Fréttablaðið - 15.06.2006, Side 31

Fréttablaðið - 15.06.2006, Side 31
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 31 Orion herrasett Orion dömusett Venus barnasett Fatnaður með öndunarfilmu og góða regnheldni. Stærðir: S - XXL Verð: 7.990 - Stærðir: 36 - 44 Verð: 7.990 - Stærðir: 110 - 170 Verð: 5.990 - Eitt af því sem hlýtur að vera nauðsynlegt hverjum stjórnmála- flokki er að kjósendur viti nokkurn veginn fyrir hvað hann stendur. Hver eru grundvallarsjónarmiðin og framtíðarsýnin? Ekki síst er þetta mikilvægt í dag eftir að stjórnmálin hafa færst nær miðj- unni. Fylgistap Framsóknar- flokksins í síðustu sveitarstjórn- arkosningum má því að verulegu leyti skrifast á tiltölulega óljós grundvallarsjónarmið hans í ýmsum veigamiklum málum. Þegar þannig er komið fyrir stjórnmálaflokki er ekki nema eðlilegt að fylgið við hann fari ört minnkandi og endi nánast í fylgis- hruni eins og nú hefur gerst hjá elsta stjórnmálaflokki þjóðarinn- ar. Skýrasta dæmið í þessu sam- bandi og það afdrifaríkasta hafa verið gjörólík sjónarmið formanns og varaformanns Framsóknar- flokksins til Evrópumála, en Evr- ópumálin eiga eftir að verða mestu átakamálin í íslenskum stjórnmál- um á komandi árum, því þau snú- ast um fullveldi og sjálfstæði íslenskrar þjóðar. Framganga Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Evrópu- málum hefur verið undarleg svo ekki sé meira sagt, og á stóran þátt í því fylgistapi sem flokkur- inn stendur nú frammi fyrir. Hið farsæla ríkisstjórnarsam- starf Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks hefur ekkert með fylgistapið að gera, eins og stjórn- arandstaðan heldur fram. Evrópu- sambandssýn formannsins, erjurn- ar innan Framsóknarflokksins, og misráðið R-listasamráð til 12 ára eru þar helsti orsakavaldurinn. Greinarhöfundur hefur stutt Framsóknarflokkinn og verið félagi í honum í nær 30 ár. Skömmu fyrir kosningar skildu leiðir. Úrsögn úr Framsóknarflokknum var óumflýj- anleg. Ímynd flokksins sem þjóð- legs stjórnmálaflokks er ekki leng- ur fyrir hendi, enda uppskar hann samkvæmt því. Sem stuðningsmað- ur núverandi ríkisstjórnar var hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn kos- inn. Veit að svo fór um marga aðra kjósendur Framsóknarflokksisns sem standa vilja vörð um hin þjóð- legu gildi, sjálfstæði og fullveldi íslenskrar þjóðar. Fylgistap Framsóknar UMRÆÐAN GUÐMUNDUR JÓNAS KRISTJÁNSSON BÓKHALDARI SKRIFAR UM FRAMSÓKNAR- FLOKKINN Hið farsæla ríkisstjórnarsam- starf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur ekkert með fylgistapið að gera, eins og stjórnarandstaðan heldur fram. Í dag, þann 15. júní, er fyrsti alþjóðlegi baráttudagurinn gegn ofbeldi á öldruðum haldinn um allan heim. Tilgangurinn með deginum er að leiða huga fólks að þessu málefni og þeim menning- arlegu, félagslegu og fjárhags- legu áhrifum sem ofbeldi á öldr- uðum getur haft í för með sér. Atburðir, sem með einum eða öðrum hætti benda á mikilvægi forvarna gegn ofbeldi á öldruð- um, verða á dagskrá í hinum ýmsu löndum heims og var mál- þing um forvarnir gegn ofbeldi á öldruðum sem haldið var af Þjón- ustumiðstöð Laugardals og Háa- leitis í samvinnu við Félag eldri borgara, Velferðarsvið Reykja- víkurborgar og Öldrunarfræða- félag Íslands þann 8. júní síðast- liðinn haldið í tengslum við daginn. Á málþinginu tóku til máls Sig- rún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Einar Már Guð- mundsson rithöfundur, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir, Margrét Margeirsdóttir, formað- ur Félags eldri borgara, Halldór Reynisson, verkefnastjóri fræðslusviðs Biskupsstofu og Sigríður Jónsdóttir, skrifstofu- stjóri velferðarsviðs. Í máli þeirra kom fram að ofbeldi á öldruðum er víða dulið vandamál og fullyrða megi að ekkert land í heiminum sé með öllu laust við þann vanda. Ef ekk- ert er að gert má búast við að þessi tegund ofbeldis fari vax- andi á næstu árum þar sem mjög fjölgar í elsta hluta þjóðfélagsins. Farið var yfir það hvað nágranna- þjóðir okkar gera til varnar þessu þjóðfélagsmeini og sýnt þótti að Íslendingar þyrftu að fara yfir hvað það væri sem þeir geta gert betur. Töldu málshefjendur brýnt að kerfi samfélagsins tækju hönd- um saman um forvarnir gegn ofbeldi á öldruðum og var ýmsum leiðum velt upp varðandi sam- starf kerfanna. Gerð var óformleg skoðana- könnun meðal málþingsgesta og svöruðu alls 70 manns könnun- inni. Spurt var hvort innleiða ætti tilkynningaskyldu ef starfsfólk í þjónustu við aldraða grunar að ofbeldi eigi sér stað gagnvart öldruðum. Yfir 90% þátttakenda í könnuninni svöruðu játandi en jafnframt komu fram athuga- semdir um að það ferli sem færi af stað við tilkynningu yrði að vera skýrt, þ.e. hver tekur við til- kynningunni, hvernig bregst sá aðili við og til hvaða úrræða getur hann gripið. Mörgum spurningum, ekki síst siðfræðilegum, er ósvarað. Við gerum okkur engar vonir um að leysa vandann á einum degi, en hér með hefjumst við handa. Með því að leggjast á eitt getum við vakið athygli og komið upplýsing- um til skila til þjóðfélagsins. Við vitum af fenginni reynslu að það hefur áhrif. Fjólublár er litur dagsins og vill greinarhöf- undur hvetja ykkur til að klæðast einhverju fjólubláu í tilefni dags- ins. Alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á öldruðum UMRÆÐAN OFBELDI SIGRÚN INGVARSDÓTTIR FÉLAGSRÁÐGJAFI Í máli þeirra kom fram að of- beldi á öldruðum er víða dulið vandamál. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.