Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 28
15. júní 2006 FIMMTUDAGUR28
og fólk
? Vissir þú?að Álfadís frá Selfossi sem vakti
athygli sem hæsta dæmda fjög-
urra vetra hryssa á landsmótinu
árið 2000 á fimm skráð afkvæmi?
Þar af eru tveir stóðhestar sem
hlotið hafa fyrstu verðlaun, þeir
Álfasteinn og Álfur frá Selfossi.
www.worldfengur.com.
EINN Á FERÐ Hestamenn hafa nú langflestir sleppt hestum sínum í sumarhaga. Þar una
hrossin sér vel og eru frelsinu fegin. Að öllum líkindum tekur þessi hestur við Eystrahorn í
sama streng enda fagurt fyrir austan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það hefur lengi verið viðtekin venja að hesta-
menn ljúki vetri með því að fara í sleppiferð.
Þá ríða þeir hestum sínum í iðagræna haga
og sleppa þeim í frelsi íslenskrar náttúru.
Sleppiferðir hafa þó tekið nokkrum breyt-
ingum frá því sem áður var. Ekki er lengur
skilyrði að lagt sé af stað frá hesthúsinu eða
að endastöðin sé sumarhaginn. Bæði getur
verið leiðingjarnt að ríða alltaf sömu leiðina
á hverju vori auk þess sem erfitt getur reynst
fyrir hestamenn á höfuðborgarsvæðinu að
komast með stórt hestastóð út fyrir bæjar-
mörkin vegna hraðbrauta sem liggja allt í
kringum hana.
Því bregða margir á það ráð að keyra hesta sína á einhvern fallegan byrjunarreit
og skipuleggja nokkurra daga ferð um það svæði. Þetta eykur á fjölbreytnina og gerir
upplifunina mun ánægjulegri en reiðtúr meðfram þjóðvegum hefði annars orðið.
■ Tími sleppiferða er hafinn
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Rafm.sláttuvélar
Vandaðar vélar
og öflugir
mótorar
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Garðsláttuvélar
3,5 hö - 6 hö
Verð frá 19.900,-
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Garðsláttuvélar
Fyrir þá sem
gera kröfur
um gæði
Þýskar
gæðasláttuvélar
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Vélorf
Alvöru orf
á góðu verði
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Verð frá kr. 195.000,-
Sláttutraktorar
12,5 - 18 hö
Brynja Þorgeirsdóttir heitir hún, valkyrjan sem
hendist nú vítt og breitt um land ásamt töku-
manni og býr til hestaþætti fyrir Ríkissjónvarpið.
Allir landsmenn eiga þess kost á að horfa á
þættina, en ekki er víst að aðdáendur þeirra viti
að umsjónarmaðurinn, hún Brynja, er algjör-
lega forfallin hestamanneskja. Hún á tvö hross,
hefur verið að spreyta sig á keppnisvellinum
á innanfélagsmótum, stundum með góðum
árangri, allt upp í fyrsta sæti. Svo sótti hún tíma
í reiðkennslu í allan vetur til að bæta um betur.
Hún er ekkert frábrugðin öðrum hestamönnum
með það, að vilja alltaf vera að prófa eitthvað
nýtt, gera betur og betur og jafnvel föndra
lítillega við ræktun. Að minnsta kosti fer hryssa
sem hún á undir stóðhest í sumar. Sem sagt
hestadella eins og hún gerist best.
„Þetta byrjaði allt þegar ég fór í sveit sem
krakki að Syðstu-Fossum í Borgarfjarðarsveit,“
segir hún. „Þar fór ég á hestbak í fyrsta skipti.
Ég varð bara lasin strax, því ég fékk strax þessa
bakteríu á háu stigi. Hestamennskan var fólgin
í því að við teymdum þessa þægu barnahesta
sem við máttum leika okkur á, frá húsinu,
hoppa síðan á og þá tóku
þeir sprettinn aftur heim að
bæ. Og auðvitað vorum
við alltaf berbakt.
Ég var svo óheppin
að vera sú einasta eina
í minni fjölskyldu sem
hafði áhuga á þessu. Ég
þekkti alls engan sem var
í hestum. Ég varð einn af
þessum krökkum sem
hímdi alltaf í hesthúsa-
hverfinu og horfði á fólk
með vonaraugum að það myndi
nú leyfa mér að fara á bak eða bara kemba.“
Það var ekki fyrr en fyrir þremur árum að
Brynja keypti sér sinn eigin hest - og síðan
annan. Og þar með varð draumurinn að
veruleika. Nú tvinnar hún saman vinnuna og
áhugamálið með fjölbreyttri umfjöllun um allt
sem við kemur hrossum og hestamennsku.
Meira að segja ferðalögin á hestbaki,
sem hingað til hafa verið ein hennar
besta skemmtun, verða í sumar
skemmtileg vinna. Þá
fer hún á Löngufjörur
með Íshestum, þar
sem tekið verður
upp efni. Í för verða
valdir gestir, ekki af
verri endanum. Við
bíðum spennt.
