Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 30
15. júní 2006 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir,
Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Síðustu árin, sem hann lifði, var
Leoníd Brésnef geymdur í spritti,
sumir segja formalíni, líkt og
Lenín. Hann var borinn milli staða
uppstoppaður, stífur og staursleg-
ur: það var talið lífshættulegt að
kveikja á eldspýtu í návist hans.
Brésnef var þó næstum eins og
spriklandi lax í samanburði við
ríkisstjórn Íslands eins og nú er
ástatt fyrir henni ári fyrir alþing-
iskosningar. Hvers vegna geymdu
þeir hann ekki heldur í seðlabank-
anum? - til að spara sprittið. Ég
held ég viti svarið: það hefði þótt
einum of gróft þarna austur frá.
Yfirvofandi dauðastríð ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins hefur snúizt
upp í farsa. Það mátti sjá hvert
stefndi strax í stefnuyfirlýsing-
unni vorið 2003. Hún geymdi mest-
megnis almennt og innihaldslaust
loforðaglamur, eins og ég lýsti á
þessum stað fyrir viku, og vand-
legar áætlanir um veizluhöld, sem
urðu síðan að almennu athlægi.
Forsætisráðherrann gleymdi að
bjóða forseta Íslands í heima-
stjórnarafmælið, og annað var
eftir því. Það er einnig vert að
rifja það upp, að ríkisstjórnin
vann 34 þingsæti 2003 gegn 29
þingsætum stjórnarandstöðunnar,
og ýmislegt þótti benda til þess, að
eitt þessara 34 þingsæta væri illa
fengið. Stjórnarandstaðan kærði
framkvæmd kosningarinnar, en
nýi þingmeirihlutinn tók sjálfur
að sér að úrskurða, að allt væri
með felldu. Það var því minni
munur á Íslandi 2003 og Flórída
þrem árum fyrr en margur skyldi
halda.
Kjarni málsins er þó sá, að
kosningalögin, sem Alþingi setur
landinu, hygla stórum flokkum á
kostnað minni flokka. Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokk-
urinn hafa fengið eitt til tvö þing-
sæti samtals í forgjöf í hverjum
alþingiskosningum síðan 1979 í
krafti þeirrar aðferðar, sem þeir
leiddu sjálfir í lög til að úthluta
þingsætum að loknum kosning-
um. Þessi bjögun bætist ofan á
misvægi atkvæðisréttar eftir
búsetu. Ef kosningalögin hér
heima væru eins og þau eru í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð, hefðu
stjórnarflokkarnir fengið 32 þing-
sæti 2003 gegn 31 þingsæti stjórn-
arandstöðuflokkanna, og núver-
andi ríkisstjórn hefði þá varla
verið mynduð. Völd núverandi
alþingismeirihluta eru illa fengin
í þessum skilningi líkt og völd rík-
isstjórnar Bush forseta í Banda-
ríkjunum: þau endurspegla ekki
vilja þjóðarinnar eins og hann
myndi birtast, ef kosningalögin
væru eins og þau ættu að vera, og
ferill beggja ríkisstjórna - spill-
ingin, græðgin, vitleysan - verður
ef til vill skiljanlegri í þessu ljósi.
Vandinn hér er sá, að ríkisstjórn-
arflokkarnir tveir hafa áratugum
saman náð að sveigja kosninga-
lögin og kjördæmaskipanina sjálf-
um sér í hag. Illa fengin völd eru
eins og annað þýfi: menn fara
jafnan illa með þau.
Það þarf því ekki að koma nein-
um á óvart, að landsstjórnin und-
angengin ár hefur ekki gengið
sem skyldi, og nú er þetta allt
saman að koma í ljós. Varnaðar-
orð þeirra, sem sáu í gegnum
brestina frá öndverðu, voru að
engu höfð: þau drukknuðu í
veizluglaumnum. Merkilegast af
öllu er kannski það, að ríkisstjórn-
in þrætti fram í rauðan dauðann
fyrir það, að gengi krónunnar
væri of hátt skráð, gengið féll
síðan um fjórðung, og stjórnin
þrætir enn; þar á bæ ræða menn
nú leiðir til þess að hækka gengið
aftur. En nú er veizlunni að ljúka:
örlagastundin nálgast grimm og
köld, svo að ég vitni enn í Snorra
Hjartarson. Ríkisstjórnin hefur
misst tökin á efnahagsmálunum.
