöt- sagi og týndum við svo dauða fuglinn upp. Smíðar vélar Úti á hlaði stendur haugsuga sem Ólafur hefur sjálfur smið- að. — Ég lauk við hana i fyrra- haust. Hún þjónar sama tilgangi og innflutt vél, en hún er miklu stærri, en venjuleg haugsuga. — Þessi haugsuga kostar einn þriðja af kaupverði nýrrar sömu stærðar. — Guðný bætir þvi við, að ólafur hafi einnig smiðað áburðardreifara, fóður- bætistank og kerfi. óhagstæð og lítil lán Við erum nú komin inn I hús og fáum kaffi og með þvi að gömul og gdðum sið. — Freistaöi þéttbýliö þin aldrei, ólafur? Það var auðvitaö stór ákvörð- un hjá manni að fara I félagsbú, þegar allir fóru upp i Sigöldu og mokuðu upp peningum, en ég sé ekkert eftir þvi að hafa tekið þessa ákvörðun. Svo er ég lika svo heppinn að hafa eignazt konu sem vildi búa I sveit, þær eru ekki á hverju strái — og sizt i Reykjavik. — Hvernig gengur aö fá lán? — Við bræöurnir fengum bú- stof nslán 1974, en það er svo lit- ið, að varla er um þaö talandi. Við fengum hvor um sig 370.000 kr. Þessi fjárhæð hrekkur ekki fyrir mörgum gripum. En við höfum stækkað kúastofninn og stefnum að þvi að fækka kind- um. Það ermjög erfittað byrja frá grunni og eiga ekkert, en við fá- um jörðina og hús á staðnum. Það er aðalókosturinn hve litil lánin eru til að hefja búskap. Lán til bygginga eru mjög óhag- stæð, eftir að þau voru öll visi- tölutryggð. Þama er svo litil mismunun, þvi að þeir sem tóku lán áöur en visitölubind- ingin komst á, þurfa ekki að borga þau visitölubundið. Verð- bólgunni gengur þvi betur aö mala verðið niður. Ég vil að kýrnar heiti eitthvaö — segir Guðný. — Það er svo óper sónulegt þegar þær eru bara númeraðar. — Þaö er greinuegt ao þaO fer vel á meö þeim Guönýju og kusu. t nýja fjósinu eru nú aöeins sex kvigur, en um jólin kemur þaö tii fullra nota

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.