HESTAMAÐURINN: BRYNJA ÞORGEIRSDÓTTIR
Varð bara lasin um leið og ég fór á hestbak
Hæð, kyn og skeið hafa
hvað mest áhrif á ágrip hjá
íslenskum kynbótahrossum
segir í verðlaunaritgerð
Friðriks Más Sigurðssonar
sem útskrifaðist nýlega
frá Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri.
Ágrip er sýnilegur áverki á fótum
hesta sem verður til við hreyfingu
fóta í reið. Það er afleiðing þess að
tá eða innri hluti afturhófs snertir
eða grípur á hóf, kjúku eða legg
framfótar og veldur sári á húð
og öðrum vefjum. Tíðni ágripa
hjá íslenskum kynbótahrossum
er hærri en hjá öðrum hestakynj-
um, segir í lokaritgerð Friðriks
Más Sigurðssonar sem útskrif-
aðist nýlega frá búvísindabraut
við Landbúnaðarháskóla Íslands
en hann hlaut fyrir ritgerð sína
hæstu einkunn sem veitt var í ár.
Friðrik hefur áhuga á öllu
sem tengist hestamennsku, en þó
mest ræktun. Hugmyndin að rit-
gerðinni vaknaði í samtölum við
rektor Landbúnaðarháskólans,
Ágúst Sigurðsson, en hann er
einnig fyrrverandi hrossaræktar-
ráðunautur. „Mönnum fannst
að ágripum hefði fjölgað en það
hafði aldrei beinlínis verið mælt,“
segir Friðrik og bendir á að kyn-
bótadómarar og sýningarstjórar
hafi reynt að horfa eftir þessum
slysum og fundist þróunin vera í
þessa átt. Segja má að niðurstöður
Friðriks styðji skoðun þeirra enda
komst hann að ýmsu merkilegu í
athugun sinni.
Þrír þættir virðast hafa hvað
mest áhrif á ágrip á kynbóta-
brautinni. Þar ber fyrst að nefna
hæð hestsins. „Eftir því sem
hestar eru hærri á herðar miðað
við lengd eykst hættan á því að
hestar grípi á sig,“ segir Friðrik
og bendir á að íslenski hesturinn
hafi á síðastliðnum fjörutíu árum
hækkað um tíu sentimetra án þess
að lengjast neitt af viti.
Annað sem hefur áhrif á ágrip
hesta í kynbótasýningum er kyn,
en stóðhestar grípa mun frekar
á sig en hryssur. Fyrst og fremst
er talið að það hljótist til af því
að meira álag sé sett á stóðhesta í
sýningum. Þá bendir Friðrik á að
margir af þekktustu stóðhestunum
séu jafn háir og þeir eru langir.
Þriðji þátturinn sem hefur
mikil áhrif á ágrip er skeið. Ef
skeið er sýnt á kynbótasýningu
aukast líkurnar á ágripi til muna.
Skýrist það að mestu leyti af þeim
mikla hraða sem hestar eru á.
Lokaverkefni Friðriks var mjög
viðamikið enda tók það til um 1.900
kynbótasýninga. Þá var það tíma-
frekt en að mati Friðriks vel þess
virði. Til dæmis gat hann sýnt
fram á að léleg einkunn fyrir rétt-
leika hefði lítil áhrif á ágrip ólíkt
því sem almennt hefur verið talið.
Friðrik segir margt ókannað í
hestamennsku og útilokar ekki að
hann muni leggja í framhaldsnám
á því sviði. „Það eru svo mörg svið
innan hestamennskunnar sem
hægt er að rannsaka og jákvætt
allt umhverfi gagnvart rannsókn-
um í hestamennsku,“ segir hinn
viðkunnanlegi Friðrik sem las
ræktunarbækur Jónasar Kristj-
ánssonar sem ungur drengur
meðan félagar hans lásu Andrés
önd. solveig@frettabladid.is
Ágrip í kynbótasýningum
SVÖÐUSÁR Ágrip er sýnilegur áverki á
fótum hesta sem verður til við hreyfingu
fóta í reið. Það er afleiðing þess að tá eða
innri hluti afturhófs snertir eða grípur á
hóf, kjúku eða legg framfótar og veldur sári
á húð og öðrum vefjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK MÁR
HESTAMAÐUR Í HÚÐ OG HÁR Friðrik Már Sigurðsson skrifaði B.S.-ritgerð sem hefur hlotið
hæstu einkunn sem gefin var á búvísindabraut. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Undirbúningur fyrir Norðurlandameistaramótið í hestaíþróttum stendur nú sem
hæst. Mótið verður haldið í Danmörku dagana 24. til 30. júlí og má því búast við
skemmtilegri upplifun enda stóðu Danir sig með
eindæmum vel við mótshald á heimsmeistaramótinu í
Herning árið 2003.
Búið er að velja dómara sem koma frá öllum Norður-
löndunum. Fyrir Íslands hönd dæma þeir Sigurður
Kolbeinsson og Einar Ragnarsson sem einnig verður
yfirdómari.
Fleiri upplýsingar má nálgast á heimasíðu mótsins,
www.nm2006.dk.
■ Norðurlandameistaramót í undirbúningi