Stöðugleikinn er rokinn út í veður
og vind, verðbólgumarkmið Seðla-
bankans er markleysa, krónan
heldur áfram að falla, verklýðs-
hreyfingin er í viðbragðsstöðu, og
erlendar skammtímaskuldir þjóð-
arbúsins tvöfölduðust fyrstu þrjá
mánuði þessa árs (þetta er ekki
prentvilla). Stjórn ríkisfjármála
og peningamála er í uppnámi.
Gunnar Tómasson, einn reyndasti
hagfræðingur landsins, lýsti pen-
ingastjórninni svo í Morgunblað-
inu um daginn, að hún sé ,,atlaga
að almannahag“.
Og hvernig ætti annað að vera?
Seðlabankanum var árum saman
stjórnað af manni, sem hafði það
hlutverk helzt að geyma banka-
stjórastólinn handa flokksfor-
manni sínum og stóð síðan upp
eins og ekkert væri, þegar for-
maðurinn þurfti að komast að; það
hefur ekki spurzt til forverans
síðan. Enginn spyr hann álits á
ástandi og horfum efnahagsmál-
anna, enda hafði hann aldrei neitt
um þau að segja á eigin forsend-
um. Og nú blasir það við, sem
margir vissu, að fráfarandi seðla-
bankastjóri Framsóknarflokksins
gegndi sama hlutverki: að verma
stólinn handa formanni sínum.
Þeir geta þá stumrað hvor yfir
öðrum, vinirnir.
Dvínandi glaumur
Í DAG
ÁSTAND ÞJÓÐAR-
BÚSINS
ÞORVALDUR
GYLFASON
Stöðugleikinn er rokinn út í
veður og vind, verðbólgumark-
mið Seðlabankans er mark-
leysa, krónan heldur áfram
að falla, verklýðshreyfingin er
í viðbragðsstöðu, og erlendar
skammtímaskuldir þjóðar-
búsins tvöfölduðust fyrstu þrjá
mánuði þessa árs (þetta er ekki
prentvilla).
Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is
• Léttbygg› hjól
• Bur›armikil hjól
• Húsgagnahjól
• Ry›frí hjól
• I›na›arhjól
VAGNHJÓL
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
3
1.
29
4
Nýr meirihluti hefur tekið við í borgarstjórn Reykjavíkur. Í almennu pólitísku samhengi markar sá atburður nokk-ur tímamót með því að þetta er í fyrsta sinn sem Sjálf-
stæðisflokkurinn á aðild að meirihluta í borginni í samstarfi við
annan flokk.
Þetta er einnig fyrsti meirihlutinn í Reykjavík sem kjósendur
hafa ekki valið beint. Um margt er því eðlilegt að mismunandi
sjónarmið komi fram um deilingu valda og ábyrgðar milli flokka
af jafn ólíkri stærð og raun er á. En það eru þó aukaatriði.
Það er stefna nýja meirihlutans sem skiptir máli. Þegar upp
verður staðið er það hún og framkvæmd hennar sem ræður
dómum borgaranna. Í ljósi umræðunnar fyrir kosningar kemur
fátt á óvart í stefnuskrá meirihlutans. Hún er í samræmi við þau
fyrirheit sem gefin voru í kosningabaráttunni.
Þungi áformanna er á sviði velferðar- og fjölskyldumála. Þó
að útfærslur í kosningastefnuskrám flokkanna hafi verið mis-
munandi á þessum sviðum hnigu þær í öllum grundvallaratrið-
um í sömu átt. Fyrir þá sök má vænta ágreinings milli meiri- og
minnihluta borgarstjórnar um einstök efnistök fremur en um
grundvallar hugmyndafræði.
Efst á málefnaskrá meirihlutans eru mál af þessu tagi. Þar
má nefna byggingu leigu- og þjónustuíbúða fyrir aldraða. Þau
viðfangsefni eru sannarlega svar við þungri almennri kröfu. Það
er einfaldlega gott til þess að vita að þessar úrbætur í málefnum
aldraðra skuli vera komnar efst á forgangslista framkvæmd-
anna.
Barnafjölskyldur hljóta einnig að fagna lækkun gjalda á leik-
skólum. Á sama hátt geta barnafjölskyldur glaðst yfir áformum
sem miða að því að auðvelda börnum þátttöku í fjölbreyttu
íþrótta- og félagsstarfi. En sú krafa stendur jafnframt á meiri-
hlutann að láta þessi áform ekki veikja fjárhagsstöðu borgar-
sjóðs.
Satt best að segja hefur skort á það í stjórnmálaumræðu hér á
landi að fyrirheit um útgjöld væru með skýrum hætti tengd fjár-
öflun. Meðal margra annarra þjóða er stjórnmálaumræðan undir
meiri aga að þessu leyti. Nýi meirihlutinn myndi gera gott í því
að setja sjálfan sig undir harðan aga að þessu leyti til.
