Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 38
[ ]
Það er um að gera að hressa
aðeins upp á heimilið yfir sum-
artímann og hleypa sumarlit-
unum inn fyrir dyrnar. Blaða-
maður Fréttablaðsins kíkti í
heimsókn í tvær blómabúðir og
skoðaði úrvalið á sumarlegum
vörum fyrir heimilið.
Í Blómavali er mikil litadýrð og
gott úrval ýmissa smáhluta sem
geta lífgað upp á hillurnar og stofu-
borðið. Lára Gyða Bergsdóttir er
útstillingahönnuður hjá Blómavali
og segir að því fleiri litir og munst-
ur inni á heimilinu þeim mun líf-
legra verði það. Það er víst allt
leyfilegt í sumar. „Sumarsmellur-
inn í ár eru margir vasar í mismun-
andi litum og gerðum og skemmti-
legast er að blanda þeim saman.
Það er alveg jafn smart að hafa vas-
ana tóma en það er samt ekkert
verra að fá blómvönd af og til og
skella í þá. Blómstrandi blóm í
skrautlegum blómapottum gefa líka
sumarlegan blæ og litrík blóm eins
og gerberur í háum vasa.
Svart og hvítt þema er mikið
í tísku í sumar og
verður áfram.
Það er sumarlegt að
blanda saman tvílit við
einlit, eins og límónu-
grænum við svart-hvíta
mynstrið. Þá ertu komin
með hásumar,“ segir Lára
Gyða.
Sumartískan
í blómabúðunum
þarf ekki að ein-
skorðast við skæra
liti og skrautleg
munstur. María Más-
dóttir blómaskreytir og
eigandi búðarinnar Blóma-
hönnun sinnir þörfum
þeirra sem eru sífellt á far-
aldsfæti yfir sumartímann. „Við
erum með pottablóm í álpottum
sem eru algjörlega viðhaldsfríir og
svo er hægt að setja alls kyns skraut
ofan í pottana allt eftir árstíðum og
tilefni. „Til dæmis er sólblóm í
þannig potti bara gargandi sumar.
Við erum með plöntur eins og tann-
hvössu tengdamömmuna, berg-
fléttu og frostþurrkuð strá en græni
liturinn á þeim er hlýlegur og minn-
ir mann á íslenskt sumar. Það er
einnig hægt að setja fusk, sem er
eins og gras eða hreiður, í pott-
ana. Það er hægt að fá fuskið í
öllum litum, skærum og neon-
lituðum, þannig að það er
hægt að gera græna litinn
enn sumarlegri. Allar þess-
ar skreytingar eiga það sameig-
inlegt að ekki þarf að nostra við
þær eða vökva. Þannig að þá þarf
ekki að hafa áhyggjur þegar farið
er í sumarfrí og þær eru einnig til-
valdar til að hressa upp á sumarbú-
staðinn,“ segir María að lokum.
erlabjorg@frettabladid.is
Flott er að blanda
límónugrænum og
túrkísbláum saman og
raða vösunum óreglu-
lega upp.
Svart og hvítt þema er ríkjandi í sumar og
fallegir blómavasar, með blómum eða án.
Sumarlegt í stofunni
María er blómaskreytir og eigandi verslun-
arinnar Blómahönnun.
Lára Gyða er útstillingahönnuður í Blómavali.
Blómstrandi blómið ástareldur er sumarlegt pottablóm og
gerberur í vasa lífga upp á heimilið.
Það er fátt jafn sumarlegt og
sólblóm. Í pottinum er svokall-
að fusk sem hægt er að fá í
margs konar litum.
Tannhvassa tengda-
mamma er blóm sem
þarf ekki að vökva á
meðan á sumarfríinu
stendur.
Frostþurrkuð strá í álpotti eru
mjög vinsæl þessa dagana.
Heimilissiðir eru ýmsir til og sinn er siður í landi hverju.
Það þykir til dæmis mesta ókurteisi að fara ekki úr skóm áður
en gengið er inn á heimili í Japan.
Áskriftarsími 586 8005
Tímaritið
Gróandinn
aldrei
glæsilegri
Áhugavert
og fræðandi
tímarit um
garðyrkju,
grænmeti,
skógrækt og
skreytingar
Áskriftarsími 586 8005
Kíkið á
þetta!
Gómsætt
á grillið
Tjarnargerð
Glæsigarður
á Akureyri