Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 62
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR38 Það segir víst ansi mikið um vestrænt þjóðfélag þegar fólk er komið með sigg eftir að opna gos- flöskur. Ég hef reyndar bara frétt af einu dæmi hing- að til, það er mínu eigin, en miðað við að ég tel mig vera meðalmanneskju í gos- drykkju þá er það nokkuð líklegt að fleiri eigi við gosdrykkjasigg að stríða í samfélaginu. Ég er ekki að sötra sykurkók allan daginn heldur er ég meira í aspartaminu, en dag- skammturinn er svona ein til tvær Coca Cola Light í flösku ásamt einum Toppi eða Kristal, eftir aðstæðum. Sökudólgur þessa nýja sjúkdóms er bannsettur flöskutapp- inn og nú er svo komið að ég er með sigg á báðum höndum, á pínulitlum punkti í lófanum fyrir neðan löngu- töng og baugfingur. Fyrir tveimur vikum, þegar ég byrjaði að opna flöskur með hægri hendi til þess að hlífa þeirri vinstri, fór sársaukafull blaðra að gera vart við sig, svo ég þakka nú fyrir að blaðran hefur þró- ast á siggstigið. Ég reyni endrum og sinnum að skipta yfir í dósakók en bölvun flöskutappans er lúmsk. Tappinn stuðlar auðvitað að því að gosið helst lengur í drykknum og því er alls ekkert auðvelt að henda flöskukókinu fyrir borð. Sem betur fer er siggið falið í lófanum og í raun er ég farin að taka það í sátt. Gosdrykkjasiggið er svolítið eins og tásiggið sem dans- arar þurfa að eiga við; það fylgir því einfaldlega að vera atvinnu- dansari sem þarf að dansa á tánum. Gosdrykkjasiggið fylgir því að vera nútímamanneskja sem drekkur lítið kaffi. Mig grunar að nú sé að vaxa úr grasi kókkynslóð sem kærir sig kollótta um kaffi. Ef það er rétt má búast við því að tíðni gosdrykkja- siggs aukist. En sennilega á umbúða- samfélagið hluta af ábyrgðinni, því þeir eru örugglega margir sem fá gosdrykkjasigg af vatnsneyslu úr flöskum einni saman. Þannig að þó að þessi „sjúkdómur“ einn og sér sé ekki illkynja veit það ekki á gott að plastið skuli tröllríða öllu. Sem minnir mig á að ég ætti að fara með flöskurnar í endurvinnslu... ■ STUÐ MILLI STRÍÐA Gosdrykkjasigg RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR HEFUR UPPGÖTVAÐ NÝJAN SJÚKDÓM ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég get synt hundasund! Ég elska að synda hunda- sund. Já, ég líka! Þú mátt búast við samkeppni... Við rjúfum seiðandi sjávarhljóðið til að minna ykkur á að nota sólarvörn í dag. Og hvað felst svo í þessu heilsuátaki? Bætt matar- æði og æfingar... Ég held að ég byrji á fimmtíu magaæfingum. Ein... Úff Þetta var ein, þá eru 49 eftir. Strákar, þetta drasl sem þið horfið á er ekkert nema heilaskemmandi. Í alvöru talað? Ekki koma henni af stað... Mamma segir að maður eigi að skola eplin. Ekki hlusta á svona hræðslu- tal. Sjáðu, þau glansa. Gaman! Áfram pabbi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.