Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 2
2 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
SPURNING DAGSINS
Halldór, hefði ekki verið rétt
að vísa þeim á dyr?
„Nei, þeir hafa sinn rétt og við virðum
hann.“
Fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu gerðu
húsleit hjá Visa Ísland í fyrradag og tóku
gögn og afrit af tölvugögnum. Halldór Guð-
bjarnason, framkvæmdastjóri Vísa Ísland,
gagnrýndi aðfarirnar harkalega.
VÍSINDI Stofnun Sæmundar fróða um
sjálfbæra þróun og þverfaglegar
rannsóknir við Háskóla Íslands var
formlega opnuð í gær af Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra. Meginhlutverk
stofnunarinnar er að vera vettvang-
ur fyrir þverfaglegar rannsóknir,
samstarf og fræðslu um sjálfbæra
þróun, umhverfi, samfélag og efna-
hag. Opnun stofnunarinnar fylgir í
kjölfar formlegs
samkomulags
Háskóla Íslands og
Jarðarstofnunar
Columbia-háskóla í
Bandaríkjunum
um samvinnu á
sviði rannsókna og
kennslu er varða
sjálfbæra þróun.
Þar verða verkefni
á sviði loftlagsbreytinga og þróun á
tækni til að bregðast við loftslags-
breytingum í forgrunni og mun
stofnun Sæmundar fróða taka virk-
an þátt í því samstarfi.
Dr. Guðrún Pétursdóttir er for-
stöðumaður stofnunarinnar.
„Þegar ég er spurð að því hvað
sjálfbærni sé svara ég oft með því
að spyrja til baka hvort viðkom-
andi myndi fá eitthvað lánað hjá
nágranna sínum og skila því hálf-
ónýtu til baka. Hækkandi hitastig
vegna útblásturs gróðurhúsaloft-
tegunda getur bókstaflega ráðið
því hvort jörðin verði byggileg
eða ekki í framtíðinni. Við trúum
því varla að vandamálið sé svona
alvarlegt en við getum ekki leyft
þessu að halda svona áfram. Það
er óábyrgt og við eigum engra
kosta völ nema takast á við þenn-
an vanda.“ Guðrún segir vísinda-
menn Háskólans hafa gegnt lykil-
hlutverki í alþjóðlegu samstarfi til
lausnar þessa alheimsvanda og
með Stofnun Sæmundar fróða sé
vettvangur áframhaldandi þróun-
ar í rannsóknum og hagnýtum
verkefnum tryggður.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra segir
Stofnun Sæmundar fróða hafa
mikla þýðingu fyrir háskóla- og
rannsóknasamfélagið á Íslandi en
einnig alþjóðasamfélagið í heild.
„Við Íslendingar getum og eigum
að taka forystu í þessum málum
því við eigum frábæra vísinda-
menn sem eru í forystu á sínu
sviði. Þetta sýnir hvernig Háskól-
inn er að byggjast upp sem for-
ystuháskóli á alþjóðavísu og stofn-
unin mun styðja það markmið.“
Í tengslum við opnunina flutti
fyrirlestur í boði forseta Íslands,
dr. Rajendra K. Panchauri, stjórn-
arformaður orkurannsóknarstofn-
unarinnar á Indlandi. Dr.
Panchauri fjallaði um lykilþætti
opinberrar stefnumótunar og
tækniumhverfi í sjálfbærum
heimi. Kom fram í máli hans að
lausnin á vanda alþjóðasamfélags-
ins í tengslum við loftlagsbreyt-
ingar fælist fyrst og fremst í hug-
arfarsbreytingu og að allar þjóðir
heims yrðu að koma að lausn vand-
ans á jafnréttisgrundvelli. Fyrir-
lesturinn var sá þriðji í fyrir-
lestraröð forsetaembættisins
- Nýir straumar. svavar@frettabladid.is
Forystuháskóli á
alþjóðavísu í mótun
Menntamálaráðherra opnaði í gær nýja stofnun um sjálfbæra þróun og þver-
faglegar rannsóknir við Háskóla Íslands. Stofnuninni er ætlað að leika stórt
hlutverk í að leysa mörg af alvarlegustu vandamálum alþjóðasamfélagsins.
FRÁ OPNUNINNI Í GÆR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði Stofn-
un Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands formlega í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DR. PACHAURI
STJÓRNMÁL Albert Jónsson verður
sendiherra Íslands í Bandaríkj-
unum frá 1. nóvember. Um þá
ráðstöfun og breytingar á högum
tólf annarra sendiherra var til-
kynnt í gær. Var það eitt af síð-
ustu embættisverkum Geirs
Haarde sem utanríkisráðherra.
