Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 17

Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 17
Nú er að taka undir sig stökk út í sumarið. Við bjóðum fjölbreytt úrval af flottum barnafatnaði handa stelpum og strákum 0-14 ára fyrir skrúðgönguna, í ferðalagið, á róló eða út að leika. Spariföt, létt sumarföt, útvistarfatnaður. tryggðu þér flottustu barnamerkin á markaðnum; esprit, 660norður, jasper conran, matthew williamson, john rocha og st. george by duffer - á mun betra verði. Í Debenhams finnurðu mikið úrval af fatnaði og gjafavöru á verði sem kemur þér í gott skap. Í LOFTINUINU ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 31 14 0 6/ 20 06 SUMARdebenhams NÁTTÚRA Geitungastofninn á Íslandi er mjög illa á sig kominn það sem af er sumars. Búin eru lítil og fá og geitungarnir sjálfir eru ræfilslegir. Að sögn Róberts Ólafssonar meindýraeyðis er ástæðan fyrir þessu hrun stofns- ins síðasta sumar þegar tvísýnt var um að hann lifði yfirleitt af, en líklegast þykir að einhvers konar sveppasýking hafi verið þar á ferð- inni. Þó getur verið að stofninn taki kipp seinna í sumar, líkt og gerðist í fyrra. Hann nefnir að þegar geitunga- búin séu lítil og á aðgengilegum stöðum sé oft auðveldara fyrir fólk að losa sig við þau sjálft frek- ar en að fá aðstoð meindýraeyðis. Ef rétt sé að staðið eigi að vera hægt að fjarlægja geitungabú á öruggan hátt með því að úða á það eitri sem kaupa má úti í búð. Aðspurður að því hversu mikil hætta stafi af geitungum svarar Róbert því að þeir séu meinlaus dýr sé þeim ekki ógnað. Vissulega beri varúðar að gæta ef um bráða- ofnæmi sé að ræða, en almennt hafi geitungur enga ástæðu til að stinga, sé hann látinn í friði. Best sé að skipta sér bara ekkert af þeim. Landsmenn geta því andað létt- ar, það sér ekki fram á geitung- afaraldur í sumar. - sþs Geitungar eiga erfitt uppdráttar í sumar: Stofninn lítill og ræfilslegur GEITUNGUR Meinlaus ef hann er látinn í friði segir meindýraeyðir. ÍRAK, AP Bandaríski herinn segir sjúkraliða hafa reynt í tuttugu mínútur að bjarga hryðjuverka- manninum Abu Musab al-Zarqawi, eftir loftárás á hús sem hann var í. Bandarískir hermenn voru sak- aðir um að hafa barið hann til dauða eftir loftárásina, en læknar segja nú að innvortis meiðsli hafi verið banamein Jórdanans. Al-Zarqawi er sagður hafa muldrað og reynt að komast af sjúkrabörunum, en hann var ýmist með eða án rænu eftir árás- ina. Meðal þeirra sem dóu í árásinni voru tvær konur og ungt barn, en ekki er vitað hvar líkin verða færð til greftrunar. - sgj Drápið á al-Zarqawi: Var klukku- tíma að deyja STJÓRNMÁL Gengið hefur verið frá ráðningu Drífu Snædal í starf framkvæmdastýru Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Hún tekur við í haust af Svandísi Svav- arsdóttur, oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn, sem sinnt hefur starf- inu síðastliðið ár. Drífa hefur starfað sem fræðslu- og fram- kvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf seinustu ár, en hún hefur próf í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt stöðu ritara Vinstri grænna síðan 2003 og hefur setið í stjórn flokksins frá stofnun hans árið 1999. ■ Breytingar hjá VG: Drífa í stað Svandísar DRÍFA SNÆDAL Tekur við af Svan- dísi Svavarsdóttur. ÍRAK AP Aðaldómarinn í réttar- höldum yfir Saddam Hussein úrskurðaði á þriðjudag að vitna- leiðslum verjenda væri lokið og að ákærendur myndu flytja loka- ræðu sína í næstu viku. Verjandi Saddams mótmælti, en hann telur sig ekki hafa náð að flytja mál sitt með fullnægjandi hætti og vildi fá að leiða fleiri vitni fram fyrir dóminn. Dómar- inn svaraði með því að verjandinn hefði nú þegar leitt fram 62 vitni og ef það dygði ekki til myndu 100 vitni ekki hjálpa honum frekar. - kóþ Réttarhöld yfir Saddam: Vitnaleiðslum verjenda lokið SADDAM HUSSEIN Lögfræðingur Saddams varð fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. NORDICPHOTOS/AFP WASHINGTON, AP Leikarinn Robert Redford hélt tölu síðstliðinn mánudag á fundi frjálslyndra stjórnmálasamtaka sem kallast „Baráttan fyrir framtíð Banda- ríkjanna“. Redford sagði til einskis að rökræða við Bush-stjórnina um orkumál og að eina leiðin til breyt- inga væri að koma repúblikönum frá völdum. Til þess þyrftu demó- kratar að taka sér herkænsku repúblikana til fyrirmyndar. Redford brýndi fyrir demó- krötum að vera stórhuga og koma skikki á sín mál svo þeir sigruðu í næstu kosningum og sagði að ef það mistækist yrði það „ekki ein- ungis harmleikur fyrir flokkinn, heldur fyrir þjóðina alla“. - kóþ Robert Redford: Harmleikur í uppsiglingu ROBERT REDFORD Leikarinn vill koma repúblikönum frá völdum. NORDICPHOTOS/AFP FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.