Um það bil sem kosningabaráttan var að hefjast var á þessum
vettvangi varað við því að frambjóðendur til borgarstjórnar lof-
uðu kjósendum um of framkvæmdum úr ríkissjóði. Þó að ríkis-
sjóður kosti ýmsar framkvæmdir sem tengjast borgarsamfélag-
inu á borgarstjórn að takmarka útgjaldaloforð sín við
borgarsjóð.
Nýi meirihlutinn hefur nú lofað mislægum gatnamótum þar
sem Kringlumýrarbraut og Miklabraut mætast. Jafnframt hefur
hann lofað að framkvæmdir muni hefjast við Sundabraut. Hvort
tveggja er á kostnað ríkissjóðs.
Nú háttar svo til að opinberir aðilar, bæði ríki og sveitarfélög,
verða að leggja talsvert af mörkum til þess að ná stöðugleika á
ný í þjóðarbúskapnum. Það mun ekki gerast nema ríkið fresti
ýmsum framkvæmdum sem verið hafa á döfinni.
Það getur ekki talist ábyrg afstaða taki borgarstjórnarmeiri-
hlutinn ekki fullan þátt í því viðfangsefni. Loforð um þessi kostn-
aðarverkefni ríkissjóðs veldur því miklum vonbrigðum eins og
sakir standa.
Ekkert mál er nú mikilvægara en að koma böndum á verð-
bólguna. Í umferðinni í Reykjavík er taugaveiklun meira vanda-
mál en skortur á malbiki og steinsteypu; án þess að lítið skuli
gert úr mikilvægi góðra æða í umferðinni.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Nýr borgarstjórnarmeirihluti:
Haldið úr hlaði
með baggana
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Umtalað jafnrétti
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar, hefur gagnrýnt harðlega
kosningu borgarstjórnar í stjórnir, ráð
og nefndir á vegum Reykjavíkurborgar.
Bakslag hafi orðið í jafnréttisbaráttunni.
Bæði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn
Ingi Hrafnsson hafna þessari túlkun
Dags og telja hlut kvenna ágætan - að
því gefnu að varamenn séu taldir með.
Dagur vitnar í tölur máli sínu til stuðn-
ings og má segja að hann hafi nokkuð til
síns máls. Til dæmis má spyrja af hverju
Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, sem
hefur setið í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur, var kippt þaðan
út. Vilhjálmur réð hvernig
málum var háttað þar á
bæ fyrir hönd sjálfstæðis-
manna. Það vekur líka
athygli að Guðlaugur Þór
Þórðarsson mun einungis
gegna formennsku í stjórn Orkuveit-
unnar í eitt ár - fram að þingkosningum.
Þá tekur Haukur Leósson við og eftir tvö
ár Björn Ingi Hrafnsson. Af hverju þenn-
an hringlandahátt í stærsta fyrirtæki
borgarinnar?
Fyrsti fundurinn
Björn Ingi Hrafnsson benti réttilega á
það á þriðjudaginn að hann var að sitja
sinn fyrsta borgarstjórnarfund. Kannski
var það dæmi um reynsluleysi Björns
Inga að hann gleymdi að taka með sér
penna á fundinn. Þegar kjósa átti forseta
borgarstjórnar í upphafi þurfti hann að
fá lánaðan penna til að setja X á réttan
stað. Þegar búið var að kjósa forseta
borgarstjórnar og borgarstjóra settust
Vilhjálmur og Hanna Birna Kristjánsdóttir
við háborðið í borgarstjórnarsalnum.
Björn Ingi færði sig þá í stól Vilhjálms,
þar sem hann sat allt síðasta kjörtímabil,
mitt á milli sjálfstæðismanna. Líklega
til merkis um þá samstöðu sem ríkir í
meirihlutanum.
Þekktir frambjóðendur
Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi í Idol,
var kjörinn varamaður í stjórn Íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur á þriðjudag-
inn. Sigmar las inn á auglýsingar Björns
Inga í kosningabaráttunni og er fulltrúi
meirihlutans í stjórn ÍTR. Spurning hvort
hann sé orðinn einn af fjölmörgum
stuðningsmönnum Framsóknarflokksins.
Andri Snær Magnason var líka boð-
inn fram á fundi borgarstjórnar á
fyrir hönd Frjálslynda flokksins.
Vekur það athygli því Andri Snær
var orðaður við Vinstri
græna í aðdraganda borgar-
stjórnarkosninganna.
bjorgvin@frettabladid.is