Albert starfaði lengi í forsæt-
isráðuneytinu og var þar náinn
samverkamaður Davíðs Oddsson-
ar í öryggis- og varnarmálum.
Fylgdi hann Davíð í utanríkis-
ráðuneytið, þar sem hann starfar
þar til hann heldur utan. Helgi
Ágústsson, sem verið hefur sendi-
herra í Washington, kemur til
starfa í utanríkisráðuneytinu.
Í ágúst verður Grétar Már Sig-
urðsson, skrifstofustjóri við-
skiptaskrifstofu, sendiherra í Pek-
ing, höfuðborg Kína, og við starfi
hans tekur Berglind Ásgeirsdóttir
sem verið hefur aðstoðarfram-
kvæmdastjóri OECD. Eiður
Guðnason, sendiherra í Kína, mun
veita skrifstofu upplýsinga- og
menningarmála forstöðu og tekur
Elín Flygenring, sem gegnt hefur
því starfi við embætti prótókoll-
stjóra. Stefán Lárus Stefánsson
prótókollstjóri verður sendiherra
gagnvart Evrópuráðinu í Strass-
borg. Hörður H. Bjarnason, sendi-
herra í Strassborg, kemur til
starfa á alþjóðaskrifstofu. Bene-
dikt Ásgeirsson, sendiherra í Pret-
oríu í Suður-Afríku, tekur við
starfi sendiherra í Rússlandi í
ágúst en við starfi hans tekur Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir.
Benedikt Jónsson flytur frá
Moskvu til starfa á viðskiptaskrif-
stofu. Þorsteinn Ingólfsson, sem
verið hefur fulltrúi Norðurlanda í
stjórn Alþjóðabankans, kemur til
starfa í ráðuneytinu en kjörtíma-
bili hans í bankanum lýkur 1. júlí.
Þá hefur Lilja Viðarsdóttir verið
skipuð aðstoðarframkvæmda-
stjóri EFTA í Brussel frá 1. sept-
ember. - bþs
Umfangsmiklar breytingar ákveðnar á sendiherrastigi utanríkisþjónustunnar:
Albert Jónsson til Washington
ALBERT JÓNSSON Verður sendiherra í
Washington frá og með 1. nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HAGSTOFA Undanfarin fjögur ár
hefur verið algengast að forsjá
barna eftir skilnað sé í höndum
beggja foreldra, samkvæmt
nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Árið 2005 átti þetta við um 72,8
prósent barna úr lögskilnuðum.
Sameiginleg forsjá er einnig
algengust eftir sambúðarslit og
var árið 2005 valin í 74 prósentum
tilvika. Alls voru börn undir átján
ára aldri úr lögskilnuðum og sam-
búðarslitum 1.145 á árinu 2005.
Áður var algengast að móðir
færi ein með forsjá en sameigin-
leg forsjá hefur færst sífellt í vöxt
frá því að foreldrum var gefinn
kostur á því árið 1992. - sdg
Algengasta form forsjár:
Í höndum
beggja foreldra
HVALVEIÐAR Sendinefnd á vegum
íslenskra stjórnvalda er nú farin til
St. Kristofer og Nevis í Karíbahafi
en um næstu helgi fer ársfundur
Alþjóðahvalveiðiráðsins þar fram.
Stefán Ásmundsson, skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
er formaður nefndarinnar en auk
hans eru Ásta Einarsdóttir og Gísli
Víkingsson í nefndinni.
Japanir íhuga að draga sig út úr
Alþjóðahvalveiðiráðinu, náist ekki
samstaða á fundinum um að leyfa
hvalveiði. Japanir hyggjast leggja
fram tillögu um að hvalveiðibanni
verði aflétt en þrjá fjórðu atkvæða
þarf til þess að tillagan verði sam-
þykkt. Hvalveiðibann hefur verið í
gildi í tvo áratugi. - mh
Alþjóðahvalveiðiráðið:
Ársfundur um
næstu helgi
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
líkamsárás og frelsissviptingu
fyrir að hafa í september í fyrra
ráðist á konu og haldið henni nauð-
ugri í íbúð hennar.
Meint árás átti sér stað á heim-
ili konunnar. Manninum er gefið
að sök að hafa tekið hana hálstaki
og hent henni til og frá. Hann er
síðan kærður fyrir að hafa haldið
henni nauðugri í íbúðinni í tvær
klukkustundir.
