Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 58
15. júní 2006 FIMMTUDAGUR34
timamot@frettabladid.is
ÚTFARIR
13.00 Björn Guðbrandsson
læknir verður jarðsunginn
frá Neskirkju.
13.00 Gunnar Arnar Hilmarsson,
Stórási 7, Garðabæ, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði.
13.00 Ruth Einarsdóttir, Löngu-
hlíð 21, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík.
13.00 Sigurður Björnsson, Sléttu-
vegi 7, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkju.
14.00 Bára Sigurjónsdóttir kaup-
kona, Fjarðargötu 17, Hafn-
arfirði, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju.
15.00 Guðmundur M. Jóhann-
esson læknir, Jórsölum 3,
Kópavogi, verður jarðsung-
inn frá Hallgrímskirkju.
15.00 Haukur Freyr Ágústsson
verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju.
15.00 Ingibjörg Guðnadóttir frá
Siglufirði, Krummahólum 2,
Reykjavík, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju.
AFMÆLI
Finnur Beck
fréttamaður er
31 árs.
Sigurjón Sighvats-
son kvikmynda-
framleiðandi er
54 ára.
Pétur Gunnarsson
rithöfundur er 59
ára.
Sigrún Magnús-
dóttir fyrrverandi
borgarfulltrúi er
62 ára.
SÓLARUPPRISA Á NÍLARFLJÓTI Egypskur fiskimaður lætur fagra upprisu
sólarinnar ekki trufla sig við veiðarnar á Níl þar sem hún rennur gegn um
Kaíró. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Erfitt er að finna eitt starfsheiti sem
nær utan um allt sem Ríkarður Örn
Pálsson hefur tekið sér fyrir hendur. Á
þeim sextíu árum sem liðin eru frá því
hann fæddist hefur hann meðal annars
verið kontrabassaleikari, starfað sem
tónlistargagnrýnandi og tekið þátt í
spurningakeppni norrænna sjónvarps-
stöðva um sígilda tónlist, Kontra-
punkti. Á afmælisdaginn verður tón-
skáldið Ríkarður þó sett í forgrunn og
gefinn út tvöfaldur diskur með eigin
tónsmíðum og útsetningum hans.
„Þetta er brot af því sem ég hef gert
síðastliðin þrjátíu ár, svona sitt af
hverju tagi,“ segir Ríkarður. Hann
kveðst ekki hafa gert neitt í því að
koma verkunum út hingað til, enda séu
þau ólík og passi illa inn í söluvænar
umbúðir. „Egill Ólafsson tók sig svo
bara til þegar hann frétti af því að ég
væri að verða sextugur. Hann ákvað að
drífa í því að gefa þetta út og tók
þannig af mér ómakið að fara sjálfur í
útgáfuna.“ Ríkarður segir að þessi
tímamót hafi annars þótt tilvalin til að
gefa út þetta yfirlitsverk „áður en ég
sest í helgan stein“.
Ríkarður er þó langt frá því að fara
að minnka við sig vinnuna. Hann segist
í raun hafa í nógu að snúast svo ekki
gefist færi á að hella sér í tónsmíða-
gerð. „Það er orðið svo mikið verk að
vera gagnrýnandi á Morgunblaðinu.
Þegar ég byrjaði vorum við fjórir að
gagnrýna þegar flest var, en núna
erum við Jónas Sen orðnir einir um hit-
una. Síðan hefur tónleikum örugglega
fjölgað um hátt í þriðjung.“
Efniviður Ríkarðs kemur úr mörg-
um áttum og á afmælisdisknum kennir
ýmissa grasa. Þar má finna sönglög,
verk fyrir kóra og ýmis hljóðfæri
ásamt svítu sem spiluð er úr tölvunni.
„Tölvan flytur fjóra frumsamda gömlu-
dansa sem hafa aldrei verið fluttir af
lifandi hljóðfæraleikurum. Ég get
svarið að mér þykir hvað vænst um
þetta verk á disknum vegna þess hvað
„flutningurinn“ er yndislega nákvæm-
ur og í mikilli sveiflu.“ Uppruni verk-
anna er líka ólíkur. Þar eru leikhús-
verk, sjónvarpskvikmyndatónlist,
þjóðlagasyrpur, brúðarmarsar og svo
mætti lengi telja.
Á disknum eru einnig lög við ljóð
sem Ríkarður samdi sjálfur. „Þetta eru
þrjú lög í sérstökum flokki sem heitir
Fyrsta lag eftir fréttir. Innblásturinn í
öll ljóðin er sóttur í hádegisfréttir Rík-
isútvarpsins.“ Aðspurður segist Rík-
arður ekki semja fleiri ljóð en gerist
og gengur og vera heldur ekki mikið
fyrir að tónsetja eigin ljóð. „Ég á hins
vegar eitthvað um hálft hundrað
„Draumsögur“ sem kannski verða
gefnar út einn góðan veðurdag ef snjall
teiknari fæst til að lýsa þær.“
Stefnt var að því að diskurinn yrði
gefinn út á afmælisdaginn, en annar
viðburður, stærri en afmæli Ríkarðs,
kom í veg fyrir að svo yrði. „Ég var að
frétta að vegna heimsmeistarakeppn-
innar í fótbolta væru svo mikil forföll í
verksmiðjunni þar sem á að fjölfalda
diskinn. Þeir sáu sér ekki fært að
standa við gefin loforð og frestast disk-
urinn því um viku.“ Afmælisdiskurinn
verður þó kynntur vinum og stuðnings-
mönnum í dag, eins og til stóð, „á lauf-
léttri samkomu í Leikhúskjallaran-
um“.
Sjálfur verður Ríkarður að heiman í
dag.
RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON: SEXTUGUR Í DAG
Tónskáldið í forgrunni
RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON TÓNSKÁLD MEÐ MEIRU Um ævina hefur Ríkarður tekið upp á ýmsu en á afmælisdaginn verða tónsmíðar hans og útsetningar
settar í forgrunn með útgáfu á nýjum geisladiski. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
MERKISATBURÐIR
1752 Benjamin Franklin sannar
að eldingar eru rafmagn.
1846 Bandaríkin og Kanada sam-
þykkja Oregon-samninginn
sem ákvarðaði landamæri
ríkjanna.
1926 Kristján tíundi Danakon-
ungur og Alexandrína
drottning leggja hornstein
að Landspítalabyggingunni.
1954 Evrópska knattspyrnusam-
bandið UEFA er stofnað í
svissnesku borginni Basel.
1981 Garðar Cortes óperusöngv-
ari hlýtur Bjartsýnisverðlaun
Bröstes þegar þau eru veitt
í fyrsta sinn.
2001 Þýska hljómsveitin
Rammstein heldur tónleika
í Laugardalshöll.
ELLA FITZGERALD
(1917-1996), LÉST
ÞENNAN DAG.
„Það eina sem er
betra en söngur er
meiri söngur.“
Djasssöngkonan Ella
Fitzgerald söng sig inn í
hjörtu heimsbyggðarinn-
ar og lifir þar enn.
Á þessum degi árið 1846 skrifuðu Bretar og Banda-
ríkjamenn undir Oregon-samninginn. Þar með lauk
áralöngum deilum milli landanna um hver réði í
raun yfir Oregon-svæðinu.
Samningurinn hljóðaði upp á að um 49. breidd-
arbaug, frá Klettafjöllum til Georgíusundsins, lægju
landamæri Bandaríkjanna og hins breska Kanada.
Þannig öðluðust Bandaríkin fullan rétt til að ráða yfir
svæðinu þar sem nú eru fylkin Oregon, Washington,
Idaho og Montana. Bretarnir í Kanada fengu aftur
á móti Vancouver-eyju og rétt til að sigla um hluta
Kólumbíu-árinnar.
Árið 1818 hafði gengið í gildi samningur milli
ríkjanna um landamæri á 49. breiddarbaug að Lake
of the Woods en þá var óákveðið hvor þjóðin myndi
ráða yfir svæðinu austan vatnsins. Samningurinn
árið 1846 eyddi þessarri óvissu og krafðist nokkurs
samningsvilja af hálfu beggja.
ÞETTA GERÐIST: 15. JÚNÍ 1846
Ákvörðun tekin um Oregon
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Í MIKLU ÚRVALI
Svava Gestsdóttir
sjúkraliði
er 60 ára í dag, 15. júní.
60 ára
afmæli
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
sonur, bróðir og mágur,
Guðmundur Guðjónsson
Eyrarholti 6,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn
10. júní. Útförin fer fram mánudaginn 26. júní.
Jóhanna Sigurðardóttir
Ragnhildur Guðmundsdóttir Bragi Bragason
Elín Guðmundsdóttir Hermann Guðmundsson
Hjördís Guðmundsdóttir Marco de Aquilar
og barnabörn
Elín Gísladóttir
Þóra Elín Guðjónsdóttir Jón Rúnar Backman
Bróðir minn
Tómas Hreggviðsson
frá Hlíð, Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð föstudaginn 16. júní kl. 14.00.
Eyvindur Hreggviðsson og fjölskylda.