Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 3
Hátískan (Haute couture) má
muna sinn fífil fegri og hefur
hátískuhúsunum fækkað á síð-
ustu árum. Í heimsvæðingunni
tapast eitt og annað í verkmenn-
ingu og listgreinum vegna þess
hversu ódýrt er að framleiða í
Asíu og víðar. Ekki þó allt.
Tískuhúsið Chanel í París hefur
keypt nokkur gömul handverks-
fyrirtæki sem áður voru í eigu
fjölskyldna til að koma í veg
fyrir að þessi hefð hverfi.
Þetta á til dæmis við um Des-
rues hnappaframleiðandann
sem á sjötíu árum hefur fram-
leitt 80.000 mismunandi gerðir
hnappa, framleiðir nú 4.000
hnappa á dag og býður átta
hundruð mismunandi hnappa á
ári sem tískuhúsin velja til að
nota í framleislu sinni. Chanel,
Louis Vuitton og fleiri sverja og
sárt við leggja að nota eingöngu
hnappa frá Desrues sem eru úr
ýmsum efnum; kopar, silfri,
viði, með gyllingu, glerjungi og
svo mætti lengi telja. Að auki
sem þeir hafa verið Karl Lager-
feld uppspretta að margs konar
skarti. Í dag hafa nútímalegar
aðferðir bæst við þær sem áður
voru notaðar eins og leysigeisli
til að skera eða munstur gert
með tölvutækni.
Sama má segja um hattagerð
Michel sem stofnuð var árið
1936 og hefur saumað hatta
fyrir alla frægustu tískuhönn-
uði heims í gegnum tíðina, jafnt
stráhatta sem úr virðulegri
efnum eins og sléttflaueli, sat-
íni eða leðri. Hjá Michel sem
enn er við Sainte Anne-götu í
París er varðveitt ótrúlegt safn
þrjú þúsund hattamóta en fyrir-
tækið komst í eigu Chanel 1996.
Árið 1900 voru yfir þrjú
hundruð verkstæði sem fram-
leiddu fjaðrir fyrir tískuhús,
1960 voru þau rétt fimmtíu og í
dag er Lemarié nánast það eina
sem eftir er í Frakklandi. Það
var því einstök menningararf-
leifð sem komst í eigu Chanel
1997. Og þó að Paradísarfuglinn
sé nú friðaður þá eru strúts- og
svanafjaðrir fluttar inn frá
Afríku, þær eru litaðar, krullað-
ar, klipptar og nýjar saumaðar
úr mörgum fjaðrategundum.
Lesage-fyrirtækið sér um
útsauminn sem getur náð því að
vera 2000 vinnustundir eins og
við hátískukjólana ,,Coromandel“
sem Karl Lagerfeld hannaði
fyrir Chanel veturinn 1996-7.
Útsaumurinn getur verið með
perlum, steinum sem Swarov-
ski-kristöllum sem demöntum,
allt saman að sjálfsögðu saumað
með silkitvinna í öllum regnbog-
ans litum. Hjá Lesage eru varð-
veitt 40.000 sýnishorn af útsaumi
sem raðað er eftir árstíðum í röð
eins og á skjalasafni. Og til að
tryggja að þessi arfleifð lifi
hefur François Lesage í áratug
rekið útsaumsskóla.
Hér er aðeins í nokkrum
orðum talað um ótrúlegar list-
greinar. Tískan er nefnilega
ekki bara stundarfyrirbæri
heldur list, menningararfleifð
varðveitt í landi tískunnar eins
og handrit á Íslandi.
bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Þúsund litlar hendur
Andlitskrem og líkamsgel sem
gerir húðina slétta og fallega.
High Résolu-
tion Collaser-
48TM er and-
litskrem sem
lagfærir
hrukkur og
eykur fjaður-
magn og ljóma
húðarinnar.
Kremið eykur
magn
kollagens um
69 prósent á
48 klukku-
stundum og
áferð húðar-
innar verður
flauelsmjúk
og slétt.
Slim Suc-
cess Lypolyzer-
TM er gel sem dregur úr ummáli
og appelsínuhúð. Gelið er borið á
mjaðmir, maga og rass kvölds og
morgna og eftir eina viku á appel-
sínuhúð að hafa minnkað
sýnilega og
eftir einn
mánuð á
ummál að
hafa minnkað
til muna.
Nýtt frá
Lancome
Líkamsgel
sem minnkar
appelsínuhúð
og ummál.
Andlits-
krem sem lagfærir
hrukkur.
Stjörnurnar klæddust svörtum
kjólum á Tony-verðlaununum.
Svartir kjólar voru vinsælir á
Tony-verðlaunahátíðinni sem hald-
in var síðasta sunnudagskvöld.
Fyrir utan litinn voru kjólarnir þó
ekki allir eins. Rita Wilson hafði
svart belti með slaufu um mittið
og Oprah Winfrey var í vöfðum
satínkjól. Af öðrum svartklædd-
um konum má nefna Glenn Close
sem bar sig vel í flegnum kjól og
Juliu Roberts sem heillaði við-
stadda með glæsilegum kjól,
opnum í bakið.
Svartur var aðaltískuliturinn
síðasta vetur og það lítur út fyrir
að hann verði það aftur næsta
vetur, þá í bland við hvítan lit.
Alltaf klassískt
Julia Roberts.
Glenn Close. Oprah Winfrey.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Þú nærð árangri hjá okkur
Losum þig við appelsínuhúð
Grennum, stinnum, afeitrum
og brúnkum
Velkomin í prufutíma
Pantaðu tíma í síma 587-3750
Englakroppar.is
Stórhöfða 17
N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU-
SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT
... sem flig vantar í
n‡ja húsnæ›i›