Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 39

Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 39
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 7 Skítugur örbylgjuofn ÖRBYLGJUOFNAR GETA ORÐIÐ ANSI SKÍTUGIR EN ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ VERA MIKIÐ MÁL AÐ KIPPA ÞVÍ Í LIÐINN. Gott ráð til að þrífa örbylgjuofninn er að setja nokkrar sítrónusneiðar á disk og svo inn í örbylgjuofninn. Örbylgjuofninn er svo settur af stað í tíu mínútur. Að þessu loknu tekurðu sítrónurnar út úr ofninum og strýkur yfir hann með rakri tusku. Þá eru sítrónurnar búnar að leysa upp öll óhreinindi í örbylgjuofninum og íbúðin angar af ferskum sítrónuilmi. Ef ofninn er mjög skítugur gæti verið þörf á að endurtaka leikinn einu sinni. Þetta náttúrulega ráð virkar einnig á bakaraofninn og er mun sniðugra en að nota eitruð hreinsiefni sem sitja föst í ofnunum í langan tíma. húsráð } Blómavalsverslanirnar lækka verð á sumarblómum. Verslanir Blómavals eru í þjóðhá- tíðarskapi og bjóða af því tilefni upp á sumarblóm á stórlækkuðu verði. Þeir sem hafa því ekki enn komið sér upp sumarlegu blóma- umhverfi geta gripið þetta góða tækifæri og fegrað umhverfið sitt. Á tilboðsdögum Blómavals má meðal annars má fá tíu stjúpur á 399 krónur eða fjögur stykki af sólboða á 999 krónur. Einnig flau- elsblóm á 499 krónur, hengilobelíu á 399 krónur og fjögur stykki af margarítum á 999 krónur. Auk góðra tilboða á fallegum blómum er veittur 25 prósent afsláttur af frostþolnum útipott- um. Þjóðhátíðar- blóm Sumarblóm eru á tilboði í verslunum Blómavals. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Svefnherbergið er fyrir mörgum mikilvægasti staðurinn á heimil- inu. Þeir sem búa í lítilli íbúð nota svefnherbergið til lesturs, náms, svefns og ef börnin sofa inni í herberginu líka þá þarf einnig að koma fyrir leikföngum og leik- plássi. Það er því mikilvægt að raða vel í herbergið og nota hinar ýmsu hönnunarlausnir til þess að herbergið verði huggulegt þrátt fyrir mörg hlutverk. Stórir púðar og fallegt rúm- teppi geta breytt rúminu í sófa á daginn. Þá er hægt að nota rúmið til þess að lesa fyrir barnið eða eiga huggulega stund saman. Vegghillur spara ótrúlega mikið pláss. Það er sniðugt að setja vegghillur upp á veggi sem nýt- ast annars ekki, til dæmis fyrir ofan rúmið. Svo er hægt að setja lítinn leslampa á hilluna, bækur og vekjaraklukkuna og nýta þannig hilluna sem náttborð. Box og skrautlegir kassar fara vel uppi á fataskáp. Þar er hægt að geyma ýmsa smáhluti eða leik- föng og auka þannig við gólf- plássið og losna við óreiðu þar. Einnig er tilvalið að geyma hluti og dót í skúffu sem er rennt undir rúmið. Til þess að gera svefnherberg- ið stílhreinna er tilvalið að nota hvítan lit í bland við mýkri liti. Þannig verður herbergið hlýlegt en jafnframt bjart. Upplagt er að hafa til dæmis hvít gluggatjöld og hvíta veggi en hlýleg húsgögn og munstrað rúmteppi - já eða öfugt. Kerti á hillunum eða náttborðinu gefa herberginu rómantískan blæ og myndir í römmum gera herberg- ið persónulegra. Það eru margir sem gleyma svefnherberginu þegar að því kemur að gera heimilið fallegt en það þarf ekki að vera mikið mál að gefa því smá andlitslyft- ingu. Þannig er hægt að nýta her- bergið til ýmislegs annars en ein- ungis til svefns. Huggulegra svefnherbergi Svefn, lestur, vinna og leikur í einu herbergi Svefnherbergið er hentugt fyrir hvíldina sem starfið. Nýjasta frá Tívolí iSongBook Ferða-afspilunartæki fyrir iPod er Stereóútvarp í hæsta gæðaflokki með öflugan móttakara og ótrúleg hljómgæði. Þú verður að skoða þetta fyrir sumarið, í sumarbústaðinn, fellihýsið, tjaldið eða hvar og hvenær sem þér dettur í hug. Fæst í Hljómsýn, Mirale, Duka og Halldóri Ólafssyni. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.