Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 42

Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 42
[ ] Að kjósa sterkara hjarta Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Vel skal vanda það sem lengi skal standa. Það tekur meira en einn dag að snúa lífinu við og lifa heilsusamlegu lífi. Settu þér markmið og gefðu þér tíma til að ná þeim. Hjúkrunarfræðingarnir Bríet Birgisdóttir, Anna I. Arnar- dóttir og Soffía Eiríksdóttir eru á leiðinni til New York í haust þar sem þær ætla að taka þátt í tveggja daga göngu til styrkt- ar krabbameinsrannsóknum. Gangan sem þær stöllur eru að fara í er alþjóðleg og gengið verð- ur dagana 7. og 8. október. „Októb- er er alþjóðlegur brjóstakrabba- meinsmánuður og gangan er sextíu og þriggja kílómetra löng en hún verður gengin á tveimur dögum, fyrst eitt maraþon og síðan hálft maraþon,“ segir Soffía. Hugmyndin að því að taka þátt í göngunni kom upp eftir að Bríet, Anna og Sofía fóru að stunda lík- amsrækt í World Class í janúar. „Við vorum allar í frekar lélegu formi þegar við byrjuðum í Líkama fyrir lífið fyrir konur og settum okkur það markmið að komast í nógu gott form til þess að geta tekið þátt í þessari göngu. Fyrst þorðum við ekkert að tala um þetta en svona í byrjun mars sögðum við frá þessu opinberlega. Í janúar hefðum við ekki getað þetta en núna erum við allar komnar í betra form og orðnar miklu styrkari.“ Bríet, Anna og Soffía vinna allar með krabbameinssjúklinga og hafa séð ýmislegt í starfi sínu. „Okkur langaði til þess að snúa vörn í sókn og gera eitthvað jákvætt í þessum málum,“ segir Soffía. Þátttakendur í göngunni í New York þurfa að greiða átján hundr- uð dollarar hver en Bríet, Anna og Soffía eru komnar með marga góða styrktaraðila. „Við ákváðum svo að allt sem safnaðist umfram þátttökugjaldið rynni beint til Samhjálpar kvenna.“ Á sunnudaginn næsta verður heilsudagur til styrktar baráttu gegn brjóstakrabbameini í World Class í Laugum. „Við ætlum að vera á staðnum og ræða um heilsu og heilsuvernd, Hjartavernd mun bjóða upp á blóðþrýstingsmæl- ingu og blóðsykursmælingu og hjúkrunarfræðingar frá leitar- stöðinni og fulltrúar frá Samhjálp kvenna verða með gelbrjóst til þess að sýna hvernig framkvæma á sjálfsskoðun. Síðan býður World Class upp á alls konar líkamsræktar- tíma, stafgöngu, pilates og Master Class danstíma. Þetta kostar þús- und krónur fyrir hverja konu en Dísa í World Class ætlar svo að jafna það og ágóðinn mun allur renna til baráttu gegn brjósta- krabbameini.“ emilia@frettabladid.is Vildu snúa vörn í sókn Soffía, Anna og Bríet eru allar komnar í mjög gott form og tilbúnar að takast á við gönguna. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. C M Y CM MY CY CMY K kriya Swami Mangalananda Giri og Peter Van Breukelen halda kynningarfund um Kriya yoga í Sal Rósarinnar, Bolholti 4 (áður Lífsýnarsalurinn) föstudaginn 16. júní klukkan 20:00. Kennsla í Kriya yoga verður dagana 17. - 19. júní í Yogastöðinni Heilsubót, Síðumúla 15. Afmælishátíð Paramahamsa Hariharananda verður haldin sunnudaginn 18. júní í Sal Rósarinnar, Bolholti 4, frá klukkann 12:00 til 16:00. Nánari upplýsingar í síma 6918565 og 8697151 yoga Það er vegurinn sem hinir uppljómuðu vísa Swami Mangalananda Peter Van Breukelen Við kusum um framtíð okkar um daginn. Kusum um hverjum við treystum best til að stjórna bænum/borginni okkar með von um að það geti gert líf okkar betra á einhvern hátt. Í kosningabaráttu á sér stað ákveðið endurmat og jafnvel upp- stokkun. En kosningar geta leitt til nýs upphafs eða tækifæris til að halda áfram sömu góðu sigl- ingunni og bæta jafnvel aðeins í seglin. Stjórnin flaggar því sem vel hefur verið gert og uppbyggi- leg gagnrýni andstöðunnar er nauðsynleg til að halda öllum á tánum. Kosningaherferðir taka því ekki síst stöðuna á meinum og mætti bæjarfélagsins, fá fólk til skoða ástandið og finna leiðir til að bæta þau mein sem herja á. Að mörgu leyti má því að segja að kosningabarátta stjórnmálaflokk- anna sé ákveðin „líkamsskoðun“ samfélagsins, ekki satt? Þú ert bæjarstjórinn! Á sama hátt og það er gott fyrir bæjarfélagið að taka stöðuna, fjalla um það sem vel hefur verið gert og gera betur í ýmsum þátt- um, þurfum við að gera það sama fyrir heilsu okkar og fjölskyld- una. Einkenni kosningabaráttu með öllum sínum krafti, endur- mati og orku er hugarfarið sem þarf til að kjósa þá heilsu sem við viljum. Stundum finnst mér eins og sumir haldi að aðrir stjórni heilsu þeirra. Ganga jafnvel alla leið og kenna öðrum um þegar í óefni er komið. En heilsa þín er að stórum hluta afsprengi þinna stjórnarhátta, þar sem þú ert bæjarstjórinn Bastían. Góðir bæjarstjórar starfa ekki í fíla- beinsturni og vona að allt sé í lagi, heldur taka stöðuna reglu- lega, horfast í augu við raunveru- leikann og vilja gera betur. Ég mæli því með að við hefjum okkar eigin kosningabaráttu sem stendur fyrir daglegri hreyfingu að eigin vali, næringarríkri og fjölbreyttri fæðu, reyklausu umhverfi, fleiri góðum samveru- stundum með vinum og fjöl- skyldu og síðast en ekki síst nátt- úrutengingu sem virkar sem vítamínsprauta fyrir andlega heilsu okkar. Kannski myndu ein- hverjir telja þessa framboðs- ræðu mína vera mynd af ein- hverri útópíu, en ég hef fundið fyrir miklum meðbyr með þess- ari stefnu eins og sannur stjórn- málamaður og vil trúa á meiri- hlutafylgi. Leiðum hugann að því hverj- um við treystum best til að stjórna heilsu okkar og vellíðan. Eini einstaklingurinn sem við getum treyst fyrir þessum mála- flokki erum við sjálf. Hér er það aðeins þú sem getur komið til framkvæmda og unnið að flott- um og hraustum einstaklingi sem endast lengur og betur. Við vilj- um alltaf eitthvað meira og betra svo mitt kosningaslagorð yrði: „Heilbrigður lífsstíll og þú færð meira.“ Kær kveðja, Borghildur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.