Honum er einnig gefið að sök
að hafa í febrúar ruðst inn í sömu
íbúð og neitað að yfirgefa hana.
Konan krefst 800.000 króna í
bætur og að maðurinn verði
dæmdur til refsingar. - sh
Frelsissvipting og líkamsárás:
Hélt konu í
íbúð hennar
MYNDLIST Aðstandendur Q bar í
Ingólfsstræti hafa brugðist við
áskorunum um að taka niður lista-
verk danska myndlistamannsins
Hornsleths, sem hafa hangið þar
uppi í nokkra daga. Kvartanir bár-
ust frá stúlkum sem hafa tekið
þátt í fegurðarsamkeppnum og
aðstandendum þeirra, en stúlk-
urnar eru sýndar í málverkunum
ásamt grófum texta.
Björn Rúnar Egilsson, einn
aðstandenda sýningarinnar, segir
Hornsleth ekki ráðast persónu-
lega gegn þeim sem í málverkun-
um birtast, heldur reyna að vekja
fólk til umhugsunar um hvernig
nekt kvenna sé notuð í auglýsinga-
skyni. Sýningin sé ádeila á klám-
væðingu fjölmiðla og Hornsleth
sýni á grófan hátt hvernig mark-
aðssetning verði í framtíðinni.
„Mér finnst það hneyksli að
einhver hafi tekið að sér að sýna
þetta,“ segir Unnur Steinsson,
móðir Unnar Birnu Vilhjálmsdótt-
ur fegurðardrottningar. - sgj
Q bar í Ingólfsstræti:
Úthýsa verkum
Hornsleths
DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands
staðfesti á þriðjudaginn úrskurð
Héraðsdóms um að bú Ragnars
Orra Benediktssonar yrði tekið til
gjaldþrotaskipta að kröfu Símans
hf.
Ragnar Orri hafði gert þá kröfu
að málinu yrði vísað frá dómi, en
hann var dæmdur á síðasta ári í
þriggja mánaða fangelsi fyrir hlut-
deild sína í „Landssímamálinu“
svokallaða.
Síminn hf. gerir einnig kröfu í
bú Sveinbjörns Kristjánssonar,
Kristjáns R. Kristjánssonar og
Árna Þórs Vigfússonar, að sögn
Evu Magnúsdóttur, upplýsinga-
fulltrúa Símans. - kóþ
Síminn sækir rétt sinn:
Gerir kröfu í
bú sakborninga
DÓMSMÁL Ríkissaksóknara, Boga
Nilssyni, þykir ekki vera grund-
völlur til að rannsaka það frekar
hvort Jón Gerald Sullenberger
hafi borið ljúgvitni gegn Jóhann-
esi Jónssyni í Baugsmálinu og
hefur rannsókninni nú verið hætt.
Þetta kemur fram í bréfi sem
Bogi sendi Einari Þór Sverris-
syni, lögmanni Jóhannesar, 8.
júní. Jóhannes lagði fram kæru á
hendur Jóni Gerald vegna þessa
hinn 6. apríl.
Jón Gerald hefur sent frá sér
yfirlýsingu vegna málsins þar
sem hann segist frá fyrsta degi
málsins hafa sagt satt og rétt frá
og hyggjast gera það áfram. Hann
segist jafnframt vonast eftir
opinberri afsökunarbeiðni frá
Jóhannesi og Einari vegna ásak-
ananna.
Einar Þór segir sig og Jóhann-
es telja kæruna hafa verið reista
á réttum gögnum og að hún hafi
verið byggð á rökum. „Hins vegar
er erfitt að sanna brot eins og
rangar sakargiftir enda er bréf
ríkissaksóknara reist á þeirri nið-
urstöðu. Aðalatriðið er það að
Jóhannes var sýknaður af öllum
kröfum ákæruvaldsins fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, sem voru
reistar á grundvelli ásakana Jóns
Geralds, og hann hefur ekki verið
ákærður að nýju,“ segir Einar. - sh
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta rannsókn á meintum lygum Jóns Geralds:
Vonast eftir afsökunarbeiðni
RANNSÓKN HÆTT Jón Gerald segist frá
fyrsta degi málsins hafa sagt satt og rétt frá
og hyggjast gera það áfram.
Sjálfstæðiskonur ósáttar Lands-
samband sjálfstæðiskvenna sendi frá
sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir
vonbrigðum með brotthvarf Sgríðar
Önnu Þórðardóttur úr umhverfisráðu-
neytinu. Breytingar á ríkisstjórn hafi þó
verið óumflýjanlegar.
STJÓRNMÁL