Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 16
16 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR TÖLVULEIKIR Yfir þrjátíu þúsund kín- verskir spilarar skráðu sig í fjöl- spilunarleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir prófanir á honum í Kína í fyrradag. Þar að auki eru um 350.000 manns á biðlista eftir að fá að spila leikinn, en áætlað er að fullgerð útgáfa komi út í næsta mánuði. Það er íslenska tölvuleikja- fyrirtækið CCP sem á og rekur leikinn og hafa íbúar annars staðar í heiminum átt kost á að spila hann á evrópskum þjóni seinustu þrjú ár. Þar eru yfir 100.000 spilendur en kínverski leikurinn verður algjör- lega aðskildur hinum evrópska. Eve Online er eini leikurinn sem CCP hefur gefið út og gengur hann mjög vel á heimsvísu. Megintekjur fyrirtækisins eru í dollurum en útgjöld í krónum, og því hafa sveifl- ur krónunnar gagnvart dollaran- um haft mikil áhrif á rekstur þess. Þegar dollarinn var sem lægstur var jafnvel talað um að fyrirtækið flyttist úr landi, en ekki eru uppi áform um það sem stendur segir Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri CCP. „Á meðan krónan er í stöðugu ástandi er mjög fínt að vera á Íslandi, en það er erf- itt að takast á við þessar sveiflur í innlendum kostnaði og þá ber maður óneitanlega aðra kosti saman við það.“ - sþs BRETLAND, AP Stefna Bandaríkj- anna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, sam- kvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjafor- seta og stríð hans gegn hryðju- verkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá vel- vilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skap- aði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeypt- ara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 pró- sent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandarík- in hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Banda- ríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkja- mönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamleg- um tilgangi, en talsmenn Banda- ríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlags- breytingum vegna gróðurhúsa- áhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsa- áhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Ind- landi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rúss- landi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí. smk@frettabladid.is Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna Stuðningur almennings í fimmtán löndum heims við stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum hefur dvínað til muna á síðasta ári. Sífellt fleiri Evrópubúar vantreysta George W. Bush Bandaríkjaforseta. HERMAÐUR Í ÍRAK Bandarískur hermaður við störf í Írak, en að baki hans gengur daglegt líf áfram sinn vanagang. Meirihluti aðspurðra í fimmtán löndum sem tóku þátt í nýlegri skoð- anakönnum telja að stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafi gert heiminn ótryggari en áður var, og fer stuðningur Evrópubúa við George W. Bush Bandaríkjaforseta ört dvínandi. NORDICPHOTOS/AFP ÍSLENSKI TÖLVULEIKURINN EVE ONLINE Prófanir hafa staðið yfir á leiknum í Kína og verður leikurinn gefnn þar út í næsta mánuði. Eve Online geysilega vinsæll í Kína: Tæp hálf milljón Kínverja í biðröð LÚXEMBORG, AP Evrópusambandið hefur langtímaáætlun um lýðræð- isþróun á Kúbu í smíðum og lýstu utanríkisráðherrar aðildarríkj- anna 25 yfir djúpstæðum áhyggj- um af bágri stöðu mannréttinda- mála í eyríkinu á mánudag. Ríkisstjórnin í Havana var hvött til að leysa pólitíska fanga úr haldi og henni boðið til viðræðna, meðal annars um mannréttinda- mál. Ráðherrar sumra aðildarríkj- anna vildu ganga lengra og grípa til refsiaðgerða, en ákvörðunum um slíkt var frestað að sinni. Ráðherrar fyrrum austantjalds- landa voru sérlega harðir í afstöðu sinni gegn ríkisstjórn Kúbu og minntu þeir á að einnig þyrfti að gera áætlun um hvernig ætti að bregðast við óumflýjanlegu frá- falli Kastrós, en hann verður átt- ræður í ágúst. Hvað tekur við á Kúbu við lát Kastrós er allsendis óljóst. Víst þykir að umbreytingar verði á stjórnarháttum þar á bæ, en hversu róttækar þær breytingar verða er annað mál. „Mikilvægt er að undirstrika að Kastró muni ekki ríkja að eilífu,“ sagði utanríkisráð- herra Tékklands. ESB ætlar að gera sitt til að koma í veg fyrir áframhaldandi einræðisstjórn á Kúbu, en margir óttast að Raúl, yngri bróðir Kastrós, hafi hug á að taka við stjórnartaumunum. - kóþ Evrópusambandið eykur þrýstinginn á Kúbustjórn: Engar refsiaðgerðir í bili FÍDEL KASTRÓ Kastró er ekki vinsæll meðal ráðamanna fyrrverandi austantjaldslanda í Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP Lögreglan í Vík greinir frá því að um fimmtíu ökumenn hafi verið stöðvaðir í umdæminu að meðaltali á viku síðan eftirlit með hraðakstri var aukið. Tals- maður lögreglunnar segir að áframhald verði á þessu mikla eftirliti. LÖGREGLUFRÉTTIR VÍSINDI Örlög mannkynsins gætu ráðist á því hvort við finnum nýja plánetu til að búa á innan hundrað ára, að sögn Stephens Hawking, hins heimsfræga stjarneðlisfræð- ings. „Við munum ekki finna nokkurn stað eins huggulegan og jörðina nema við förum til annars stjörnukerfis,“ sagði hann á fyrirlestri í Hong Kong á þriðju- dag. „Líf á jörðu er í síaukinni hættu á útrýmingu vegna gróður- húsaáhrifa, kjarnorkustyrjaldar, stökkbreyttrar veiru eða annars sem okkur hefur ekki enn hug- kvæmst.“ Hawking mun gefa út barna- bók um eðli alheimsins á næst- unni. - sgj Stephen Hawking varar við: Menn verða að flytja út í geim STEPHEN HAWKING Prófessorinn virti hefur áhyggjur af framtíð mannkynsins og jarðar- innar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FIMMBURAR EÐA FLEIRI? Kínverska konan Qiao Yubo er þunguð af að minnsta kosti fimm börnum. Hún er eingöngu komin fimm mánuði á leið en mittismál hennar er þegar orðið 1,75 metrar. Til samanburðar má nefna að hún er 1,67 metra há. Eins og gefur að skilja er Qiao orðin afar þung á sér og gengur eingöngu í sérsaumuðum fötum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SLYS Maður á þrítugsaldri varð fyrir því óláni við vinnu seinni- part þriðjudags að skjóta sig í fótinn með naglabyssu. Slysið átti sér stað á sveitabæ skammt vestan við Skóga, rétt hjá Hvolsvelli. Um var að ræða voðaskot úr byssunni og skaut maðurinn nagla í hnéð á sér og hlaut tölu- verð meiðsli af. Hann var fluttur með sjúkra- bíl á Borgarspítalann í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans. - æþe Vinnuslys rétt hjá Skógum: Skaut nagla í fótinn á sér ATVINNULÍF Niðurstöður úr nýrri könnun IMG Gallup á stöðu og framtíðarhorfum í atvinnulífinu gefa til kynna að aðstæður séu tiltölulega góðar en þó lakari en í seinustu könnun. Stjórnendur sjá fram á versnandi horfur næsta hálfa árið hvað varðar innlenda eftirspurn þótt áfram megi búast við þenslu á vinnumarkaði. Gengisþróun undanfarinna mánaða hefur gert það að verk- um að hagur útflutningsgreina fer batnandi, og staðfestir könn- unin þetta. Áfram er spenna á atvinnumarkaði og skortur á starfsfólki í flestum greinum, en í maí mældist 1,3 prósenta atvinnuleysi á Íslandi. - sþs Könnun á stöðu atvinnulífs: Segja aðstæður frekar góðar EFNAHAGSMÁLIN Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkis- valdið sé að vinna að sínum ráð- stöfunum í efna- hagsmálum þannig að endurskoðun kjarasamninga geti farið fram milli aðila vinnu- markaðarins strax í þessari viku, ekki í haust eins og kveðið er á um í samningum. Geir segir koma til greina að leysa þessi mál með samkomulagi, „við erum að vinna í því,“ segir hann og tekur illa í nýtt lægra skattþrep fyrir hina tekjuminni. „Við höfum ekki fallist á að gerbreyta skatt- kerfinu en ég vil ekki fara út í smáatriði í þeim viðræðum. Þær eru í gangi.“ - ghs Utanríkisráðherra: Ekki gerbreyta skattkerfinu GEIR H. HAARDE Verðandi forsæt- isráðherra. BANDARÍKIN, AP Dómari í Kaliforn- íu hefur komist að því að lögbann á sölu skammbyssna, sem sam- þykkt var af 58 prósentum borg- arbúa í San Francisco í nóvember, standist ekki nánari skoðun. Lög- gjöf Kaliforníuríkis leyfir sölu vopnanna og borgin má ekki banna það sem fylkið leyfir. Dómarinn féllst þar með á rök Rifflasambandsins (NRA) en for- vígismenn þess stefndu borginni daginn eftir að lögbannið var sam- þykkt. Forsvarsmenn NRA fögnuðu úrskurðinum og sögðu að dómar- inn „viðurkenndi að löghlýðnir skotvopnaeigendur ... eru hluti af lausninni, ekki vandanum.“ Borg- aryfirvöld íhuga nú hvort úrskurð- inum verði áfrýjað. - kóþ Meirihlutinn verður að lúffa: Löglegt á ný að selja byssur BYSSUR TIL SÖLU Borgaryfirvöld í San Francisco mega ekki banna skammbyssu- sölu. NORDICPHOTOS/AFP Réðust á söngvara Fjórir menn hafa verið handteknir fyrir árás á samkynhneigða söngvarann Kevin Aviance í New York síðastliðinn laugardag. Mennirnir hrópuðu að honum fúkyrði og börðu hann til óbóta. OFBELDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.