Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 55
23 TILKYNNINGAR FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eft- irfarandi aðalskipulagsbreytingar: 1 Laugarvatn í Laugardal, Bláskógabyggð Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlismarka Laugarvatns. Í breyting- unni felst að afmörkuð eru þrjú ný íbúðarsvæði sem sam- anlagt eru 27,3 ha að stærð og gera má ráð fyrir að reisa megi á bilinu 150-220 íbúðir. Svæðin eru: • 12,5 ha svæði (syðsti reitur) staðsett sunnan íbúðar- byggðar við Vesturtún og nær að Litluá í suðri og þjóðvegi nr. 37 í vestri. • 3,3 ha svæði (miðju reitur) sem afmarkast af Gjábakka- vegi í norðri, Laugardalsvegi í austri og athafnasvæði í vestri. • 11,5 ha svæði (nyrsti reitur) upp í hlíðinni ofan við gatnamót Gjábakkavegar og Dalbrautar/þjóðvegar nr. 37. Með nýjum íbúðarsvæðum er verið að tryggja að nægjan- legt framboð íbúðarlóða verði til staðar á Laugarvatni og stuðla þannig að þróun bæjarins. 2 Hraunkot í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafnings- hreppi Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafn- ingshreps 2002-2004 í landi Hraunkots. Í breytingunni felst að um 40 ha svæði í landi Hraunkots breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði auk þess sem þar er skilgreint vatnsverndarsvæði vegna fyrirhug- aðrar vatnstöku úr vatnsbóli syðst á svæðinu. 3 Kílhraun á Skeiðum, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúp- verjahrepps 2004-2016 í landi Kílhraun, umhverfis Ás- hildarmýri. Í breytingunni felst að um 100 ha svæði í landi Kílhrauns sem afmarkast af sveitarfélagamörkum við Hraungerðishrepp og Villingaholtshrepp, þjóðveg nr. 30 og Árhraunsvegi verður svæði fyrir frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis. Innan svæðisins er svokölluð Áshild- armýri og er gert ráð fyrir að frístundabyggðin verði stað- sett á hrauni umhverfis hana. Gert er ráð fyrir um 90 frí- stundahúsalóðum á svæðinu. Samkvæmt 1.mgr. 25.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eft- irfarandi deiliskipulagstillögur: 4 Austurhlíð í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Skotalda, frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Austur- hlíðar sem kallast Skotalda. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 4 frístundahúsalóðum sem allar eru rúmleg 0,45 ha að stærð á svæði rétt norðvestan við bæjartorfu Austur- hlíðar. Gert er ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að reisa allt að 150 m2 frístundahús og allt að 30 m2 gesta- hús. 5 Bergsstaðir í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Frístundalóð með landnúmer 167205. Tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóðar í landi Bergs- staða, á svæði með landnúmer 167205 sem liggur norð- an við heimreið að Bergstöðum. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 1,8 ha frístundahúsalóð þar sem heimilt verð- ur að reisa allt að 150 m2 frístundahús og allt að 20-25 m2 aukahús. 6 Bergsstaðir í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Frístundalóð með landnúmer 189401. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bergs- staða, á svæði með landnúmer 189401 og liggur norður af túni gamla bæjarins á Bergstöðum. Í tillögunni er gert ráð fyrir einni 3 ha lóð með byggingarreit fyrir eitt frí- stundahús allt að 150 m2 og aukahús allt að 20-25 m2. 7 Brú í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Frístunda- byggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Brúar í Biskupstungum. Í tillögunni felst að á 36,7 ha svæði norð- an Biskupstungnabrautar, rétt austan Tungufljóts og vest- an bæjartorfu á Brú er gert ráð fyrir 30 frístundahúsalóð- um. Lóðirnar eru á bilinu 5.644 – 15.086 m2 að stærð og verður heimilt að reisa allt að 150 m2 frístundahús og allt að 25 m2 aukahús. Gert er ráð fyrir rotþró á hverri lóð en þær skuli staðsettar þannig að mögulegt verði að tengja þær síðar við sameiginlega rotþró. Gert er ráð fyir tveim- ur svæðum fyrir sameiginlega siturlögn. 8 Dalsmynni í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Deiliskipulag lögbýlis. Tillaga að deiliskipulagi lögbýlis á um 15 ha spildu úr landi Dalsmynnis í Biskupstungum, sunnan þjóðvegar og á móts við bæjartorfu Dalsmynnis. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum þar sem heimilt verður að reisa allt að 400 m2 íbúðarhús, allt að 100 m2 bílskúr, allt að 200 m2 geymsluhús og allt að 200 m2 hesthús. 9 Miðhús í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 14 ha spildu í landi Miðhúsa. Í tillögunni er gert ráð fyrir 4 lóðum, einni 7 ha með tveimur byggingarreitum og þremur 2,3 ha lóðum með einum byggingarreit hver. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús innan byggingarreitar auk allt að 35 fm gestahús. Með samþykkt deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulag fyrir svæðið frá 1998 m.s.br. 10 Syðri-Reykir í Biskupstungum, Bláskógabyggð, Frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar í landi Syðri-Reykja sem kallast Lambhagi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 48 frístundahúsalóðum á um 48 ha svæði austan þjóðvegar nr. 55, ofan við frístundahúsahverfi sem kallast Arnarhóll og að ánni Fullsæll. Aðkoma er um núverandi vegi frá þjóðveginum. Lóðirnar eru á bilinu 3.600 – 9.000 m2 að stærð og verður heimilt að reisa allt að 200 m2 frí- stundahús og allt að 25 m2 aukahús. Gert er ráð fyrir að deiliskipulag frá 13. september 1994 falli úr gildi við samþykkt þessa skipulags. Helstu breyt- ingar frá gildandi deiliskipulagi eru þær að þrjár lóðir bætast við Lambhaga auk þess sem nú er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum syðst á svæðinu þar sem áður var gert ráð fyrir þéttri orlofshúsabyggð á sameiginlegri lóð. 11 Grafarbakki II í Hrunamannahreppi. Frístunda- byggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar sem kallast Laufskálabyggð í landi Grafarbakka 2. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 12 frístundahúsalóðum á svæði sem er rétt tæplega 8 ha, þar af eru 8 lóðir um 0,42 ha og 4 um 0,62 ha. Heimilt verður að reisa allt að 100 m2 frístunda- hús og allt að 20 m2 aukahús. Gert er ráð fyrir sameigin- legri rotþró fyrir lóðir 1-6 og fyrir lóðir 7-12. Aðkoma að svæðinu er frá Hrunavegi. Tillagan er í samræmi við áður auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hruna- mannahrepps 2003-2015. 12 Reykjadalur í Hrunamannahreppi. Hólaþýfi, frí- stundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Hólaþýfi í landi Reykjadals. Tillagan nær yfir um 12 ha svæði með- fram Laugalæk og er gert ráð fyrir 14 lóðum á bilinu 0,5- 0,7 ha að stærð þar sem heimilt verður að reisa allt að 120 m2 frístundahús og 20 m2 aukahús. 13 Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi. Frístunda- byggð Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar vestan við gatnamót Auðholtsvegar og Langholtsvegar. Svæðið er um 25 ha að stærð og gerir tillagan ráð fyrir 10 frístunda- lóðum auk byggingarreita fyrir gestahús og hesthús. Til- lagan er í samræmi við áður auglýsta breytingu á Aðal- skipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015. 14 Kílhraun á Skeiðum, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kílhrauns á Skeiðum á svæði umhverfis Áshildarmýri. Skipulags- svæðið er um 100 ha að stærð og afmarkast af sveitarfé- lagamörkum við Hraungerðishrepp og Villingaholtshrepp, þjóðvegi nr. 30 og Árhraunsvegi. Gert er ráð fyrir 88 lóð- um fyrir frístundahús á bilinu 5.500 m2-11.600 m2 þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 m2 frístundahús auk aukahúss allt að 25 m2. Tillaga að breytingu á Aðal- skipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 er aug- lýst samhliða. 15 Skeiðháholt á Skeiðum, Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggð- arlandi Skeiðháholts 2 á Skeiðum. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur frístundahúsalóðum í landi Skeiðhá- holts 2 á svæði sem er staðsett neðar vegar, mitt á milli Skeiðháholts og Blesastaða. Lóðirnar eru um 0,95 ha að stærð og verður heimilt að reisa þar allt að 200 m2 frí- stundahús, allt að 30 m2 gestahús, gróðurhús og áhalda- geymslu. Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eft- irfarandi deiliskipulagsbreytingar: 16 Efri-Reykir í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Frí- stundabyggð. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri Reykja. Í tillögunni er gert ráð fyrir að einni frístundalóð verði bætt við auk þess sem verið er að staðfesta lóðamörk með hnitsetningu sem felur í sér breytta afmörkun lóða. Allar lóðir innan skipulagssvæðisins eru í eigu Efri – Reykja en skipulagið hefur áhrif á tvær aðliggjandi lóðir með þeim hætti að lóðamörk þeirra hafa verið hnitsettar. 17 Efra-Sel í Hrunamannahreppi, frístundabyggðin Svanabyggð. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efra-Sels, Svanabyggð. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir nýrri 2.759 m2 frístundahúsalóð sem kemur í beinu framhaldi af núverandi frístundabyggði. Heimilt verði að reisa allt að 90 m2 frístundahús með 5 m mæn- ishæð frá jörðu. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 15. júní apríl til 13. júlí 2006. Athugasemdum við skipu- lagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 27. júlí 2006 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillög- una innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunnamannahreppi og Skeiða-og Gnúpverjahreppi. 44-55 smáar Vinstri 14.6.2006 15:53 Page 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.